Fylgi vinstri flokka, martröð í Magdeburg, vanmáttur stjórnarandstöðu 22. janúar 2007 11:58 Árna Þór Sigurðssyni borgarfulltrúa skjöplast nokkuð í grein á bloggsíðu sinni. Hann fagnar því að í skoðanakönnun Fréttablaðsins sé ríkisstjórnin fallin og þakkar þetta miklu fylgi Vinstri grænna. Nú er það samt svo að samanlagt fylgi Vinstri grænna og Samfylkingar í skoðanakönnuninni er lítið miðað við oft áður á kjörtímabilinu, um 40 prósent. Í þjóðarpúlsi Gallups hefur þetta verið á bilinu 43 og alveg upp í 47 prósent. Þetta geta varla talist góð tíðindi fyrir þá sem vilja mynda vinstri stjórn. En Vinstri grænir sækja óneitanlega á. Ég er ekki viss um að það sé rétt hjá Andrési Magnússyni sem furðar sig á því að jafnaðarmannaflokki skuli ekki ganga betur hjá þessari "hófstilltu þjóð" eins og hann kallar það. Við erum kannski bara að leita aftur í gamalt far. Á tuttugustu öldinni var Sósíalistaflokkurinn og síðar Alþýðubandalagið - flokkurinn sem var lengst til vinstri - næstum alltaf stærri en flokkur kratanna. Kannski verður þetta líka svona framvegis, að Vinstri grænir vaxi Samfylkingunni yfir höfuð? Krúttkynslóðin virðist til dæmis hafa tekið VG upp á sína arma og stór hluti femínistahreyfingarinnar - og hélt maður þó að í Samfylkingunni væri höfuðkirkja femínismans. --- --- --- Annars ætti maður kannski að varast að draga of miklar ályktanir af skoðanakönnun Fréttablaðsins. Svörunin er fjarskalega léleg, þetta eru undarlega miklar sveiflur. En auðvitað þarf Samfylkingin að stunda grimma sjálfsgagnrýni. Ein stærstu mistök hennar felast í prófkjörunum í haust. Niðurstaðan var einfaldlega sú að margir framboðslistarnir eru lélegir. Formaður flokksins hefði kannski þurft að hafa svigrúm til að bjóða þungaviktarmönnum örugg sæti á framboðslistum - flokkinn vantar til dæmis sárlega fólk sem er treyst í efnahagsmálunum. Það er líka áberandi að formaður flokksins er hvað eftir annað skilinn eftir úti á berangri í ýmsum málum. Flokkur sem ætlar að ná einhverjum árangri í kosningum eftir nokkra mánuði hlýtur að skilja þetta gengur ekki. Flokksmenn hljóta líka þurfa að verja formanninn fyrir gengdarlausu hatri sem sumra sjálfstæðismanna. Líklega er enginn stjórnmálamaður nú um stundir jafnmikið rægður og Ingibjörg Sólrún. Nema að Sólrún sé svo mikill sólóisti að hún kæri sig ekki um að gera þetta öðruvísi - eða kunni það ekki? --- --- --- Það er gaman að fylgjast álengdar með dramatíkinni í handboltanum og alveg ljóst að himinn og jörð eru að farast. Hér eru tvær fyrirsagnir úr Fréttablaðinu í morgun: "Martröð í Magdeburg" og "Við frömdum sjálfsmorð". --- --- --- Menn hafa verið að velta fyrir sér áhrifaleysi og vanmætti stjórnarandstöðunnar í tengslum við málþófið mikla á Alþingi. Þetta eru náttúrlega hlutir sem þyrfti að taka fyrir þegar rætt er um breytingar á stjórnarskrá - hversu framkvæmdavaldið er frekt til fjörsins á kostnað löggjafarsamkomunnar. Þess vegna er merkilegt að sjá lögfræðinginn, ráðherrann og ritstjórann Þorstein Pálsson - sem hefur setið í stjórnarskrárnefnd þeirri sem nær engum árangri í störfum sínum - tjá sig um þessi mál. Þorsteinn setur fram ansi róttækar hugmyndir í leiðara í Fréttablaðinu í gær:"Gild rök má til að mynda færa fram fyrir því að takmarka ræðutíma þingmanna. Alltént á það við um aðra þingmenn en aðaltalsmenn flokka í hverju einstöku máli. Með engu móti verður sýnt fram á að slík breyting sníði eðlilegri rökræðu og gagnrýni of þröngan stakk. Á hinn bóginn þarf að styrkja stöðu stjórnarandstöðunnar til þess að framfylgja því stjórnskipulega hlutverki að veita framkvæmdavaldinu aðhald. Það er lýðræðinu nauðsynlegt. Hér skal vikið að tveimur úrbótahugmyndum af því tagi. Önnur er sú að gefa þingnefndum færi á að kalla ráðherra til samráðs eða pólitískrar yfirheyrslu um tiltekin mál á opnum fundum. Slíkur háttur tíðkast í ýmsum þjóðþingum. Þetta myndi auka svigrúm þingmanna til þess að gegna stjórnskipulegu aðhaldshlutverki sínu. Hin hugmyndin lýtur að stjórn þingsins. Hún er nú að öllu jöfnu í höndum meirihluta framkvæmdavaldsins. Í þeirri skipan mála er fólgið ákveðið ójafnvægi milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Það er sök kerfisins en ekki þeirra sem því mikilvæga starfi hafa gegnt í gegnum tíðina. Þennan vanda mætti leysa með því að fela forseta Íslands með virkum hætti æðstu stjórn Alþingis til viðbótar því hlutverki sem hann hefur. Það myndi auka stjórnskipulegt vægi forsetaembættisins. Um leið mætti með því móti tryggja betur skaplegt jafnvægi milli hefðbundinna fylkinga í þinginu." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Árna Þór Sigurðssyni borgarfulltrúa skjöplast nokkuð í grein á bloggsíðu sinni. Hann fagnar því að í skoðanakönnun Fréttablaðsins sé ríkisstjórnin fallin og þakkar þetta miklu fylgi Vinstri grænna. Nú er það samt svo að samanlagt fylgi Vinstri grænna og Samfylkingar í skoðanakönnuninni er lítið miðað við oft áður á kjörtímabilinu, um 40 prósent. Í þjóðarpúlsi Gallups hefur þetta verið á bilinu 43 og alveg upp í 47 prósent. Þetta geta varla talist góð tíðindi fyrir þá sem vilja mynda vinstri stjórn. En Vinstri grænir sækja óneitanlega á. Ég er ekki viss um að það sé rétt hjá Andrési Magnússyni sem furðar sig á því að jafnaðarmannaflokki skuli ekki ganga betur hjá þessari "hófstilltu þjóð" eins og hann kallar það. Við erum kannski bara að leita aftur í gamalt far. Á tuttugustu öldinni var Sósíalistaflokkurinn og síðar Alþýðubandalagið - flokkurinn sem var lengst til vinstri - næstum alltaf stærri en flokkur kratanna. Kannski verður þetta líka svona framvegis, að Vinstri grænir vaxi Samfylkingunni yfir höfuð? Krúttkynslóðin virðist til dæmis hafa tekið VG upp á sína arma og stór hluti femínistahreyfingarinnar - og hélt maður þó að í Samfylkingunni væri höfuðkirkja femínismans. --- --- --- Annars ætti maður kannski að varast að draga of miklar ályktanir af skoðanakönnun Fréttablaðsins. Svörunin er fjarskalega léleg, þetta eru undarlega miklar sveiflur. En auðvitað þarf Samfylkingin að stunda grimma sjálfsgagnrýni. Ein stærstu mistök hennar felast í prófkjörunum í haust. Niðurstaðan var einfaldlega sú að margir framboðslistarnir eru lélegir. Formaður flokksins hefði kannski þurft að hafa svigrúm til að bjóða þungaviktarmönnum örugg sæti á framboðslistum - flokkinn vantar til dæmis sárlega fólk sem er treyst í efnahagsmálunum. Það er líka áberandi að formaður flokksins er hvað eftir annað skilinn eftir úti á berangri í ýmsum málum. Flokkur sem ætlar að ná einhverjum árangri í kosningum eftir nokkra mánuði hlýtur að skilja þetta gengur ekki. Flokksmenn hljóta líka þurfa að verja formanninn fyrir gengdarlausu hatri sem sumra sjálfstæðismanna. Líklega er enginn stjórnmálamaður nú um stundir jafnmikið rægður og Ingibjörg Sólrún. Nema að Sólrún sé svo mikill sólóisti að hún kæri sig ekki um að gera þetta öðruvísi - eða kunni það ekki? --- --- --- Það er gaman að fylgjast álengdar með dramatíkinni í handboltanum og alveg ljóst að himinn og jörð eru að farast. Hér eru tvær fyrirsagnir úr Fréttablaðinu í morgun: "Martröð í Magdeburg" og "Við frömdum sjálfsmorð". --- --- --- Menn hafa verið að velta fyrir sér áhrifaleysi og vanmætti stjórnarandstöðunnar í tengslum við málþófið mikla á Alþingi. Þetta eru náttúrlega hlutir sem þyrfti að taka fyrir þegar rætt er um breytingar á stjórnarskrá - hversu framkvæmdavaldið er frekt til fjörsins á kostnað löggjafarsamkomunnar. Þess vegna er merkilegt að sjá lögfræðinginn, ráðherrann og ritstjórann Þorstein Pálsson - sem hefur setið í stjórnarskrárnefnd þeirri sem nær engum árangri í störfum sínum - tjá sig um þessi mál. Þorsteinn setur fram ansi róttækar hugmyndir í leiðara í Fréttablaðinu í gær:"Gild rök má til að mynda færa fram fyrir því að takmarka ræðutíma þingmanna. Alltént á það við um aðra þingmenn en aðaltalsmenn flokka í hverju einstöku máli. Með engu móti verður sýnt fram á að slík breyting sníði eðlilegri rökræðu og gagnrýni of þröngan stakk. Á hinn bóginn þarf að styrkja stöðu stjórnarandstöðunnar til þess að framfylgja því stjórnskipulega hlutverki að veita framkvæmdavaldinu aðhald. Það er lýðræðinu nauðsynlegt. Hér skal vikið að tveimur úrbótahugmyndum af því tagi. Önnur er sú að gefa þingnefndum færi á að kalla ráðherra til samráðs eða pólitískrar yfirheyrslu um tiltekin mál á opnum fundum. Slíkur háttur tíðkast í ýmsum þjóðþingum. Þetta myndi auka svigrúm þingmanna til þess að gegna stjórnskipulegu aðhaldshlutverki sínu. Hin hugmyndin lýtur að stjórn þingsins. Hún er nú að öllu jöfnu í höndum meirihluta framkvæmdavaldsins. Í þeirri skipan mála er fólgið ákveðið ójafnvægi milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Það er sök kerfisins en ekki þeirra sem því mikilvæga starfi hafa gegnt í gegnum tíðina. Þennan vanda mætti leysa með því að fela forseta Íslands með virkum hætti æðstu stjórn Alþingis til viðbótar því hlutverki sem hann hefur. Það myndi auka stjórnskipulegt vægi forsetaembættisins. Um leið mætti með því móti tryggja betur skaplegt jafnvægi milli hefðbundinna fylkinga í þinginu."
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun