Máli á hendur olíuforstjórum vísað frá héraðsdómi 9. febrúar 2007 16:09 Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur fyrrverandi og núverandi forstjórum stóru olíufélaganna þriggja vegna samráðs félaganna. Einar Benediktsson, núverandi forstjóri Olís, Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, og Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Esso, voru ákærðir fyrir brot á samkeppnislögum. Ákæran er í tuttugu og sjö liðum og laut meðal annars að samráði við gerð tilboða, markaðsskiptingu og samráði um ákvörðun verðs á söluvörum, afsláttar, álagningar og viðskiptakjara. Fram kemur í dómi héraðsdóms að fallist sé á það með ákærðu að verknaðarlýsing ákæru sé í heild svo óljós að ekki sé unnt að verjast henni á fullnægjandi hátt. Annmarkar séu þess eðlis að ófært sé að fella efnisdóm á málið. Þá enn fremur vísað í tíundu grein samkeppnislaga og sagt að hún lýsi ekki ábyrgð á samkeppnisbrotum á hendur öðrum en fyrirtækjum en ekki einstökum starfsmönnum þeirra og að ólíkt því sem gildir um 12. grein laganna laganna sé óheimilt að refsa einstaklingum fyrir brot á 10. grein laganna. Enn fremur segir í dómnum að um hróplega mismunun sé að ræða þar sem forstjórarnir séu einir ákærðir í málinu en ekki aðrir starfsmenn olíufélaganna. Auk þess úrskurðaði héraðsdómur að ríkissjóði bæri að greiða verjendum þremenninganna samtals um 9,2 milljónir króna í málsvarnarkostnað. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu Vísis, að úrskurður héraðsdóms yrði kærður til Hæstaréttar. Hann benti á að þetta væri fyrsta sinn sem dómur tæki afstöðu til 10. greinar samkeppnislaga, um það hvort hún næði til einstaklinga. Vangaveltur hefðu verið um skýrleika greinarinnar en nú ætti Hæstiréttur eftir að taka afstöðu til sama máls. Úrskurðinn í heild má finna hér. Samráð olíufélaga Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur fyrrverandi og núverandi forstjórum stóru olíufélaganna þriggja vegna samráðs félaganna. Einar Benediktsson, núverandi forstjóri Olís, Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, og Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Esso, voru ákærðir fyrir brot á samkeppnislögum. Ákæran er í tuttugu og sjö liðum og laut meðal annars að samráði við gerð tilboða, markaðsskiptingu og samráði um ákvörðun verðs á söluvörum, afsláttar, álagningar og viðskiptakjara. Fram kemur í dómi héraðsdóms að fallist sé á það með ákærðu að verknaðarlýsing ákæru sé í heild svo óljós að ekki sé unnt að verjast henni á fullnægjandi hátt. Annmarkar séu þess eðlis að ófært sé að fella efnisdóm á málið. Þá enn fremur vísað í tíundu grein samkeppnislaga og sagt að hún lýsi ekki ábyrgð á samkeppnisbrotum á hendur öðrum en fyrirtækjum en ekki einstökum starfsmönnum þeirra og að ólíkt því sem gildir um 12. grein laganna laganna sé óheimilt að refsa einstaklingum fyrir brot á 10. grein laganna. Enn fremur segir í dómnum að um hróplega mismunun sé að ræða þar sem forstjórarnir séu einir ákærðir í málinu en ekki aðrir starfsmenn olíufélaganna. Auk þess úrskurðaði héraðsdómur að ríkissjóði bæri að greiða verjendum þremenninganna samtals um 9,2 milljónir króna í málsvarnarkostnað. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu Vísis, að úrskurður héraðsdóms yrði kærður til Hæstaréttar. Hann benti á að þetta væri fyrsta sinn sem dómur tæki afstöðu til 10. greinar samkeppnislaga, um það hvort hún næði til einstaklinga. Vangaveltur hefðu verið um skýrleika greinarinnar en nú ætti Hæstiréttur eftir að taka afstöðu til sama máls. Úrskurðinn í heild má finna hér.
Samráð olíufélaga Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira