Þögul mótmælastaða kennara 13. febrúar 2007 18:30 Svekktir og sárir kennarar efndu til þögullar mótmælastöðu á Lækjartorgi í dag. Kennarar hugleiða uppsögn samninga eftir nítján fundi með launanefnd sveitarfélaga sem engu hafa skilað, segir formaður Félags grunnskólakennara.Það voru kennarar Fellaskóla sem boðuðu til mótmælastöðunnar á Lækjartorgi í dag og fjöldi kennara úr öðrum skólum mætti líka. Valgerður Eiríksdóttir hefur kennt í um þrjátíu ár og segist ekki tilbúin að kyngja því að fá engar bætur fyrir verðlagsþróun síðustu ára. Hún segir samningana sem náðust eftir langt og strangt verkfall haustið 2004 lélega. "Þannig að fólk er ennþá reitt, svekkt og sárt. Svo kemur þetta núna, það á ekkert að tala við kennara. Við erum orðin ansi aftarlega þegar skoðaðar eru aðrar stéttir sem við erum að bera okkur saman við."Samkvæmt tölum frá Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna voru meðallaun grunnskólakennara um áramót tæpar 260.000 kr. en rösklega tuttugu og upp í fimmtíu þúsund krónum hærri hjá viðmiðunarstéttum þeirra. Kjarasamningur grunnskólakennara er í gildi fram að áramótum. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara segir ekkert verkfall í uppsiglingu. "Hins vegar er andinn í okkar fólki mjög þungur."Ólafur segir ekki skilning hjá launanefnd sveitarfélaga um hvernig eiga að bæta kennurum þá launaþróun sem orðið hefur. Endurskoðunarákvæði kjarasamningsins sé loðið og engin niðurstaða fengist þrátt fyrir eina nítján fundi. "Málið er í hnút fyrir sennilegast einum tíu dögum og hefur ekkert verið ákveðið neitt með fundi í viðbót. En á meðan að staðan er svona eins og hún er þá verður auðvitað að teljast frekar líklegt að menn hugleiði það alvarlega að segja samningnum upp ef endurskoðunarákvæðið heldur ekki." Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira
Svekktir og sárir kennarar efndu til þögullar mótmælastöðu á Lækjartorgi í dag. Kennarar hugleiða uppsögn samninga eftir nítján fundi með launanefnd sveitarfélaga sem engu hafa skilað, segir formaður Félags grunnskólakennara.Það voru kennarar Fellaskóla sem boðuðu til mótmælastöðunnar á Lækjartorgi í dag og fjöldi kennara úr öðrum skólum mætti líka. Valgerður Eiríksdóttir hefur kennt í um þrjátíu ár og segist ekki tilbúin að kyngja því að fá engar bætur fyrir verðlagsþróun síðustu ára. Hún segir samningana sem náðust eftir langt og strangt verkfall haustið 2004 lélega. "Þannig að fólk er ennþá reitt, svekkt og sárt. Svo kemur þetta núna, það á ekkert að tala við kennara. Við erum orðin ansi aftarlega þegar skoðaðar eru aðrar stéttir sem við erum að bera okkur saman við."Samkvæmt tölum frá Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna voru meðallaun grunnskólakennara um áramót tæpar 260.000 kr. en rösklega tuttugu og upp í fimmtíu þúsund krónum hærri hjá viðmiðunarstéttum þeirra. Kjarasamningur grunnskólakennara er í gildi fram að áramótum. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara segir ekkert verkfall í uppsiglingu. "Hins vegar er andinn í okkar fólki mjög þungur."Ólafur segir ekki skilning hjá launanefnd sveitarfélaga um hvernig eiga að bæta kennurum þá launaþróun sem orðið hefur. Endurskoðunarákvæði kjarasamningsins sé loðið og engin niðurstaða fengist þrátt fyrir eina nítján fundi. "Málið er í hnút fyrir sennilegast einum tíu dögum og hefur ekkert verið ákveðið neitt með fundi í viðbót. En á meðan að staðan er svona eins og hún er þá verður auðvitað að teljast frekar líklegt að menn hugleiði það alvarlega að segja samningnum upp ef endurskoðunarákvæðið heldur ekki."
Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira