Eiki Hauks, pidgin-íslenska, Norður-Kórea norðursins, samgönguáætlun 19. febrúar 2007 18:44 Fyrir hartnær fimmtán árum var ég staddur í Osló. Þar var þá verið að halda í fyrsta sinn dag tónlistarinnar. Þetta var um hásumar, afskaplega fallegt veður, borgin og fjörðurinn skörtuðu sínu fegursta. Óvíða eru sumardagar fallegri en í Noregi og Svíþjóð. Á torginu fyrir framan Háskólann hafði verið komið upp flygli og þar lék frægur píanóleikari, Kjell Bækkelund, listir sínar - ábyggilega eitthvað þjóðlegt eftir Grieg. Á torginu fyrir framan Folkets Hus var hins vegar boðið upp á hljómsveit Rúnars Júliussonar. Ég rétt missti af henni. En það var ekki þetta sem mér fannst merkilegast. Í hliðargötu út frá Karli Jóhanni, framan við krá eina, var sérstæður mannsöfnuður. Þar voru að mér sýndist svona fimm þúsund menn sem allir litu út eins og Eiríkur Hauksson og Pétur heitinn Kristjánsson. Með tjásulegt sítt hár, í satínkápum eða leðri, sumir farnir að grána ögn. Og konur í pinnahælum og flegnum blússum, með aflitað hár. Þetta var norska þungarokksdeildin. Þarna sá ég að hún var giska fjölmenn. Þess vegna skil ég vel að Eiríkur skuli falla kramið í Noregi. Hann er meira að segja farinn að tala með norskum hreim. Þessi menningarkimi er svo miklu stærri þar en hér. Miðað við það sem ég sá þennan dag er Noregur nánast heimaland þungarokksins. Reyndar er kántrídeildin líka mjög stór í Noregi. Kántríunnendur hafa um árabil haldið mikið þing í norskum dal - gott ef ekki bara Guðbrandsdal. Hámark þessa mannfagnaðar er þegar norska kántrífólkið safnast saman og rænir járnbrautarlest. --- --- --- Á síðasta ári geisuðu mjög harðar deilur í Noregi vegna skilgreiningar á hvað sé að vera Norðmaður. Norska málnefndin gaf út að Norðmaður væri sá sem hefði norskan uppruna og norsku að móðurmáli. Þetta vakti upp miklar deilur - ekki síst vegna fólks frá Pakistan sem er mjög fjölmennt í Noregi. Margir vildu halda því fram að Norðmaður væri einfaldlega sá sem hefur norskan ríkisborgararétt. Ég treysti mér ekki til að dæma um þetta. Spyr bara - ef ég flytti til Pakistan og fengi pakistanskt vegabréf, væri ég þá orðinn Pakistani? Í framhaldi af þessu má spyrja hvað sé að vera Íslendingur? Toshiki Toma skrifaði grein í Moggann í gær þar sem hann fór fram á að innflytjendur fengju að tala öðruvísi íslensku en við hin - eins konar pidgin-íslensku. Mig minnir að Toma hafi helst verið á því að leggja niður íslenskuna fyrir nokkrum árum af því hún væri svo hamlandi fyrir nýbúa. --- --- --- Ég verð að viðurkenna að mér er hjartanlega sama þótt klámlýðurinn komi hingað. Þessi umræða er vægast sagt leiðinleg. Tvennt í henni er alveg út í hött: Í fyrra lagi þegar farið er að bendla þetta fólk við barnaklám. Ég veit ekki til þess að séu nokkrar sannanir fyrir því eða neitt sem bendi til þess. Nóg er samt þótt stjórnmálamenn séu ekki með svona tilhæfulausar ásakanir um alvarlega glæpi. Í seinna lagi þegar stungið er upp á að fólkinu verði einfaldlega ekki hleypt inn í landið. Það eru náttúrlega engar forsendur fyrir því nema sé vitað að það ætli að brjóta af sér eða ef það er með mjög stóra sakaskrá. Þarf að taka fram að í flestum löndum sem við berum okkur saman við er klám ekki ólöglegt. Þetta er spurning um lög og rétt, ekki "frjálshyggju" eins og ég les hér. Og þetta er ekki lagatæknilegt. Það er heldur ekki hægt að reka fólkið burt vegna þess að heima hjá sér geri það eitthvað sem brjóti gegn siðferði. Í plúralísku samfélagi verðum við að sætta okkur við að fullt af fólki er að gera hluti sem við okkur þykja slæmir, ósiðlegir og jafnvel ógeðslegir. Það er reyndar eitt enn í þessu. Hart klám kann að vera bannað á Íslandi, en því banni er varla framfylgt. Þeir sem hanga yfir klámsíðum á netinu eru ekki handteknir. Ekki er lokað fyrir aðgang Íslendinga að þeim. Tollgæslan leitar ekki að klámefni í farangri þeirra sem koma frá útlöndum. Einstaka sinnum hafa verið gerðar rassíur í vídeósjoppum sem selja eða leigja klámmyndir en það er afar sjaldgæft og mest til málamynda. Klámblöð má kaupa á bensínstöðvum. Á Digital Ísland er klámrás. Þannig er klám í raun umborið á Íslandi. Yfirvöld vilja ekki eða treysta sér ekki til að aðhafast gegn því. Að öðru leyti ætla ég ekki að blanda mér í þetta. Var sagt að einhverri vefsíðu hefði staðið að Ísland væri Norður-Kórea norðursins. Það er dálítið fyndið. Ég hef áður bent á pínulitla þversögn í þessu. Við fordæmum klám og vændi, en á sama tíma eru Íslendingar orðlagðir fyrir lausung í ástamálum. Niðri í Grikklandi þar sem ég hef dvalið yrðum við líklega talin ósiðsöm. Þar eru ennþá mömmur og ömmur, feður og bræður sem fylgjast með því að unga fólkið sé ekki í neinu rugli. Klámráðstefnan skilst mér að eigi að vera 8. mars. Manni hrýs hugur við því ef þetta á að vera aðalfréttin í fjölmiðlunum þangað til. Og ekki skil ég hvers vegna er verið að draga þetta mál inn í sali Alþingis. --- --- --- Ég hef verið að fjalla um samgönguáætlun og samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni. Velt fyrir mér hvort samgönguráðherra sem er að láta af störfum sé yfirleitt hæfur til að taka ákvarðanir um svona mál - stuttu fyrir kosningar? Hvort þetta sé eiginlega ekki bara bull? Anna Kristinsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, nálgast þetta frá lögfræðilegri hlið á bloggsíðu sinni: "Samningar ráðherra virðast þó ekki hafa skuldbindandi áhrif og hafa fallið dómar þess efnis að ráðherra geti ekki bundið fjárveitingar þótt undirritaður sé samningur um ákveðna þjónustu. Dæmi um slíkt er dómur sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27.október síðast liðinn þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu Öryrkjabandalags Íslands, vegna samkomulags bandalagsins við heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra árið 2003 um hækkun lífeyris. Í dómnum segir m.a. að bandalagið hafi vitað að ráðherra hefði ekki heimildir til að hækka bætur eða til að stofna nýjan bótaflokk og þess vegna sé ríkissjóður ekki bundinn af samkomulaginu (Héraðsdómur Reykjavíkur 26. okt. 2006) Á sama hátt geta yfirlýsingar ráðherra eða fréttir af þeim ekki orðið grundvöllur réttmætra væntinga um uppbyggingu. Þannig var viljayfirlýsing borgarstjóra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma sem gerð var vorið 2002 túlkuð sem marklaust plagg af þáverandi fjármálaráðherra. Hann taldi jafnframt að þar sem málið hefði ekki verið borið undir fjármála- eða forsætisráðherra, né ríkisstjórnina, hefði þessi viljayfirlýsing ekkert gildi. Það væri ekki verk eins fagráðherra að gera slíkt (Morgunblaðið, 18.05.2002). Svo mörg voru þau orð. Undir hvað ætli samgönguáætlun flokkist þá, annað en marklaust plagg?" --- --- --- Bendi svo á þessa bloggfærslu vinar míns Péturs Gunnarssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Fyrir hartnær fimmtán árum var ég staddur í Osló. Þar var þá verið að halda í fyrsta sinn dag tónlistarinnar. Þetta var um hásumar, afskaplega fallegt veður, borgin og fjörðurinn skörtuðu sínu fegursta. Óvíða eru sumardagar fallegri en í Noregi og Svíþjóð. Á torginu fyrir framan Háskólann hafði verið komið upp flygli og þar lék frægur píanóleikari, Kjell Bækkelund, listir sínar - ábyggilega eitthvað þjóðlegt eftir Grieg. Á torginu fyrir framan Folkets Hus var hins vegar boðið upp á hljómsveit Rúnars Júliussonar. Ég rétt missti af henni. En það var ekki þetta sem mér fannst merkilegast. Í hliðargötu út frá Karli Jóhanni, framan við krá eina, var sérstæður mannsöfnuður. Þar voru að mér sýndist svona fimm þúsund menn sem allir litu út eins og Eiríkur Hauksson og Pétur heitinn Kristjánsson. Með tjásulegt sítt hár, í satínkápum eða leðri, sumir farnir að grána ögn. Og konur í pinnahælum og flegnum blússum, með aflitað hár. Þetta var norska þungarokksdeildin. Þarna sá ég að hún var giska fjölmenn. Þess vegna skil ég vel að Eiríkur skuli falla kramið í Noregi. Hann er meira að segja farinn að tala með norskum hreim. Þessi menningarkimi er svo miklu stærri þar en hér. Miðað við það sem ég sá þennan dag er Noregur nánast heimaland þungarokksins. Reyndar er kántrídeildin líka mjög stór í Noregi. Kántríunnendur hafa um árabil haldið mikið þing í norskum dal - gott ef ekki bara Guðbrandsdal. Hámark þessa mannfagnaðar er þegar norska kántrífólkið safnast saman og rænir járnbrautarlest. --- --- --- Á síðasta ári geisuðu mjög harðar deilur í Noregi vegna skilgreiningar á hvað sé að vera Norðmaður. Norska málnefndin gaf út að Norðmaður væri sá sem hefði norskan uppruna og norsku að móðurmáli. Þetta vakti upp miklar deilur - ekki síst vegna fólks frá Pakistan sem er mjög fjölmennt í Noregi. Margir vildu halda því fram að Norðmaður væri einfaldlega sá sem hefur norskan ríkisborgararétt. Ég treysti mér ekki til að dæma um þetta. Spyr bara - ef ég flytti til Pakistan og fengi pakistanskt vegabréf, væri ég þá orðinn Pakistani? Í framhaldi af þessu má spyrja hvað sé að vera Íslendingur? Toshiki Toma skrifaði grein í Moggann í gær þar sem hann fór fram á að innflytjendur fengju að tala öðruvísi íslensku en við hin - eins konar pidgin-íslensku. Mig minnir að Toma hafi helst verið á því að leggja niður íslenskuna fyrir nokkrum árum af því hún væri svo hamlandi fyrir nýbúa. --- --- --- Ég verð að viðurkenna að mér er hjartanlega sama þótt klámlýðurinn komi hingað. Þessi umræða er vægast sagt leiðinleg. Tvennt í henni er alveg út í hött: Í fyrra lagi þegar farið er að bendla þetta fólk við barnaklám. Ég veit ekki til þess að séu nokkrar sannanir fyrir því eða neitt sem bendi til þess. Nóg er samt þótt stjórnmálamenn séu ekki með svona tilhæfulausar ásakanir um alvarlega glæpi. Í seinna lagi þegar stungið er upp á að fólkinu verði einfaldlega ekki hleypt inn í landið. Það eru náttúrlega engar forsendur fyrir því nema sé vitað að það ætli að brjóta af sér eða ef það er með mjög stóra sakaskrá. Þarf að taka fram að í flestum löndum sem við berum okkur saman við er klám ekki ólöglegt. Þetta er spurning um lög og rétt, ekki "frjálshyggju" eins og ég les hér. Og þetta er ekki lagatæknilegt. Það er heldur ekki hægt að reka fólkið burt vegna þess að heima hjá sér geri það eitthvað sem brjóti gegn siðferði. Í plúralísku samfélagi verðum við að sætta okkur við að fullt af fólki er að gera hluti sem við okkur þykja slæmir, ósiðlegir og jafnvel ógeðslegir. Það er reyndar eitt enn í þessu. Hart klám kann að vera bannað á Íslandi, en því banni er varla framfylgt. Þeir sem hanga yfir klámsíðum á netinu eru ekki handteknir. Ekki er lokað fyrir aðgang Íslendinga að þeim. Tollgæslan leitar ekki að klámefni í farangri þeirra sem koma frá útlöndum. Einstaka sinnum hafa verið gerðar rassíur í vídeósjoppum sem selja eða leigja klámmyndir en það er afar sjaldgæft og mest til málamynda. Klámblöð má kaupa á bensínstöðvum. Á Digital Ísland er klámrás. Þannig er klám í raun umborið á Íslandi. Yfirvöld vilja ekki eða treysta sér ekki til að aðhafast gegn því. Að öðru leyti ætla ég ekki að blanda mér í þetta. Var sagt að einhverri vefsíðu hefði staðið að Ísland væri Norður-Kórea norðursins. Það er dálítið fyndið. Ég hef áður bent á pínulitla þversögn í þessu. Við fordæmum klám og vændi, en á sama tíma eru Íslendingar orðlagðir fyrir lausung í ástamálum. Niðri í Grikklandi þar sem ég hef dvalið yrðum við líklega talin ósiðsöm. Þar eru ennþá mömmur og ömmur, feður og bræður sem fylgjast með því að unga fólkið sé ekki í neinu rugli. Klámráðstefnan skilst mér að eigi að vera 8. mars. Manni hrýs hugur við því ef þetta á að vera aðalfréttin í fjölmiðlunum þangað til. Og ekki skil ég hvers vegna er verið að draga þetta mál inn í sali Alþingis. --- --- --- Ég hef verið að fjalla um samgönguáætlun og samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni. Velt fyrir mér hvort samgönguráðherra sem er að láta af störfum sé yfirleitt hæfur til að taka ákvarðanir um svona mál - stuttu fyrir kosningar? Hvort þetta sé eiginlega ekki bara bull? Anna Kristinsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, nálgast þetta frá lögfræðilegri hlið á bloggsíðu sinni: "Samningar ráðherra virðast þó ekki hafa skuldbindandi áhrif og hafa fallið dómar þess efnis að ráðherra geti ekki bundið fjárveitingar þótt undirritaður sé samningur um ákveðna þjónustu. Dæmi um slíkt er dómur sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27.október síðast liðinn þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu Öryrkjabandalags Íslands, vegna samkomulags bandalagsins við heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra árið 2003 um hækkun lífeyris. Í dómnum segir m.a. að bandalagið hafi vitað að ráðherra hefði ekki heimildir til að hækka bætur eða til að stofna nýjan bótaflokk og þess vegna sé ríkissjóður ekki bundinn af samkomulaginu (Héraðsdómur Reykjavíkur 26. okt. 2006) Á sama hátt geta yfirlýsingar ráðherra eða fréttir af þeim ekki orðið grundvöllur réttmætra væntinga um uppbyggingu. Þannig var viljayfirlýsing borgarstjóra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma sem gerð var vorið 2002 túlkuð sem marklaust plagg af þáverandi fjármálaráðherra. Hann taldi jafnframt að þar sem málið hefði ekki verið borið undir fjármála- eða forsætisráðherra, né ríkisstjórnina, hefði þessi viljayfirlýsing ekkert gildi. Það væri ekki verk eins fagráðherra að gera slíkt (Morgunblaðið, 18.05.2002). Svo mörg voru þau orð. Undir hvað ætli samgönguáætlun flokkist þá, annað en marklaust plagg?" --- --- --- Bendi svo á þessa bloggfærslu vinar míns Péturs Gunnarssonar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun