Formenn stjórnarflokkanna á mannmáli 13. október 2007 17:56 Ég ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrsta þætti mínum af Mannmáli á Stöð 2. Þar setjast gegnt mér formenn stjórnarflokkanna, Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Þetta verður ítarlegt viðtal enda margs að spyrja eftir pólitískar sviptingar síðustu dægra. Vafalítið er þeim misskemmt yfir atburðum vikunnar en þau hafa þó lofað sjálfum sér og öðrum að valdaskiptin í borginni muni ekki hafa áhrif á samstarf flokkanna í landsstjórninni. Geir og Ingibjörg hafa ekki verið saman í sjónvarpsviðtali frá því þau settu saman stjórnina sína eftir kosningarnar í vor. Það er tími til kominn að heyra í þeim hljóðið og kanna þann meinta pólitíska hjónasvip sem margir telja að sé með þessum fyrrum höfuðandstæðingum í íslenskum stjórnmálum. Þátturinn byrjar strax að loknum fréttum kl. 19.05 á sunnudagskvöld og er í opinni dagskrá. Við sjáumst þar ... - SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun
Ég ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrsta þætti mínum af Mannmáli á Stöð 2. Þar setjast gegnt mér formenn stjórnarflokkanna, Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Þetta verður ítarlegt viðtal enda margs að spyrja eftir pólitískar sviptingar síðustu dægra. Vafalítið er þeim misskemmt yfir atburðum vikunnar en þau hafa þó lofað sjálfum sér og öðrum að valdaskiptin í borginni muni ekki hafa áhrif á samstarf flokkanna í landsstjórninni. Geir og Ingibjörg hafa ekki verið saman í sjónvarpsviðtali frá því þau settu saman stjórnina sína eftir kosningarnar í vor. Það er tími til kominn að heyra í þeim hljóðið og kanna þann meinta pólitíska hjónasvip sem margir telja að sé með þessum fyrrum höfuðandstæðingum í íslenskum stjórnmálum. Þátturinn byrjar strax að loknum fréttum kl. 19.05 á sunnudagskvöld og er í opinni dagskrá. Við sjáumst þar ... - SER.