Sport

Snjóflóðanámskeið

Snjóflóðanámskeið verður á miðvikudaginn.
Snjóflóðanámskeið verður á miðvikudaginn. MYND/Motormax

LÍV-Reykjavík og Motormax standa fyrir verklegu námskeiði í snjóflóðaleit nk. miðvikudagskvöld 24.jan í Bláfjöllum / Framskálanum. Farið verður yfir helstu atriði í noktkun snjóflóðaýla og snjóflóðastanga við leit í snjóflóði. Námskeiðið er öllum opið og er ókeypis. Munið að koma með snjóflóðaýlu, snjóflóðastöng og skóflu. Aukabúnaður verður til staðar á staðnum fyrir þá sem ekki eiga, en eru menn hvattir til að kaupa slíkan búnað.

Aðalkennari námskeiðsins er einn fróðasti snjóflóðasérfræðingur landsins, Leifur Örn Svavarsson frá snjóflóðadeild Veðurstofunnar og Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík.

Skráning er á [email protected] / Frekari upplýsingar í síma 840-0057 (Þór Kjartans) og 660-1704 (Freyr Aðalgeirs).

Mæting er kl. 20:00 stundvíslega á bílaplaninu hjá Framskálanum (ofan við snocrossbrautina). Ekki er nauðsynlegt að mæta með vélsleðann með sér. Verið vel klædd (útiæfing) og gott er að taka með sér vasaljós eða ennisljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×