Fordómar, lífið á miðjunni, friðlýsing Skerjafjarðar 10. mars 2007 19:49 Fordómar er orð sem er geysilega mikið ofnotað. Maður er ekki sammála túleysingjum, þá er maður fordómafullur. Maður gagnrýnir Ísrael, maður er fordómafullur. Maður er ekki sammála þeim sem vilja ritskoða skopmyndir, þá er maður fordómafullur gegn múslimum. Einu sinni man ég að var haldin ráðstefna í Háskólanum undir yfirskriftinni Fordómar gegn femínisma. Í orðanna hljóðann lá að allir sem eru ekki á bandi femínista séu fordómafullir. Þeir sem eru ekki sammála manni eru yfirleitt ekkert fordómafullir. Þeir hafa bara aðra skoðun. --- --- --- Ég tók nokkuð viðamikið stjórnmálafpróf á netinu um daginn og komst að því að ég er plúmp - nákvæmlega á miðjunni. Það var að vissu leyti áfall. Ég er semsagt alveg hættur að vera ungur og róttækur. En kannski er þetta bara ágætt. Mér leiðist ofstæki frekar mikið - og er held ég alveg ónæmur fyrir því í hvaða mynd sem það birtist. Síðustu dagana hef ég til dæmis fengið yfir mig gusur frá hópi mannna sem mér liggur við að kalla vantrúartalibana. Ég er sammála Mikael Torfasyni sem skrifar og segist hafa haldið að trúleysi fæli í sér umburðarlyndi - en svo hafi hann komist að öðru. En þá má ekki gleyma því að í rússnesku byltingunni leiddi trúleysið til þess að guðshús voru jöfnuð við jörðu og prestar voru fangelsaðir og drepnir. Illt er að æra óstöðugan. Það vitum við sem erum á miðjunni og viljum helst að öll dýrin í skóginum séu vinir. Maður er ekki fyrr búinn að setja fram hugsun sem er andstæð hinu ofsafengna trúleysi en trúleysingjarnir hópast á vefinn. Athugasemdakerfið fyllist á örfáum mínútum. Get a life - hugsar maður. Hafið þið ekkert betra að gera? Sum kommentin eru svo dónaleg að maður neyðist til að fjarlægja þau. Önnur innihalda þetta orð sem gefur mér grænar bólur - fordómar. Reyndar hefur mér lengst af verið heldur í nöp við þetta kommmentakerfi. Skil ekki alveg af hverju fólk úti í bæ, nafnlaust og í misjöfnu ástandi, á að fá að skilja eftir athugasemdir við það sem maður skrifar. En það er stefna hér á vefnum að hafa þetta opið og ég hef sætt mig við það. Um leið áskil ég mér fullkominn rétt til að eyða því sem mér finnst leiðinlegt. Alveg eins og vil ekki bjóða leiðinlegu eða dónalegu fólki heim til mín. --- --- --- Hvernig er hægt að friðlýsa Skerjafjörð? Um daginn var haldin mikil ráðstefna um þetta mál - að viðstöddum sjálfum forseta Íslands. Af hverju ekki bara Kollafjörð og Hvalfjörð líka? Skerjafjörður er inni í miðri borg. Brú yfir hann yrði mikið framfaraskref fyrir byggðina, myndi stytta ökuleiðir í höfuðborginni stórkostlega. Það hefur líka verið nefnt að mögulegt væri að flytja flugvöllinn út í Skerjafjörð eða yfir á Álftanes. Það eru mál sem á eftir að kanna betur. En að friðlýsa fjörðinn eins og hann sé eitthvert náttúruvætti - það er gjörsamlega út í hött. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Fordómar er orð sem er geysilega mikið ofnotað. Maður er ekki sammála túleysingjum, þá er maður fordómafullur. Maður gagnrýnir Ísrael, maður er fordómafullur. Maður er ekki sammála þeim sem vilja ritskoða skopmyndir, þá er maður fordómafullur gegn múslimum. Einu sinni man ég að var haldin ráðstefna í Háskólanum undir yfirskriftinni Fordómar gegn femínisma. Í orðanna hljóðann lá að allir sem eru ekki á bandi femínista séu fordómafullir. Þeir sem eru ekki sammála manni eru yfirleitt ekkert fordómafullir. Þeir hafa bara aðra skoðun. --- --- --- Ég tók nokkuð viðamikið stjórnmálafpróf á netinu um daginn og komst að því að ég er plúmp - nákvæmlega á miðjunni. Það var að vissu leyti áfall. Ég er semsagt alveg hættur að vera ungur og róttækur. En kannski er þetta bara ágætt. Mér leiðist ofstæki frekar mikið - og er held ég alveg ónæmur fyrir því í hvaða mynd sem það birtist. Síðustu dagana hef ég til dæmis fengið yfir mig gusur frá hópi mannna sem mér liggur við að kalla vantrúartalibana. Ég er sammála Mikael Torfasyni sem skrifar og segist hafa haldið að trúleysi fæli í sér umburðarlyndi - en svo hafi hann komist að öðru. En þá má ekki gleyma því að í rússnesku byltingunni leiddi trúleysið til þess að guðshús voru jöfnuð við jörðu og prestar voru fangelsaðir og drepnir. Illt er að æra óstöðugan. Það vitum við sem erum á miðjunni og viljum helst að öll dýrin í skóginum séu vinir. Maður er ekki fyrr búinn að setja fram hugsun sem er andstæð hinu ofsafengna trúleysi en trúleysingjarnir hópast á vefinn. Athugasemdakerfið fyllist á örfáum mínútum. Get a life - hugsar maður. Hafið þið ekkert betra að gera? Sum kommentin eru svo dónaleg að maður neyðist til að fjarlægja þau. Önnur innihalda þetta orð sem gefur mér grænar bólur - fordómar. Reyndar hefur mér lengst af verið heldur í nöp við þetta kommmentakerfi. Skil ekki alveg af hverju fólk úti í bæ, nafnlaust og í misjöfnu ástandi, á að fá að skilja eftir athugasemdir við það sem maður skrifar. En það er stefna hér á vefnum að hafa þetta opið og ég hef sætt mig við það. Um leið áskil ég mér fullkominn rétt til að eyða því sem mér finnst leiðinlegt. Alveg eins og vil ekki bjóða leiðinlegu eða dónalegu fólki heim til mín. --- --- --- Hvernig er hægt að friðlýsa Skerjafjörð? Um daginn var haldin mikil ráðstefna um þetta mál - að viðstöddum sjálfum forseta Íslands. Af hverju ekki bara Kollafjörð og Hvalfjörð líka? Skerjafjörður er inni í miðri borg. Brú yfir hann yrði mikið framfaraskref fyrir byggðina, myndi stytta ökuleiðir í höfuðborginni stórkostlega. Það hefur líka verið nefnt að mögulegt væri að flytja flugvöllinn út í Skerjafjörð eða yfir á Álftanes. Það eru mál sem á eftir að kanna betur. En að friðlýsa fjörðinn eins og hann sé eitthvert náttúruvætti - það er gjörsamlega út í hött.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun