Á þriðja tug kólumbískra flóttamanna til landsins 22. apríl 2007 19:07 Á þriðja tug flóttamanna kemur hingað til lands í sumar frá Kólumbíu. Ákveðið var að taka á móti flóttamönnum þaðan vegna góðrar reynslu á móttöku þeirra hér á landi en svipaður fjöldi kom til Íslands frá Kólumbíu árið 2005. Flóttamannanefnd hefur ákveðið að taka á móti flóttamönnum frá Kólumbíu í annað sinn en fyrir tveimur árum komu 24 flóttamenn frá Kólumbíu til landsins. Meirihluti þeirra var konur og börn. stella Víðisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir móttöku flóttamannana árið 2005 hafa gengið mjög vel. Flóttamannahópurinn sem kemur frá Kólumbíu í sumar eru einnig konur og börn úr verkefninu Women at Risk og er staðsettur í Ekvador. Stríðsástandið í Kólumbíu hefur varað í fjölmörg ár og hafa milljónir kólumbíumanna flúið landið til annarra nærliggjandi ríkja. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna setti upp þrjá kosti fyrir íslensku flóttamannanefndina og taldi þörfina brýnasta hjá flóttamönnum í Kólumbíu, Téténíu og Írak. Flóttamannastofnunin lagði síst áherslu á að Ísland tæki á móti flóttamönnum frá Írak því mörg önnur lönd hefðu lýst yfir vilja til að taka að sér flóttamenn þaðan. Flóttamennirnir frá Téténíu þurfa mikla aðhlynningu eftir að hafa sætt pyndingum en móttaka á þeim krefst sértækra úrræða sem ekki hafa verið undirbúin hér á landi. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lagði hins vegar þunga áherslu á að Ísland tæki á móti flóttamönnum frá Kólumbíu þar sem búið væri að undibúa aðlögun kólumbískra flóttamanna áður. Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða sveitarfélag taki við kólumbísku flóttamönnunum en félagsmálaráðuneytið hefur beðið Reykjavíkurborg um að taka á móti þeim. Ákvörðun um það verður líklega tekin um miðja þessa viku og segir Stella mikinn velvilja hjá Reykjavíkurborg að taka við flóttamönnunum. Innlent Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Á þriðja tug flóttamanna kemur hingað til lands í sumar frá Kólumbíu. Ákveðið var að taka á móti flóttamönnum þaðan vegna góðrar reynslu á móttöku þeirra hér á landi en svipaður fjöldi kom til Íslands frá Kólumbíu árið 2005. Flóttamannanefnd hefur ákveðið að taka á móti flóttamönnum frá Kólumbíu í annað sinn en fyrir tveimur árum komu 24 flóttamenn frá Kólumbíu til landsins. Meirihluti þeirra var konur og börn. stella Víðisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir móttöku flóttamannana árið 2005 hafa gengið mjög vel. Flóttamannahópurinn sem kemur frá Kólumbíu í sumar eru einnig konur og börn úr verkefninu Women at Risk og er staðsettur í Ekvador. Stríðsástandið í Kólumbíu hefur varað í fjölmörg ár og hafa milljónir kólumbíumanna flúið landið til annarra nærliggjandi ríkja. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna setti upp þrjá kosti fyrir íslensku flóttamannanefndina og taldi þörfina brýnasta hjá flóttamönnum í Kólumbíu, Téténíu og Írak. Flóttamannastofnunin lagði síst áherslu á að Ísland tæki á móti flóttamönnum frá Írak því mörg önnur lönd hefðu lýst yfir vilja til að taka að sér flóttamenn þaðan. Flóttamennirnir frá Téténíu þurfa mikla aðhlynningu eftir að hafa sætt pyndingum en móttaka á þeim krefst sértækra úrræða sem ekki hafa verið undirbúin hér á landi. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lagði hins vegar þunga áherslu á að Ísland tæki á móti flóttamönnum frá Kólumbíu þar sem búið væri að undibúa aðlögun kólumbískra flóttamanna áður. Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða sveitarfélag taki við kólumbísku flóttamönnunum en félagsmálaráðuneytið hefur beðið Reykjavíkurborg um að taka á móti þeim. Ákvörðun um það verður líklega tekin um miðja þessa viku og segir Stella mikinn velvilja hjá Reykjavíkurborg að taka við flóttamönnunum.
Innlent Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira