Vinnuálag foreldra orsök eyrnavandamála Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 8. maí 2007 12:10 Barni gefið lyf í æð. MYND/Getty Að meðaltali eru tvö til fimm börn lögð inn á spítala í hverjum mánuði til að fá sýklalyf í æð, þar sem venjuleg sýklalyf virka ekki lengur á þau. Doktor í læknisfræði segir mikla notkun hjá börnum aðallega tilkomna vegna miðeyrnabólgu, en við henni er sýklalyfjameðferð óþörf. Hins vegar geti sýklalyfjanotkunin skapað endurtekin eyrnavandamál. Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir og doktor í læknisfræði telur að skýringa mikilla sýklalyfjanotkunar barna megi leita í miklu vinnuálagi foreldra. Flest börn fá sýklalyfjameðferð á skyndivöktum. Bráðaþjónusta er að færast frá degi til kvöld- og næturvakta. Breytingin er um 10-15 prósent milli ára. Hann spyr hvort slæm eyrnaheilsa hér á landi sé ásakapað vandamál. Sýklalyfjanotkunin geti aukið hættu á endurteknum eyrnavandamálum. Auk þess smitast sýklaónæmar bakteríur í nefi auðveldlega milli barna í leikskólum. Frítökuréttur foreldra frá vinnu vegna veikinda barna þurfi að vera betur tryggður svo börn geti verið heima á meðan þau eru veik. Smithætta yrði þá minni sem og þrýstingur á ávísun sýklalyfja. Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál og er talin ein mesta heilbrigðisógnun framtíðar af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni. Aukningin hérlendis hefur vakið heimsathygli að sögn Vilhjálms. Hann segir þróunina hafa átt sér stað á síðastliðnum tíu árum. Hún sé fyrirboði um mun alvarlegra vandamál. Síðastliðin tvö ár hafi sýklalyfjanotkun aukist um 16 prósent. Átak á Egilsstöðum hefur skilað sér í fækkun á notkun sýklalyfja um tvo þriðju. Á tímabilinu hefur eyrnabörnum sömuleiðis fækkað um þriðjung. Vilhjálmur segir að á landsvísu þurfi nú langfæst börn á Egilsstöðum rör í eyru. Í Vestmannaeyjum sé þróunin hins vegar öfug. Þar þurfi annað hvert barn rör. Átak gegn sýklalyfjanotkun í þessum tilfellum er nýlokið. Málið var kynnt á vornámskeiði greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Þar má nálgast frekara efni um málið. Innlent Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Að meðaltali eru tvö til fimm börn lögð inn á spítala í hverjum mánuði til að fá sýklalyf í æð, þar sem venjuleg sýklalyf virka ekki lengur á þau. Doktor í læknisfræði segir mikla notkun hjá börnum aðallega tilkomna vegna miðeyrnabólgu, en við henni er sýklalyfjameðferð óþörf. Hins vegar geti sýklalyfjanotkunin skapað endurtekin eyrnavandamál. Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir og doktor í læknisfræði telur að skýringa mikilla sýklalyfjanotkunar barna megi leita í miklu vinnuálagi foreldra. Flest börn fá sýklalyfjameðferð á skyndivöktum. Bráðaþjónusta er að færast frá degi til kvöld- og næturvakta. Breytingin er um 10-15 prósent milli ára. Hann spyr hvort slæm eyrnaheilsa hér á landi sé ásakapað vandamál. Sýklalyfjanotkunin geti aukið hættu á endurteknum eyrnavandamálum. Auk þess smitast sýklaónæmar bakteríur í nefi auðveldlega milli barna í leikskólum. Frítökuréttur foreldra frá vinnu vegna veikinda barna þurfi að vera betur tryggður svo börn geti verið heima á meðan þau eru veik. Smithætta yrði þá minni sem og þrýstingur á ávísun sýklalyfja. Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál og er talin ein mesta heilbrigðisógnun framtíðar af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni. Aukningin hérlendis hefur vakið heimsathygli að sögn Vilhjálms. Hann segir þróunina hafa átt sér stað á síðastliðnum tíu árum. Hún sé fyrirboði um mun alvarlegra vandamál. Síðastliðin tvö ár hafi sýklalyfjanotkun aukist um 16 prósent. Átak á Egilsstöðum hefur skilað sér í fækkun á notkun sýklalyfja um tvo þriðju. Á tímabilinu hefur eyrnabörnum sömuleiðis fækkað um þriðjung. Vilhjálmur segir að á landsvísu þurfi nú langfæst börn á Egilsstöðum rör í eyru. Í Vestmannaeyjum sé þróunin hins vegar öfug. Þar þurfi annað hvert barn rör. Átak gegn sýklalyfjanotkun í þessum tilfellum er nýlokið. Málið var kynnt á vornámskeiði greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Þar má nálgast frekara efni um málið.
Innlent Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira