Menning

Stúdentadansflokkurinn sýnir Sannar ástar-Sögur

Stúdentadansflokkurinn, sem saman stendur af dönsurum sem eiga það semeiginlegt að stunda háskólanám, sýnir nú dansleikhúsverkið Sannar ástar-Sögur. Verk þetta er frumraun flokksins.

Verkið Sannar ástar-Sögur fjallar um ástina í hinum ýmsu myndum og sjá áhorfendur sýninguna lifna við fyrir framan þá, í bókstaflegum skilningi.

Dansleikhúsverkið er sýnt í Tjarnarbíói, við Tjarnargötu í Reykjavík, og verða sýningar þann 9., 11. og 16. febrúar og hefjast klukkan 20:00.

Hægt er að nálgast miða á sýningarnar með því að senda tövlupóst á [email protected] eða hringja í síma 856 2446 eða 856 2488, á milli milli klukkan 12:00 og 16:00. Einnig er hægt að nálgast miða í miðasölu Tjarnarbíós, tveimur klukkustundum fyrir sýningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×