Þriggja ára fangelsi fyrir að stinga fyrrverandi unnustu 26. apríl 2007 16:22 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag Hans Alfreð Kristjánsson í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás með því að stinga fyrrverandi unnustu sína í bakið. Þá var hann dæmdur til að greiða henni hálfa milljón króna í bætur. Ákæran á hendur Hans Alfreð var alls í sjö liðum en flestir þeirra snerust að atviki í húsi á Húsavík í nóvember í fyrra. Var hann ákærður fyrir að hafa veist að fyrrverandi unnustu sinni og stungið hana með hnífi með þeim afleiðingum að hún hlaut tveggja sentímetra langt stungusár aftan á brjóstkassa vinstra megin neðan við vinstra herðablað. Þá var honum gefið að sök að hafa veist að manni í húsinu og stungið hann eftir að eldur kom upp í húsinu. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa kastað logandi efni; púða, handklæði eða dúk, í konuna með þeim afleiðingum að hún hlaut fyrsta til þriðja stigs stigs bruna á báðum öxlum, á hálsi, enni, hnakka, herðum og hægri upphandlegg, samanlagt á um 5 til 7 prósentum af yfirborði líkamans. Í fjórða lagi var honum gefið að sök að hafa látið fyrir farast að kalla eftir aðstoð eða reyna að koma fyrrverandi unnustu sinni út úr brennandi húsinu en lögreglumenn björguðu henni meðvitundarlausri út þegar þeir komu á vettvang. Að síðustu var hann ákærður fyrir að hafa ógnað lögreglu með hnífi þegar hún kom á vettvang. Dómurinn taldi hins vegar aðeins sannað að Hans Alfreð hefð stungið unnustu sína en sýknaði hann af öðrum ákæruliðum tengdum atvikinu. Hans var auk þess ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi unnustu sína á heimili þeirra í júní í fyrra og hellt yfir hana bensíni og reynt að kveikja í henni en hætt við þegar honum varð ljóst að hann hafði ekki nothæf eldfæri. Þótti dómnum varhugavert út frá framburði hans og vitna að telja sannað að Hans hafi ætlað að ráða unnustu sína af dögum. Var hann því sýknaður af þeim ákæulið. Dómurinn segir atlögu Hans Alfreðs að fyrrverandi unnustu sinni með hnífnum stórhættulega og lán að ekki skyldi hljótast alvarlegri áverkar af. Á hinn bóginn lítur dómurinn til þess Hans hefur ekki áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Var hann því dæmdur í þriggja ára fangelsi en til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald ákærða frá 6. nóvember 2006. Auk skaðabóta upp á hálfa milljón var Hans Alfreð dæmdur til að greiða nærri tvær milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag Hans Alfreð Kristjánsson í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás með því að stinga fyrrverandi unnustu sína í bakið. Þá var hann dæmdur til að greiða henni hálfa milljón króna í bætur. Ákæran á hendur Hans Alfreð var alls í sjö liðum en flestir þeirra snerust að atviki í húsi á Húsavík í nóvember í fyrra. Var hann ákærður fyrir að hafa veist að fyrrverandi unnustu sinni og stungið hana með hnífi með þeim afleiðingum að hún hlaut tveggja sentímetra langt stungusár aftan á brjóstkassa vinstra megin neðan við vinstra herðablað. Þá var honum gefið að sök að hafa veist að manni í húsinu og stungið hann eftir að eldur kom upp í húsinu. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa kastað logandi efni; púða, handklæði eða dúk, í konuna með þeim afleiðingum að hún hlaut fyrsta til þriðja stigs stigs bruna á báðum öxlum, á hálsi, enni, hnakka, herðum og hægri upphandlegg, samanlagt á um 5 til 7 prósentum af yfirborði líkamans. Í fjórða lagi var honum gefið að sök að hafa látið fyrir farast að kalla eftir aðstoð eða reyna að koma fyrrverandi unnustu sinni út úr brennandi húsinu en lögreglumenn björguðu henni meðvitundarlausri út þegar þeir komu á vettvang. Að síðustu var hann ákærður fyrir að hafa ógnað lögreglu með hnífi þegar hún kom á vettvang. Dómurinn taldi hins vegar aðeins sannað að Hans Alfreð hefð stungið unnustu sína en sýknaði hann af öðrum ákæruliðum tengdum atvikinu. Hans var auk þess ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi unnustu sína á heimili þeirra í júní í fyrra og hellt yfir hana bensíni og reynt að kveikja í henni en hætt við þegar honum varð ljóst að hann hafði ekki nothæf eldfæri. Þótti dómnum varhugavert út frá framburði hans og vitna að telja sannað að Hans hafi ætlað að ráða unnustu sína af dögum. Var hann því sýknaður af þeim ákæulið. Dómurinn segir atlögu Hans Alfreðs að fyrrverandi unnustu sinni með hnífnum stórhættulega og lán að ekki skyldi hljótast alvarlegri áverkar af. Á hinn bóginn lítur dómurinn til þess Hans hefur ekki áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Var hann því dæmdur í þriggja ára fangelsi en til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald ákærða frá 6. nóvember 2006. Auk skaðabóta upp á hálfa milljón var Hans Alfreð dæmdur til að greiða nærri tvær milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira