ÞSSÍ í samstarf við stjórnvöld í Níkaragúa 7. febrúar 2007 20:45 Daníel Ortega, forseti Níkaragúa. MYND/AP Viðræður við stjórnvöld í Níkaragúa um þróunarsamvinnu á sviði orkumála eru að hefjast í höfuðborginni Managua. Að sögn Gísla Pálssonar umdæmisstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hefur ný stjórn Sandínista áhuga á því að hraða þróun og framkvæmdum á sviði jarðhitamála og fá íslensk fyrirtæki til samstarfs. "Það er ekki hlutverk Þróunarsamvinnustofnunar að vinna að verkefnum á viðskiptalegum forsendum en við munum að sjálfsögðu koma slíkum erindum á framfæri við rétta aðila heima á Íslandi," segir Gísli. Á síðasta ári var í samstarfi við fulltrúa þáverandi stjórnvalda unnin lýsing á jarðhitaverkefni. Vegna óvissunnar sem ríkti í stjórnmálum í Níkaragúa síðari hluta ársins var ákveðið að bíða úrslita þingkosninga í landinu en Sandínistar komust sem kunnugt er til valda í nóvember síðastliðnum. "Það er mikill jarðhiti í Níkaragúa en hann er að mestu ónýttur," segir Gísli Pálsson umdæmisstjóri ÞSSÍ í Managua. "Með viðræðunum við stjórnvöld viljum við meðal annars fá fram hvaða áherslur í málaflokknum hafi breyst við stjórnarskiptin og hvernig við getum komið til móts við nýjar óskir. Í framhaldi af viðræðunum væntum við þess að geta lokið þarfagreiningu á jarðhitaverkefninu en það lýtur fyrst og fremst að því að byggja upp sérfræðiþekkingu á þessu sviði hér innanlands." Þrír fulltrúar Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR, taka þátt í viðræðunum ásamt fulltrúum ÞSSÍ. Gísli segir nýju Sandínistastjórnina hafa látið í ljós áhuga á því að flýta þróun þessara mála og sérstaklega sé þeim kappsmál að koma á samstarfi við íslensk fyrirætæki í jarðhitamálum fyrir milligöngu Þróunarsamvinnustofnunar. "Fyrir liggur að íslensk fyrirtæki hafa áhuga og vilja skoða samvinnu á þessu sviði," segir hann. "Hér í Níkaragúa er mikill áhuga á orkumálum sem sést best á því að stjórnvöld hafa stofnað sérstakt orkumálaráðuneyti. Og það fer ekkert milli mála að stjórnvöld líta sérstaklega til Íslands sem lands sem hefur mikið að fram að færa í þessum efnum," segir Gísli og bætir við að orkumálaráðherra Níkaragúa, Emilio Rappaccioli, hafi þekkst boð um að koma til Íslands til að kynna sér jarðhita- og orkumál. Þróunarsamvinna við Níkaragúa, fátækasta ríki Mið-Ameríku, var tekin upp fyrir tveimur árum og þá sérstaklega til þess horft að geta miðlað íslenskri sérfræðiþekkingu á sviði jarðhitamála. Sérstakur starfsmaður, heimamaður, var á dögunum ráðinn á skrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar í Managua til að stýra jarðhitaverkefnum landanna. Þess má að lokum geta að þrír nemendur frá Níkaragúa fara til náms í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á þessu ári á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Sjá meira
Viðræður við stjórnvöld í Níkaragúa um þróunarsamvinnu á sviði orkumála eru að hefjast í höfuðborginni Managua. Að sögn Gísla Pálssonar umdæmisstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hefur ný stjórn Sandínista áhuga á því að hraða þróun og framkvæmdum á sviði jarðhitamála og fá íslensk fyrirtæki til samstarfs. "Það er ekki hlutverk Þróunarsamvinnustofnunar að vinna að verkefnum á viðskiptalegum forsendum en við munum að sjálfsögðu koma slíkum erindum á framfæri við rétta aðila heima á Íslandi," segir Gísli. Á síðasta ári var í samstarfi við fulltrúa þáverandi stjórnvalda unnin lýsing á jarðhitaverkefni. Vegna óvissunnar sem ríkti í stjórnmálum í Níkaragúa síðari hluta ársins var ákveðið að bíða úrslita þingkosninga í landinu en Sandínistar komust sem kunnugt er til valda í nóvember síðastliðnum. "Það er mikill jarðhiti í Níkaragúa en hann er að mestu ónýttur," segir Gísli Pálsson umdæmisstjóri ÞSSÍ í Managua. "Með viðræðunum við stjórnvöld viljum við meðal annars fá fram hvaða áherslur í málaflokknum hafi breyst við stjórnarskiptin og hvernig við getum komið til móts við nýjar óskir. Í framhaldi af viðræðunum væntum við þess að geta lokið þarfagreiningu á jarðhitaverkefninu en það lýtur fyrst og fremst að því að byggja upp sérfræðiþekkingu á þessu sviði hér innanlands." Þrír fulltrúar Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR, taka þátt í viðræðunum ásamt fulltrúum ÞSSÍ. Gísli segir nýju Sandínistastjórnina hafa látið í ljós áhuga á því að flýta þróun þessara mála og sérstaklega sé þeim kappsmál að koma á samstarfi við íslensk fyrirætæki í jarðhitamálum fyrir milligöngu Þróunarsamvinnustofnunar. "Fyrir liggur að íslensk fyrirtæki hafa áhuga og vilja skoða samvinnu á þessu sviði," segir hann. "Hér í Níkaragúa er mikill áhuga á orkumálum sem sést best á því að stjórnvöld hafa stofnað sérstakt orkumálaráðuneyti. Og það fer ekkert milli mála að stjórnvöld líta sérstaklega til Íslands sem lands sem hefur mikið að fram að færa í þessum efnum," segir Gísli og bætir við að orkumálaráðherra Níkaragúa, Emilio Rappaccioli, hafi þekkst boð um að koma til Íslands til að kynna sér jarðhita- og orkumál. Þróunarsamvinna við Níkaragúa, fátækasta ríki Mið-Ameríku, var tekin upp fyrir tveimur árum og þá sérstaklega til þess horft að geta miðlað íslenskri sérfræðiþekkingu á sviði jarðhitamála. Sérstakur starfsmaður, heimamaður, var á dögunum ráðinn á skrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar í Managua til að stýra jarðhitaverkefnum landanna. Þess má að lokum geta að þrír nemendur frá Níkaragúa fara til náms í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á þessu ári á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Sjá meira