Kvöldið eftir kosningar 13. maí 2007 22:10 Það dylst engum að Vinstri grænir eru í óða önn að gera sig til fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í umræðum hjá okkur á Stöð 2 í kvöld talaði Steingrímur eins og Framsóknarflokkurinn bæri aðallega ábyrgð á stóriðjustefnunni. Í Sjónvarpinu kvartaði hann undan persónulegum árásum Framsóknar á sig og vildi fá afsökunarbeiðni – reyndar skilur maður ekki alveg hvernig Steingrímur nennir að elta ólar við þetta. Nóg hefur maður heyrt vinstrimenn tala um að þurfi að útrýma Framsókn. Í Silfrinu í dag gat Ögmundur ekki dulið áhuga sinn á stjórn með sjálfstæðismönnum - Össur orðaði það svo að hann lægi á hnjánum fyrir framan Sjálfstæðisflokkinn. Það var auðséð að Ögmundur reiddist mikið yfir þessu. En það var samt ekki hægt að skilja orð hans öðruvísi. Þetta er vandasamt spil. Flokksleiðtogar verða að sýna áhuga, en samt ekki of mikinn. Þá virkar það eins og þeir séu á útsölu. En þeir verða líka að passa sig á að missa ekki af tækifærinu. Ljóst er að bæði Vinstri grænir og Samfylkingin þrá að komast í stjórn. Maður veit ekki hverjir eru að tala saman eða hvað er að gerast bak við tjöldin. Geir segist vera að ræða við Framsóknarflokkinn, Jón Sigurðsson tekur líklega í það. Úr grasrót Framsóknar heyrast háværar raddir um að flokkurinn eigi ekki að fara í stjórn - og alls ekki með Sjálfstæðisflokknum. Hugsanlega eru þessar viðræður bara til málamynda - eða kannski nennir Geir, sem stundum virkar ansi værukær, barasta ekki að skipta? Það virkar hins vegar dálítið hæpið að fara í stjórn með eins sætis meirihluta sem veltur á Árna Johnsen. Þess utan er engin leið að halda því fram að það séu skilaboð kjósenda að Framsókn eigi að sitja áfram í ríkisstjórn. Á hvaða forsendum yrði það líka? Varla upp á helmings hlut eins og hingað til - Framsókn yrði kannski að sætta sig við þrjá ráðherrastóla móti til dæmis sjö ráðherrum Sjálfstæðisflokks. Annað væri móðgun við kjósendur. Hvað gerir Samfylkingin? Hún á tvo kosti - annað hvort stjórn eftir R-lista mynstri, hins vegar stjórn með Sjálfstæðisflokki. Í fyrri stjórninni ætti Ingibjörg Sólrún að verða forsætisráðherra, í hinni seinni kemur það ekki til greina. Samfylkingin heldur spilunum miklu nær sér en VG. Sólrún hlýtur samt að reyna að taka eitthvert frumkvæði. Hún getur ekki bara setið og beðið? Annað hvort talar hún við Geir og býður honum einhvers konar samning - eða þá að hún reynir að koma á sáttum milli Framsóknar og VG. Þá gæti hún sagst vera tilbúin með ríkisstjórn og sent þau skilaboð til Bessastaða. En er hugsanlegt að VG geti ekki unnt henni eða Samfylkingunni að leiða ríkisstjórn? --- --- --- Að kosningaúrslitunum. Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari, það er engin leið að taka það af honum. Árangur flokksins í Kraganum er glæsilegur - skýrist líklega af því að þetta er úthverfavæddasta kjördæmi landsins. Það var annars merkilegt að sjá niðurbrot á Gallupkönnun þar sem var fjallað um tekjur kjósenda. Staðfestir kannski bara það sem maður vissi - hátekjufólk kýs Sjálfstæðisflokkinn, hinir tekjulægri miklu síður. Stjórnmálin á Íslandi snúast líka um stéttir. Endurnýjunin í þingflokki sjálfstæðismanna er mikil og góð. Geir stóð sig fjarska vel í kosningabaráttunni - það er erfitt annað en að vera hlýtt til mannsins. Þegar Björn Bjarnason hverfur á braut verður ekki margt eftir sem minnir á gamla tímann í flokknum. --- --- --- Samfylkingin tapaði. Hélt hún hefði sigrað fyrst um kvöldið en svo seig á ógæfuhliðina um nóttina. Tapið er þó ekki meira en svo að Ingibjörg Sólrún þarf ekki að hugsa um að víkja úr formannsstóli. Ef fylgið hefði verið jafn lágt og í skoðanakönnunum fyrir nokkrum vikum hefði hún varla getað setið lengur. Þannig að vissu leyti vinnur hún varnarsigur. Hún fær tíma til að ná betri tökum á flokknum Þingflokkur Samfylkingarinnar virkar ekkert sérlega ferskur eftir kosningarnar. Helst að manni finnist sniðugt að Ellert Schram detti aftur inn á þing. --- --- --- Vinstri grænir unnu en töpuðu miðað við skoðanakannanir. Þess vegna voru þeir frekar súrir á kosninganóttina - gátu ekki notið sigursins. Þeir hafa ábyggilega verið hugsi yfir lélegri kosningabaráttu. Það eru líka viss vonbrigði fyrir kjósendur flokksins - en kannski ekki endilega fyrir flokksforystuna - að lítið nýjabrum er af viðbótinni við þingflokkinn. Álfheiður Ingadóttir og Árni Þór Sigurðsson eru alþýðubandalagsfólk út í gegn, gamlir félagar Steingríms úr svavarsarminum - í tilviki þeirra þarf varla að fara í grafgötur um hvað G-ið í nafni flokksins þýðir. Það eru vonbrigði að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir náði ekki á þing. Af hverju var hún ekki sett í betra sæti? --- --- --- Það er að bera í bakkafullan lækinn að tala um ófarir Framsóknarflokksins. Það er hrikalegt fyrir flokkinn að þurrkast beinlínis út í Reykjavík. Sókn flokksins inn á mölina hefur mistekist. Stefna Halldórs Ásgrímssonar beðið skipbrot. Allir nema einn þingmaður flokksins koma úr landsbyggðarkjördæmum. Líklegt er að Jón Sigurðsson láti sig hverfa af formannsstóli áður en langt um líður. Sumir spá því að Björn Ingi Hrafnsson taki við. Það er samt óheppilegt fyrir Björn Inga ef það gerist of snemma. Kannski mætir hann líka mótstöðu frá framsóknarmönnum úti á landi. Sjálfur verð ég að segja að mér finnst að sumu leyti leitt að Jón Sigurðsson komst ekki á þing. Mér hefur virst hann vera hinn mætasti maður og hann fór vaxandi í kosningabaráttunni. En staða hans var ekki öfundsverð. Hann var að súpa seyðið af mistökum annarra. Kannski hefði hann bara átt að sitja áfram í Seðlabankanum, en maður getur ekki annað en dáðst að honum fyrir áræðnina. --- --- --- Úrslitin hjá Frjálslynda flokknum eru að sumu leyti brandari. Flokkurinn fær nánast upp á prósentubrot sama fylgi og síðast. Það er býsna gott eftir klofninginn í vetur. Formaðurinn Guðjón Arnar situr áfram á þingi, en fyrir gráglettni fáránlegs kjördæmakerfis er skipt um hina þingmennina. Jón Magnússon dettur inn á þing og á ábyggilega eftir að setja sinn svip á þingstörfin. Ég játa að ég hef gaman að Jóni. Kristinn H. Gunnarsson reynist vera ótrúlegur sjónhverfingamaður í pólitíkinni - honum var ekki hugað framhaldslíf á þingi en sest nú þangað inn fyrir sinn þriðja stjórnmálaflokk. Kristinn er líka skemmtilegur þingmaður. --- --- --- Ég segi það sama um Ómar Ragnarsson og Jón Sigurðsson. Það er leitt að hann komst ekki á þing. Eiginlega fáránlegt að nýta ekki krafta afburðamanns eins og Ómars þegar hann býður sig fram í kosningum. En framboð Íslandshreyfingarinnar var fætt undir óheillastjörnu og mistök hjá Ómari að binda trúss sitt við klofningsbrot úr Frjálslynda flokknum sem enginn sá að stæði fyrir neitt sérstakt í pólitík. Það er vont - manni þykir nefnilega vænt um Ómar. --- --- --- Og þá að öðru. Össur Skarphéðinsson upplýsti í Silfri Egils í dag að eftir kosningarnar 2003 hefði hann ekki hringt í Halldór Ásgrímsson og boðið honum forsætisráðuneytið. Samt er þetta símtal orðið að viðteknum sannindum í íslenskri pólitík. Össur sagði að hann hefði hringt í Jón Kristjánsson og beðið hann fyrir boð til Halldórs. Halldór hefði hins vegar ekki haft samband. Þetta er forvitnilegt - ekki síst í ljósi þess að Halldór fékk Davíð Oddsson til að gera sig að forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Það dylst engum að Vinstri grænir eru í óða önn að gera sig til fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í umræðum hjá okkur á Stöð 2 í kvöld talaði Steingrímur eins og Framsóknarflokkurinn bæri aðallega ábyrgð á stóriðjustefnunni. Í Sjónvarpinu kvartaði hann undan persónulegum árásum Framsóknar á sig og vildi fá afsökunarbeiðni – reyndar skilur maður ekki alveg hvernig Steingrímur nennir að elta ólar við þetta. Nóg hefur maður heyrt vinstrimenn tala um að þurfi að útrýma Framsókn. Í Silfrinu í dag gat Ögmundur ekki dulið áhuga sinn á stjórn með sjálfstæðismönnum - Össur orðaði það svo að hann lægi á hnjánum fyrir framan Sjálfstæðisflokkinn. Það var auðséð að Ögmundur reiddist mikið yfir þessu. En það var samt ekki hægt að skilja orð hans öðruvísi. Þetta er vandasamt spil. Flokksleiðtogar verða að sýna áhuga, en samt ekki of mikinn. Þá virkar það eins og þeir séu á útsölu. En þeir verða líka að passa sig á að missa ekki af tækifærinu. Ljóst er að bæði Vinstri grænir og Samfylkingin þrá að komast í stjórn. Maður veit ekki hverjir eru að tala saman eða hvað er að gerast bak við tjöldin. Geir segist vera að ræða við Framsóknarflokkinn, Jón Sigurðsson tekur líklega í það. Úr grasrót Framsóknar heyrast háværar raddir um að flokkurinn eigi ekki að fara í stjórn - og alls ekki með Sjálfstæðisflokknum. Hugsanlega eru þessar viðræður bara til málamynda - eða kannski nennir Geir, sem stundum virkar ansi værukær, barasta ekki að skipta? Það virkar hins vegar dálítið hæpið að fara í stjórn með eins sætis meirihluta sem veltur á Árna Johnsen. Þess utan er engin leið að halda því fram að það séu skilaboð kjósenda að Framsókn eigi að sitja áfram í ríkisstjórn. Á hvaða forsendum yrði það líka? Varla upp á helmings hlut eins og hingað til - Framsókn yrði kannski að sætta sig við þrjá ráðherrastóla móti til dæmis sjö ráðherrum Sjálfstæðisflokks. Annað væri móðgun við kjósendur. Hvað gerir Samfylkingin? Hún á tvo kosti - annað hvort stjórn eftir R-lista mynstri, hins vegar stjórn með Sjálfstæðisflokki. Í fyrri stjórninni ætti Ingibjörg Sólrún að verða forsætisráðherra, í hinni seinni kemur það ekki til greina. Samfylkingin heldur spilunum miklu nær sér en VG. Sólrún hlýtur samt að reyna að taka eitthvert frumkvæði. Hún getur ekki bara setið og beðið? Annað hvort talar hún við Geir og býður honum einhvers konar samning - eða þá að hún reynir að koma á sáttum milli Framsóknar og VG. Þá gæti hún sagst vera tilbúin með ríkisstjórn og sent þau skilaboð til Bessastaða. En er hugsanlegt að VG geti ekki unnt henni eða Samfylkingunni að leiða ríkisstjórn? --- --- --- Að kosningaúrslitunum. Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari, það er engin leið að taka það af honum. Árangur flokksins í Kraganum er glæsilegur - skýrist líklega af því að þetta er úthverfavæddasta kjördæmi landsins. Það var annars merkilegt að sjá niðurbrot á Gallupkönnun þar sem var fjallað um tekjur kjósenda. Staðfestir kannski bara það sem maður vissi - hátekjufólk kýs Sjálfstæðisflokkinn, hinir tekjulægri miklu síður. Stjórnmálin á Íslandi snúast líka um stéttir. Endurnýjunin í þingflokki sjálfstæðismanna er mikil og góð. Geir stóð sig fjarska vel í kosningabaráttunni - það er erfitt annað en að vera hlýtt til mannsins. Þegar Björn Bjarnason hverfur á braut verður ekki margt eftir sem minnir á gamla tímann í flokknum. --- --- --- Samfylkingin tapaði. Hélt hún hefði sigrað fyrst um kvöldið en svo seig á ógæfuhliðina um nóttina. Tapið er þó ekki meira en svo að Ingibjörg Sólrún þarf ekki að hugsa um að víkja úr formannsstóli. Ef fylgið hefði verið jafn lágt og í skoðanakönnunum fyrir nokkrum vikum hefði hún varla getað setið lengur. Þannig að vissu leyti vinnur hún varnarsigur. Hún fær tíma til að ná betri tökum á flokknum Þingflokkur Samfylkingarinnar virkar ekkert sérlega ferskur eftir kosningarnar. Helst að manni finnist sniðugt að Ellert Schram detti aftur inn á þing. --- --- --- Vinstri grænir unnu en töpuðu miðað við skoðanakannanir. Þess vegna voru þeir frekar súrir á kosninganóttina - gátu ekki notið sigursins. Þeir hafa ábyggilega verið hugsi yfir lélegri kosningabaráttu. Það eru líka viss vonbrigði fyrir kjósendur flokksins - en kannski ekki endilega fyrir flokksforystuna - að lítið nýjabrum er af viðbótinni við þingflokkinn. Álfheiður Ingadóttir og Árni Þór Sigurðsson eru alþýðubandalagsfólk út í gegn, gamlir félagar Steingríms úr svavarsarminum - í tilviki þeirra þarf varla að fara í grafgötur um hvað G-ið í nafni flokksins þýðir. Það eru vonbrigði að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir náði ekki á þing. Af hverju var hún ekki sett í betra sæti? --- --- --- Það er að bera í bakkafullan lækinn að tala um ófarir Framsóknarflokksins. Það er hrikalegt fyrir flokkinn að þurrkast beinlínis út í Reykjavík. Sókn flokksins inn á mölina hefur mistekist. Stefna Halldórs Ásgrímssonar beðið skipbrot. Allir nema einn þingmaður flokksins koma úr landsbyggðarkjördæmum. Líklegt er að Jón Sigurðsson láti sig hverfa af formannsstóli áður en langt um líður. Sumir spá því að Björn Ingi Hrafnsson taki við. Það er samt óheppilegt fyrir Björn Inga ef það gerist of snemma. Kannski mætir hann líka mótstöðu frá framsóknarmönnum úti á landi. Sjálfur verð ég að segja að mér finnst að sumu leyti leitt að Jón Sigurðsson komst ekki á þing. Mér hefur virst hann vera hinn mætasti maður og hann fór vaxandi í kosningabaráttunni. En staða hans var ekki öfundsverð. Hann var að súpa seyðið af mistökum annarra. Kannski hefði hann bara átt að sitja áfram í Seðlabankanum, en maður getur ekki annað en dáðst að honum fyrir áræðnina. --- --- --- Úrslitin hjá Frjálslynda flokknum eru að sumu leyti brandari. Flokkurinn fær nánast upp á prósentubrot sama fylgi og síðast. Það er býsna gott eftir klofninginn í vetur. Formaðurinn Guðjón Arnar situr áfram á þingi, en fyrir gráglettni fáránlegs kjördæmakerfis er skipt um hina þingmennina. Jón Magnússon dettur inn á þing og á ábyggilega eftir að setja sinn svip á þingstörfin. Ég játa að ég hef gaman að Jóni. Kristinn H. Gunnarsson reynist vera ótrúlegur sjónhverfingamaður í pólitíkinni - honum var ekki hugað framhaldslíf á þingi en sest nú þangað inn fyrir sinn þriðja stjórnmálaflokk. Kristinn er líka skemmtilegur þingmaður. --- --- --- Ég segi það sama um Ómar Ragnarsson og Jón Sigurðsson. Það er leitt að hann komst ekki á þing. Eiginlega fáránlegt að nýta ekki krafta afburðamanns eins og Ómars þegar hann býður sig fram í kosningum. En framboð Íslandshreyfingarinnar var fætt undir óheillastjörnu og mistök hjá Ómari að binda trúss sitt við klofningsbrot úr Frjálslynda flokknum sem enginn sá að stæði fyrir neitt sérstakt í pólitík. Það er vont - manni þykir nefnilega vænt um Ómar. --- --- --- Og þá að öðru. Össur Skarphéðinsson upplýsti í Silfri Egils í dag að eftir kosningarnar 2003 hefði hann ekki hringt í Halldór Ásgrímsson og boðið honum forsætisráðuneytið. Samt er þetta símtal orðið að viðteknum sannindum í íslenskri pólitík. Össur sagði að hann hefði hringt í Jón Kristjánsson og beðið hann fyrir boð til Halldórs. Halldór hefði hins vegar ekki haft samband. Þetta er forvitnilegt - ekki síst í ljósi þess að Halldór fékk Davíð Oddsson til að gera sig að forsætisráðherra.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun