Viðvörun til ríkisstjórnarinnar vegna RÚV 15. janúar 2007 05:45 Breytingin sem felst í að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi mun leiða til málaferla vegna árekstrar við Evrópureglur um samkeppnismál. Harkalegt álit Samkeppniseftirlitsins beinlínis kallar eftir því að keppinautar RÚV hefji slíkt mál. Tapi ríkisstjórnin því, sem ég tel mjög líklegt, er hugsanlegt að RÚV þurfi að greiða háar skaðabætur aftur í gildistíma laganna. Verra er þó, að miklar líkur eru á að verulega verði þrengt að möguleikum fyrirtækisins til að afla tekna gegnum auglýsingasölu. Það fæli í sér rothögg fyrir fjárhagslegan grundvöll RÚV og yrði foss á myllu þeirra sem vilja selja fyrirtækið. Þetta er að mínu mati mesta hættan, sem felst í því að gera RÚV að hlutafélagi. Álit Samkeppnieftirlitsins Í áliti Samkeppniseftirlitsins segir að vinsælt dagskrárefni sé lykillinn að velgengni RÚV á auglýsingamörkuðum, enda geri það fyrirtækið að eftirsóknarverðum miðli fyrir auglýsingar. Það telur, að RÚV muni geta nýtt ríkisframlagið til að framleiða eða kaupa vinsælt dagskrárefni. Síðan segir í álitinu: „Af þessu leiðir óhjákvæmilega að umrædd samkeppnisstarfsemi RÚV á sviði auglýsinga verður niðurgreidd með þeirri ríkisaðstoð sem félagið mun njóta … Að mati Samkeppniseftirlitsins raskar þetta fyrirkomulag samkeppni á viðkomandi auglýsingamörkuðum." Í kjölfar þessara hörðu ummæla bendir Samkeppniseftirlitið á tvær leiðir, sem það telur geta komið í veg fyrir „þá samkeppnislegu mismunun" sem felist í stöðu RÚV. Hvorug leiðin er farin í frumvarpi menntamálaráðherra. Það er því alveg ljóst, að Samkeppniseftirlitið telur harkalegan árekstur verða milli stöðu hins nýja hlutafélags um RÚV og gildandi samkeppnislaga. Engum ætti því að dyljast, að ríkisstjórnin er með frumvarpi sínu að knýja fram ríkishlutafélag sem brýtur gegn anda íslenskra og evrópskra samkeppnislaga. Veikar varnir ríkisstjórnarinnar Ráðherrar og þingmenn ríkisstjórnarinnar verjast með þrenns konar rökum. Í fyrsta lagi verði lögin um RÚV sérlög, sem gangi því framar samkeppnislögum. Í því efni er vísað til fordæmis úr búvörulögum en sérstakt ákvæði í þeim undanþiggur landbúnaðargreinar fá ákvæðum samkeppnislaga. Á þessu tvennu er sá reginmunur, að landbúnaður er ekki hluti af EES, en það er útvarpsrekstur hins vegar. Það er svo athyglisvert að í RÚVfrumvarpinu er ekki að finna pósitíft ákvæði, einsog í búvörulögunum, sem undanþiggur RÚV samkeppnisreglum. Í öðru lagi benda þau á, að auglýsingasala almenningsútvarpa sé heimil skv. EES. Það er rétt, en einungis svo fremi hún hafi „ekki áhrif á samkeppni á viðeigandi mörkuðum (t.d. auglýsingar, öflun og/eða sala á dagskrárefni) að því marki sem er ósamrýmanlegt hagsmunum bandalagsins" (orðsending frkvstj. ESB 2001). Sú staðreynd, að ríkisstjórnin kýs ekki að fara þær leiðir sem Samkeppniseftirlitið vísar á til að koma í veg fyrir samkeppnislega mismunun, bendir ekki til að lögin um RÚV muni standast forsendur EES. Í þriðja lagi segja þingmenn ríkisstjórnarinnar að Ríkisútvarpið hafi lengi haft tekjur af auglýsingasölu með svipuðum hætti og gert sé ráð fyrir í frumvarpinu um RÚV - og því sé ekkert við frumvarpið að athuga. Þetta er kolröng ályktun. Eftir að Ísland gekkst undir reglur EES hefur Ríkisútvarpið verið á gráu svæði í þessum efnum. Nú þegar er samkeppnismál í gangi erlendis, sem gæti allt eins endað illa fyrir RÚV. Í þessu máli skiptir hins vegar langmestu, að þegar RÚV verður breytt úr hefðbundinni ríkisstofnum og gert að hlutafélagi, sem er einkaréttarlegs eðlis, þá verða kærur á hendur því skoðaðar í allt öðru ljósi. Fyrirtæki, sem ætlar að notfæra sér ávinninga hlutafélagsformsins verður líka látið sæta þeim stífu samkeppnisreglum, sem önnur hlutafélög sem keppa við það á markaði, verða að gangast undir. Það er ekki lengur á gráu svæði, og verður að sæta sama samkeppnisumhverfi og önnur hlutafélög. Álit Samkeppniseftirlitsins er mjög harkalegt. Ég tel ekki efamál, að það hefur verið skrifað ekki aðeins út frá íslenskum samkeppnisreglum heldur einnig með hliðsjón af Evrópureglunum. Ég óttast því að breytingin á rekstrarformi RÚV muni innan fárra ára leiða til þess að fjárhagslegur grundvöllur þess verður miklu veikari en í dag, og það verði erfitt að reka það sem ríkisfyrirtæki. Er hugsanlegt, að það sé tilgangurinn með offorsi ríkisstjórnarinnar í málinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun
Breytingin sem felst í að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi mun leiða til málaferla vegna árekstrar við Evrópureglur um samkeppnismál. Harkalegt álit Samkeppniseftirlitsins beinlínis kallar eftir því að keppinautar RÚV hefji slíkt mál. Tapi ríkisstjórnin því, sem ég tel mjög líklegt, er hugsanlegt að RÚV þurfi að greiða háar skaðabætur aftur í gildistíma laganna. Verra er þó, að miklar líkur eru á að verulega verði þrengt að möguleikum fyrirtækisins til að afla tekna gegnum auglýsingasölu. Það fæli í sér rothögg fyrir fjárhagslegan grundvöll RÚV og yrði foss á myllu þeirra sem vilja selja fyrirtækið. Þetta er að mínu mati mesta hættan, sem felst í því að gera RÚV að hlutafélagi. Álit Samkeppnieftirlitsins Í áliti Samkeppniseftirlitsins segir að vinsælt dagskrárefni sé lykillinn að velgengni RÚV á auglýsingamörkuðum, enda geri það fyrirtækið að eftirsóknarverðum miðli fyrir auglýsingar. Það telur, að RÚV muni geta nýtt ríkisframlagið til að framleiða eða kaupa vinsælt dagskrárefni. Síðan segir í álitinu: „Af þessu leiðir óhjákvæmilega að umrædd samkeppnisstarfsemi RÚV á sviði auglýsinga verður niðurgreidd með þeirri ríkisaðstoð sem félagið mun njóta … Að mati Samkeppniseftirlitsins raskar þetta fyrirkomulag samkeppni á viðkomandi auglýsingamörkuðum." Í kjölfar þessara hörðu ummæla bendir Samkeppniseftirlitið á tvær leiðir, sem það telur geta komið í veg fyrir „þá samkeppnislegu mismunun" sem felist í stöðu RÚV. Hvorug leiðin er farin í frumvarpi menntamálaráðherra. Það er því alveg ljóst, að Samkeppniseftirlitið telur harkalegan árekstur verða milli stöðu hins nýja hlutafélags um RÚV og gildandi samkeppnislaga. Engum ætti því að dyljast, að ríkisstjórnin er með frumvarpi sínu að knýja fram ríkishlutafélag sem brýtur gegn anda íslenskra og evrópskra samkeppnislaga. Veikar varnir ríkisstjórnarinnar Ráðherrar og þingmenn ríkisstjórnarinnar verjast með þrenns konar rökum. Í fyrsta lagi verði lögin um RÚV sérlög, sem gangi því framar samkeppnislögum. Í því efni er vísað til fordæmis úr búvörulögum en sérstakt ákvæði í þeim undanþiggur landbúnaðargreinar fá ákvæðum samkeppnislaga. Á þessu tvennu er sá reginmunur, að landbúnaður er ekki hluti af EES, en það er útvarpsrekstur hins vegar. Það er svo athyglisvert að í RÚVfrumvarpinu er ekki að finna pósitíft ákvæði, einsog í búvörulögunum, sem undanþiggur RÚV samkeppnisreglum. Í öðru lagi benda þau á, að auglýsingasala almenningsútvarpa sé heimil skv. EES. Það er rétt, en einungis svo fremi hún hafi „ekki áhrif á samkeppni á viðeigandi mörkuðum (t.d. auglýsingar, öflun og/eða sala á dagskrárefni) að því marki sem er ósamrýmanlegt hagsmunum bandalagsins" (orðsending frkvstj. ESB 2001). Sú staðreynd, að ríkisstjórnin kýs ekki að fara þær leiðir sem Samkeppniseftirlitið vísar á til að koma í veg fyrir samkeppnislega mismunun, bendir ekki til að lögin um RÚV muni standast forsendur EES. Í þriðja lagi segja þingmenn ríkisstjórnarinnar að Ríkisútvarpið hafi lengi haft tekjur af auglýsingasölu með svipuðum hætti og gert sé ráð fyrir í frumvarpinu um RÚV - og því sé ekkert við frumvarpið að athuga. Þetta er kolröng ályktun. Eftir að Ísland gekkst undir reglur EES hefur Ríkisútvarpið verið á gráu svæði í þessum efnum. Nú þegar er samkeppnismál í gangi erlendis, sem gæti allt eins endað illa fyrir RÚV. Í þessu máli skiptir hins vegar langmestu, að þegar RÚV verður breytt úr hefðbundinni ríkisstofnum og gert að hlutafélagi, sem er einkaréttarlegs eðlis, þá verða kærur á hendur því skoðaðar í allt öðru ljósi. Fyrirtæki, sem ætlar að notfæra sér ávinninga hlutafélagsformsins verður líka látið sæta þeim stífu samkeppnisreglum, sem önnur hlutafélög sem keppa við það á markaði, verða að gangast undir. Það er ekki lengur á gráu svæði, og verður að sæta sama samkeppnisumhverfi og önnur hlutafélög. Álit Samkeppniseftirlitsins er mjög harkalegt. Ég tel ekki efamál, að það hefur verið skrifað ekki aðeins út frá íslenskum samkeppnisreglum heldur einnig með hliðsjón af Evrópureglunum. Ég óttast því að breytingin á rekstrarformi RÚV muni innan fárra ára leiða til þess að fjárhagslegur grundvöllur þess verður miklu veikari en í dag, og það verði erfitt að reka það sem ríkisfyrirtæki. Er hugsanlegt, að það sé tilgangurinn með offorsi ríkisstjórnarinnar í málinu?