Steingrímur forsætisráðherra, Davíð í vitnastúkuna, stéttarvitund stjórnarmanna, bjórinn 1. mars 2007 18:53 Er hið ótrúlega í sjónmáli? Að Steingrímur J. Sigfússon verði forsætisráðherra eftir kosningarnar í vor? Þá verður nú ekki doði í pólitíkinni. Fylgisaukning VG í skoðanakönnunum virðist ætla að halda býsna lengi - nú síðast hjá Gallup. Samfylkingin er í tómu tjóni. Og það er greinilegt að margir eru farnir að fyllast áhyggjum. Lengi vel var látið með flokkinn hans Steingríms eins og hann væri bara skrítinn og skemmtilegur, svona eins og hressilegt ungmennafélag. Nú er farinn að stafa ógn af honum og þá eru viðbrögðin önnur. Kapítalistar eru uggandi um sinn hag. Sjálfstæðismenn eru loks farnir að taka á Steingrími með öðru en silkihönskum. Til eru Sjálfstæðismenn sem hérumbil aldrei setja orð á blað nema til að skrifa um Samfylkingunna. Ef til vill fer það að breytast? Altént bendir allt til að atlögurnar að Steingrími verði harðari fram að kosningum, eins og mátti til dæmis heyra í þinginu í morgun þegar rætt var um afstöðu hans til virkjana í Þjórsá. Máski verður Samfylkingin í nokkru skjóli á meðan og er því kannski fegin? --- --- --- Það er algjört möst að láta Davíð bera vitni í Baugsmálinu. Þó ekki sé nema vegna skemmtanagildisins. Þyrfti eiginlega að sýna það beint í sjónvarpinu. Fyrir utan hvað maður vonar að atburðir Bolludagsmálsins, þessarar hliðargreinar Baugsmálsins, skýrist ef hann er settur undir eið fyrir dómstóli. Annars fær maður kannski aldrei að vita sannleikann í málinu. Davíð sagði einhvern tíma að hann ætlaði ekki að skrifa ævisögu sína. Er Davíð ekki barasta lykilvitnið? Jafnvel þó hann tengist ekki beinlínis neinu af ákæruatriðunum. En málið er hvort sem er orðið svo ruglingslegt að það meikar ekki diff. --- --- --- Tvöföldun eða þreföldum launa stjórnarmanna og stjórnarformanna er eins og að æla framan í þjóðina. Kemur samt ekki á óvart. Þarna er ákveðinn hópur manna sem á stéttarhagsmuna að gæta. Laun þeirra eru hækkuð, á móti hækka þeir laun hjá stéttarbræðrum sínum þegar þeir hafa færi til. Fyrir utan allra kaupréttarsamningana. Þannig sjá menn um sína og allir eru hæstánægðir. Nema kannski tuðandi almúginn. Svo halda menn því fram að misskiptingin í þjóðfélaginu sé ekki að aukast. Ha! --- --- --- Það er bjórdagurinn í dag. Ungir Sjálfstæðismenn eru af því tilefni að rifja upp ummæli ýmissa andstæðinga bjórsins. Uppáhaldsummælin mín eru komin frá áðurnefndum Steingrími - bera keim af einhvers konar blöndu af marxisma og ungmennafélagshugsjón: "Ég hef til viðbótar pólitískar ástæður fyrir því að ég vil ekki standa að breytingum hvorki í áfengismálum né annars staðar sem gera fólkið óvirkara og sljórra gagnvart umhverfi sínu. Það tel ég að stóraukin neysla bjórs, jafnvel þó að eitthvað dragi úr neyslu annarra áfengistegunda, mundi gera." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun
Er hið ótrúlega í sjónmáli? Að Steingrímur J. Sigfússon verði forsætisráðherra eftir kosningarnar í vor? Þá verður nú ekki doði í pólitíkinni. Fylgisaukning VG í skoðanakönnunum virðist ætla að halda býsna lengi - nú síðast hjá Gallup. Samfylkingin er í tómu tjóni. Og það er greinilegt að margir eru farnir að fyllast áhyggjum. Lengi vel var látið með flokkinn hans Steingríms eins og hann væri bara skrítinn og skemmtilegur, svona eins og hressilegt ungmennafélag. Nú er farinn að stafa ógn af honum og þá eru viðbrögðin önnur. Kapítalistar eru uggandi um sinn hag. Sjálfstæðismenn eru loks farnir að taka á Steingrími með öðru en silkihönskum. Til eru Sjálfstæðismenn sem hérumbil aldrei setja orð á blað nema til að skrifa um Samfylkingunna. Ef til vill fer það að breytast? Altént bendir allt til að atlögurnar að Steingrími verði harðari fram að kosningum, eins og mátti til dæmis heyra í þinginu í morgun þegar rætt var um afstöðu hans til virkjana í Þjórsá. Máski verður Samfylkingin í nokkru skjóli á meðan og er því kannski fegin? --- --- --- Það er algjört möst að láta Davíð bera vitni í Baugsmálinu. Þó ekki sé nema vegna skemmtanagildisins. Þyrfti eiginlega að sýna það beint í sjónvarpinu. Fyrir utan hvað maður vonar að atburðir Bolludagsmálsins, þessarar hliðargreinar Baugsmálsins, skýrist ef hann er settur undir eið fyrir dómstóli. Annars fær maður kannski aldrei að vita sannleikann í málinu. Davíð sagði einhvern tíma að hann ætlaði ekki að skrifa ævisögu sína. Er Davíð ekki barasta lykilvitnið? Jafnvel þó hann tengist ekki beinlínis neinu af ákæruatriðunum. En málið er hvort sem er orðið svo ruglingslegt að það meikar ekki diff. --- --- --- Tvöföldun eða þreföldum launa stjórnarmanna og stjórnarformanna er eins og að æla framan í þjóðina. Kemur samt ekki á óvart. Þarna er ákveðinn hópur manna sem á stéttarhagsmuna að gæta. Laun þeirra eru hækkuð, á móti hækka þeir laun hjá stéttarbræðrum sínum þegar þeir hafa færi til. Fyrir utan allra kaupréttarsamningana. Þannig sjá menn um sína og allir eru hæstánægðir. Nema kannski tuðandi almúginn. Svo halda menn því fram að misskiptingin í þjóðfélaginu sé ekki að aukast. Ha! --- --- --- Það er bjórdagurinn í dag. Ungir Sjálfstæðismenn eru af því tilefni að rifja upp ummæli ýmissa andstæðinga bjórsins. Uppáhaldsummælin mín eru komin frá áðurnefndum Steingrími - bera keim af einhvers konar blöndu af marxisma og ungmennafélagshugsjón: "Ég hef til viðbótar pólitískar ástæður fyrir því að ég vil ekki standa að breytingum hvorki í áfengismálum né annars staðar sem gera fólkið óvirkara og sljórra gagnvart umhverfi sínu. Það tel ég að stóraukin neysla bjórs, jafnvel þó að eitthvað dragi úr neyslu annarra áfengistegunda, mundi gera."
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun