Mikil hækkun á fiskverði milli ára 24. janúar 2007 23:30 Verð á fersku fiskmeti hefur hækkað mikið frá því í janúar í fyrra, að því er fram kemur í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ, sem gerð var í verslunum á höfuðborgarsvæðinu í dag miðvikudaginn 24. janúar. Meðalverð flestra tegunda sem skoðaðar voru hefur hækkað um 10-20%, frá því í könnun verðlagseftirlitsins í janúar 2006, en dæmi eru um ríflega 30% verðhækkun milli ára. Kannað var verð á 29 tegundum fiskmetis í fiskbúðum og fiskborðum stórmarkaða og reyndist verslun Fiskisögu við Sundlaugaveg oftast með hæsta verðið, eða í 15 tilvikum. Lægsta verðið var oftast að finna í fiskborði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði, eða í 8 tilvikum. Mikil verðmunur var á milli verslana á öllum þeim tegundum sem skoðaðar voru. Munur á hæsta og lægsta verði var í flestum tilvikum yfir 40% og á mörgum tegundum reyndist mun meiri verðmunur. Mestur verðmunur í könnuninni var á útvötnuðum saltfiski sem var dýrastur kr. 1.590 í verslunum Fiskisögu en ódýrastur kr. 838 í Fjarðarkaupum sem er kr. 752 verðmunur eða 90%. Meðalverð á kílói af roðflettum beinlausum ýsuflökum sem eru vinsæl á borðum landsmanna kostaði kr. 1.023 fyrir ári en kostaði nú kr. 1.202 sem er 18 % hækkun á milli ára. Könnunin var gerð í eftirtöldum verslunum: Nóatúni Hringbraut 119, Melabúðinni Hagamel 39, Fiskisögu Nesvegi 100, Fiskbúðinni Freyjugötu 1, Fiskisögu Skipholti 70, Fiskisögu Sundlaugavegi 12, Fiskisögu Háaleitisbraut 58-60, Hagkaupum Skeifunni, Fiskbúðinni Hafberg Gnoðavogi 44, Fiskbúðinni Arnarbakka 4-6, Fiskisögu Höfðabakka, Fiskbúðinni Hófgerði 30, Fiskbúðinni Okkar Smiðjuvegi 8, Fiskbúðinni Lækjargötu 34b Hf, Fiskbúðinni Trönuhrauni 9 Hf, Samkaupum-Úrval Miðvangi 41 Hf, og Fjarðarkaupum Hólshrauni 1B Hf. Gallerý fiskur við Nethyl heimilaði ekki aðilum frá verðlagseftirlitinu að taka niður verð í verslun sinni. Ítarlegri upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðu ASÍ Fréttir Innlent Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira
Verð á fersku fiskmeti hefur hækkað mikið frá því í janúar í fyrra, að því er fram kemur í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ, sem gerð var í verslunum á höfuðborgarsvæðinu í dag miðvikudaginn 24. janúar. Meðalverð flestra tegunda sem skoðaðar voru hefur hækkað um 10-20%, frá því í könnun verðlagseftirlitsins í janúar 2006, en dæmi eru um ríflega 30% verðhækkun milli ára. Kannað var verð á 29 tegundum fiskmetis í fiskbúðum og fiskborðum stórmarkaða og reyndist verslun Fiskisögu við Sundlaugaveg oftast með hæsta verðið, eða í 15 tilvikum. Lægsta verðið var oftast að finna í fiskborði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði, eða í 8 tilvikum. Mikil verðmunur var á milli verslana á öllum þeim tegundum sem skoðaðar voru. Munur á hæsta og lægsta verði var í flestum tilvikum yfir 40% og á mörgum tegundum reyndist mun meiri verðmunur. Mestur verðmunur í könnuninni var á útvötnuðum saltfiski sem var dýrastur kr. 1.590 í verslunum Fiskisögu en ódýrastur kr. 838 í Fjarðarkaupum sem er kr. 752 verðmunur eða 90%. Meðalverð á kílói af roðflettum beinlausum ýsuflökum sem eru vinsæl á borðum landsmanna kostaði kr. 1.023 fyrir ári en kostaði nú kr. 1.202 sem er 18 % hækkun á milli ára. Könnunin var gerð í eftirtöldum verslunum: Nóatúni Hringbraut 119, Melabúðinni Hagamel 39, Fiskisögu Nesvegi 100, Fiskbúðinni Freyjugötu 1, Fiskisögu Skipholti 70, Fiskisögu Sundlaugavegi 12, Fiskisögu Háaleitisbraut 58-60, Hagkaupum Skeifunni, Fiskbúðinni Hafberg Gnoðavogi 44, Fiskbúðinni Arnarbakka 4-6, Fiskisögu Höfðabakka, Fiskbúðinni Hófgerði 30, Fiskbúðinni Okkar Smiðjuvegi 8, Fiskbúðinni Lækjargötu 34b Hf, Fiskbúðinni Trönuhrauni 9 Hf, Samkaupum-Úrval Miðvangi 41 Hf, og Fjarðarkaupum Hólshrauni 1B Hf. Gallerý fiskur við Nethyl heimilaði ekki aðilum frá verðlagseftirlitinu að taka niður verð í verslun sinni. Ítarlegri upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðu ASÍ
Fréttir Innlent Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira