Uppörvandi fyrir hægri grænt framboð 4. mars 2007 18:30 Gallup-könnun, á fylgi við nýtt framboð umhverfisverndarsinna, sýnir að það hefur hljómgrunn meðal þjóðarinnar, segir Ómar Ragnarsson sem verður á lista flokksins í Reykjavík ásamt Margréti Sverrisdóttur og Jakobi Frímanni Magnússyni. Listinn býður fram í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í vor. Búið er að ákveða nafn á þetta nýja framboð umhverfisverndarsinna en hvað það er hafa menn ekki viljað upplýsa. Heimildir fréttastofu herma að Ómar Ragnarsson muni leiða listann í Reykjavík norður og Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, í Reykjavík suður. Margrét vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu í dag, en sagði það vissulega mjög rökrétt. Hún staðfesti þó að Jakob Frímann Magnússon yrði á lista flokksins. Gallup könnun hefur verið gerð á fylgi við framboðið en niðurstöður hennar hafa ekki verið kunngjörðar. "Það eina sem ég get sagt er að þetta eru uppörvandi tölur. Þetta sýnir að það er hljómgrunnur fyrir svona framboði," sagði Ómar Ragnarsson í Silfri Egils í dag. Aðspurður hvort fylkingin muni ekki taka fylgi frá Samfylkingunni segir Ómar: "Nei, niðurstaðan verður alltaf þessi og það sýna skoðanakannanirnar að við tökum fylgi frá nánast öllum flokkum." Ómar segir að umhverfismálin hafi læstst inni á vinstri kantinum. "Markmiðið er bara eitt fyrir þessar kosningar, þess vegna er ég að hugsa um að leggja þessu lið, það er að breikka grænu fylkinguna til hægri frá miðjunni." Framboðið verður að öllum líkindum kynnt formlega eftir um tíu daga. Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, segir nýtt hægri grænt framboð ekki vondar fréttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn og óttast ekki að það taki fylgi frá sínum flokki. Umhverfismál eigi að vera þverpólitísk. "Þetta bara fer allt eftir stefnumálunum. Kjósendur eru skynsamir. Þeir skoða stefnu flokkanna, hvaða fólk er í framboði og fyrir hvað þessir flokkar standa og taka afstöðu út frá því." Fréttir Innlent Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira
Gallup-könnun, á fylgi við nýtt framboð umhverfisverndarsinna, sýnir að það hefur hljómgrunn meðal þjóðarinnar, segir Ómar Ragnarsson sem verður á lista flokksins í Reykjavík ásamt Margréti Sverrisdóttur og Jakobi Frímanni Magnússyni. Listinn býður fram í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í vor. Búið er að ákveða nafn á þetta nýja framboð umhverfisverndarsinna en hvað það er hafa menn ekki viljað upplýsa. Heimildir fréttastofu herma að Ómar Ragnarsson muni leiða listann í Reykjavík norður og Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, í Reykjavík suður. Margrét vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu í dag, en sagði það vissulega mjög rökrétt. Hún staðfesti þó að Jakob Frímann Magnússon yrði á lista flokksins. Gallup könnun hefur verið gerð á fylgi við framboðið en niðurstöður hennar hafa ekki verið kunngjörðar. "Það eina sem ég get sagt er að þetta eru uppörvandi tölur. Þetta sýnir að það er hljómgrunnur fyrir svona framboði," sagði Ómar Ragnarsson í Silfri Egils í dag. Aðspurður hvort fylkingin muni ekki taka fylgi frá Samfylkingunni segir Ómar: "Nei, niðurstaðan verður alltaf þessi og það sýna skoðanakannanirnar að við tökum fylgi frá nánast öllum flokkum." Ómar segir að umhverfismálin hafi læstst inni á vinstri kantinum. "Markmiðið er bara eitt fyrir þessar kosningar, þess vegna er ég að hugsa um að leggja þessu lið, það er að breikka grænu fylkinguna til hægri frá miðjunni." Framboðið verður að öllum líkindum kynnt formlega eftir um tíu daga. Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, segir nýtt hægri grænt framboð ekki vondar fréttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn og óttast ekki að það taki fylgi frá sínum flokki. Umhverfismál eigi að vera þverpólitísk. "Þetta bara fer allt eftir stefnumálunum. Kjósendur eru skynsamir. Þeir skoða stefnu flokkanna, hvaða fólk er í framboði og fyrir hvað þessir flokkar standa og taka afstöðu út frá því."
Fréttir Innlent Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira