Baugsmenn sýknaðir 25. janúar 2007 19:14 Það urðu tímamót í Baugsmálinu í dag þegar Hæstiréttur sýknaði sakborningana í Baugsmálinu, þau Jón Ásgeir Jóhannesson - systur hans Kristínu og endurskoðendurna Stefán Hilmarsson og Önnu Þórðardóttur. Hinu upprunalega Baugsmáli er því í raun lokið en málið er búið að fara allt í tvo hringi í íslenska dómskerfinu, en málið hófst með húsleit í ágúst 2002. Ákæruliðirnir voru upphaflega 40 talsins. Öllum þessum ákærum var vísað frá héraðsdómi í fyrstu umferð - án efnismeðferðar. Þeim úrskurði var vísað til Hæstaréttar sem henti 32 liðum af 40 í ruslið en sendi átta ákæruliði til efnismeðferðar í héraðsdómi. Þar var sýknað í öllum liðum. Settur saksóknari ákvað að áfrýja 6 af þeim til Hæstaréttar og nú loks kemur sýknudómur í þessu hringferli - fullnaðarsýkna á öllum póstum. En málið er ekki búið. Saksóknari ákvað að endurákæra í 19 liðum af þeim sem Hæstiréttur sendi í ruslafötuna. Þar er Baugsmál númer 2. Málflutningur verður í því máli nú í næsta mánuði en veigamesta ákæruliðnum, þ.e. þeim sem snýr að meintum svikum Jóns Ásgeirs vegna millikaupa hans á 10-11 verslununum var vísað frá dómi í sumar. Niðurstaðan í dag kann að hafa áhrif á þann málarekstur sem eftir er að mati bæði Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs og Sigurðar Tómas Magnússonar, setts saksóknara í Baugsmálinu. En Baugsmál númer 2 verður ekki lokakaflinn í þessari löngu sögu því að til rannsóknar eru meint skattalagabrot Baugsmanna - sem ef til vill má kalla Baugsmál 3, en nýjasti snúningur þess máls er að Harlaldur Johannesen ríkislögreglustjóri var í fyrradag úrskurðaður vanhæfur til að koma að því vegna fyrri yfirlýsinga sem tengjast máli sömu aðila. Þegar málflutningur var í Hæstarétti í því máli sem lauk í dag líkti Sigurður Tómas, saksóknari, Jóni Ásgeir Jóhannesyni við fjósamann sem stæli mjólkinni úr kúnnum sem honum væri treyst fyrir. Í yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri í dag segir að Sigurður Tómas sé hinn eiginlegi fjósamaður. Orðrétt segir "hann situr í forinni sem þeir Haraldur Johannessen og Jón H B Snorrason skyldu eftir sig, þegar þeir hrökkluðust frá málinu." Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira
Það urðu tímamót í Baugsmálinu í dag þegar Hæstiréttur sýknaði sakborningana í Baugsmálinu, þau Jón Ásgeir Jóhannesson - systur hans Kristínu og endurskoðendurna Stefán Hilmarsson og Önnu Þórðardóttur. Hinu upprunalega Baugsmáli er því í raun lokið en málið er búið að fara allt í tvo hringi í íslenska dómskerfinu, en málið hófst með húsleit í ágúst 2002. Ákæruliðirnir voru upphaflega 40 talsins. Öllum þessum ákærum var vísað frá héraðsdómi í fyrstu umferð - án efnismeðferðar. Þeim úrskurði var vísað til Hæstaréttar sem henti 32 liðum af 40 í ruslið en sendi átta ákæruliði til efnismeðferðar í héraðsdómi. Þar var sýknað í öllum liðum. Settur saksóknari ákvað að áfrýja 6 af þeim til Hæstaréttar og nú loks kemur sýknudómur í þessu hringferli - fullnaðarsýkna á öllum póstum. En málið er ekki búið. Saksóknari ákvað að endurákæra í 19 liðum af þeim sem Hæstiréttur sendi í ruslafötuna. Þar er Baugsmál númer 2. Málflutningur verður í því máli nú í næsta mánuði en veigamesta ákæruliðnum, þ.e. þeim sem snýr að meintum svikum Jóns Ásgeirs vegna millikaupa hans á 10-11 verslununum var vísað frá dómi í sumar. Niðurstaðan í dag kann að hafa áhrif á þann málarekstur sem eftir er að mati bæði Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs og Sigurðar Tómas Magnússonar, setts saksóknara í Baugsmálinu. En Baugsmál númer 2 verður ekki lokakaflinn í þessari löngu sögu því að til rannsóknar eru meint skattalagabrot Baugsmanna - sem ef til vill má kalla Baugsmál 3, en nýjasti snúningur þess máls er að Harlaldur Johannesen ríkislögreglustjóri var í fyrradag úrskurðaður vanhæfur til að koma að því vegna fyrri yfirlýsinga sem tengjast máli sömu aðila. Þegar málflutningur var í Hæstarétti í því máli sem lauk í dag líkti Sigurður Tómas, saksóknari, Jóni Ásgeir Jóhannesyni við fjósamann sem stæli mjólkinni úr kúnnum sem honum væri treyst fyrir. Í yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri í dag segir að Sigurður Tómas sé hinn eiginlegi fjósamaður. Orðrétt segir "hann situr í forinni sem þeir Haraldur Johannessen og Jón H B Snorrason skyldu eftir sig, þegar þeir hrökkluðust frá málinu."
Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira