Barbabrella í Háskólanum 14. janúar 2007 21:48 Menntamálaráðherra mætir í Háskólann, gefur loforð um aukin fjárframlög, starfsmenn skólans sitja úti í sal og mæna á ráðherrann með sælubros á vör. Húrra! Er þetta ekki gott? Jú, ábyggilega, upp að vissu marki. En það vekur ýmsar spurningar. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður veltir einni þeirra upp á vef sínum. Getur ráðherra skrifað undir svona samning án þess að leita heimildar hjá Alþingi? Kristinn skrifar: "Þegar samningurinn er skoðaður kemur nefnilega í ljós, það sem gleymdist alveg að segja frá í fréttatilkynningu og umfjöllum fjölmiðla, að hann er undirritaður með fyrirvara um samþykki Alþingis um fjárveitingar á ári hverju. Það er lóðið. Ráðherra getur ekki samið fjárlög íslenska ríkisins næstu fjögur árin með einni undirskrift, fjárveitingarvaldið liggur hjá Alþingi. Samningurinn er þegar allt kemur til alls aðeins viljayfirlýsing. Pólitísk yfirlýsing ráðherrans og eftir atvikum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir eftir að umboði þeirra lýkur. Slíkar yfirlýsingar eiga frekar heima í kosningastefnuskrá flokkanna og mér finnst það gagnrýnivert þegar ráðherrar leika þennan leik og blanda saman stöðu sinni sem ráðherrar og frambjóðendur. Umræddur samningur hefur hvorki verið kynntur né samþykktur í stjórnarflokkunum, svo mér sé kunnugt um. Vilji ráðherrann hrinda ákvæðum samningsins í framkvæmd á hann að snúa sér til Alþingis og leggja fram frumvarp. Geri hann það ekki er ekkert fast í hendi. Næsta ríkisstjórn er ekki skuldbundin." --- --- --- Hörður Bergmann er einn skarpasti þjóðfélagsrýnir sem við eigum. Honum verður þessi gjörningur að umræðuefni í grein í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni Breytt stjórnmálabarátta: "Við höfum vanist því að fyrir kosningar gangi þeir sem völdin hafa fram á opinbera sviðið og noti kastljós fjölmiðla til að varpa á sig björtu ljósi. En aldrei hefur þjóðin horft upp á jafn stórfenglegar sýningar á þessu sviði og í seinni tíð. Ekkert er til sparað, tímasetningin úthugsuð, markmið með auknum fjárframlögum göfug og gleðja marga. Sýningarnar einkennast af því að kostnaðurinn verður greiddur úr ríkissjóði á árunum 2008 til 2012, á næsta kjörtímabili. Snjöllustu leikir ráðherra í nútíma kosningabaráttu snúast um að sýnast vinna stórvirki, láta sem þeir ráði fjárlögum langt fram í tímann, Alþingi komi málið eiginlega ekki við. Er verið að senda þjóðinni skilaboð um að eiginlega sé óþarfi að ómaka sig að kjörborði í vor, helstu úrlausnarefni næsta kjörtímabil hafi verið leyst? Mörgum ætti að vera í minni þegar ríkisstjórnin tilkynnti hvernig hún ætlaði að nota tekjurnar af sölu Símans með miklum fjölmiðlablæstri rétt áður en Alþingi kom saman haustið 2005. Fyrir nokkru var rækilega kynnt að heilbrigðisráðherra ætlaði að auka rausnarlega hjúkrunarrými í landinu, en þó einkum í suðvesturkjördæmi. Peningarnir eiga að koma 2008 og 2009. Menntamálaráðherra er þó greinilega langt á undan öðrum sem sitja valdastóla í kapphlaupinu um að vekja athygli á afrekum sínum og notar vel jólafrí Alþingis. Hver stórfréttin rekur aðra: Af væntanlegri sókn íslenskra kvikmyndaframleiðenda á komandi árum með fjárstuðningi ríkisins; af því hvernig menningarstarf á Akureyri mun blómstra sem aldrei fyrr á næstu árum eftir samningsgerð menntamálaráðherra og bæjarstjórans um aukin framlög úr ríkissjóði - og daginn sem þessi pistill var saminn fékk þjóðin fréttir í dagblöðunum af tilfinningaþrungnu andrúmslofti og langvarandi lófataki í hátíðasal Háskóla Íslands þegar menntamálaráðherra undirritaði samning við skólann sem á að flytja hann í flokk hundrað bestu háskóla í heimi." Og Hörður segir ennfremur: "Ljóst má vera að pólitískt sjónarspil af því tagi, sem hér er vikið að, á þátt í varasamri breytingu á því hvernig tekist er á í íslenskri stjórnmálabaráttu. Það er verið að innræta þjóðinni nýjan opinberan sannleika byggðan á þeirri blekkingu að ekki sé skylt samkvæmt stjórnarskrá og lögum að meirihluti Alþingis samþykki fjárveitingar úr ríkissjóði, að ráðherrar með umboð til vors geti ráðið því hvernig komið er á móts við fjölmenna hagsmunahópa á næsta kjörtímabili. Það er verið að skapa þá tilfinningu hjá fólki að stjórnarandstaða sé óþörf í íslenska lýðveldinu. Einnig má ráða af orðum ýmissa þingmanna, sem ríkisstjórnin styðst við, að völd þeirra og áhrif fari þverrandi. Ætla þeir að láta sér lynda að sitja í skugga frá fjölmiðlaljósum sem beinast að ráðherrum? Að lokum leyfi ég mér að biðja fréttamenn að mæta með þeim ásetningi að upplýsa þjóðina sem best þegar þeim er boðið til sjónleika sem settir eru upp á stjórnmálasviðinu, ekki rugla hana í ríminu frekar en orðið er." --- --- --- Markmiðið að koma Háskóla Íslands í hóp hundrað bestu háskóla í heimi er auðvitað brandari. Svona eins og fíkniefnalaust Ísland árið tvö þúsund. Að halda svona fram er svo sjálfhælið að maður fer hjá sér. Þetta er dvergháskóli, frekar snauður af fé, hæfileikum, hefð og bókakosti. Einstaka deildir hans geta hins vegar orðið framúrskarandi og að því á að stefna. Ögn meiri framlög úr ríkissjóði breyta engu um þetta. Og á meðan forðast frammámenn í menntakerfinu að horfast í augu við stóru spurninguna: Skólagjöld. Það er sammerkt með bestu háskólum í heimi að þeir innheimta skólagjöld af nemendum sínum. Hér berjast stúdentar gegn þeim með kjafti og klóm, kannski er ekki von á öðru, þeir eru í hagsmunabaráttu, en pólitíkusarnir eru huglausir þegar þessi umræða er annars vegar. Samt eru nemendur tilbúnir að borga skólagjöld í Háskólanum í Reykjavík, á Bifröst - auk þess sem rukkað er hátt skólagjald af leikskólabörnum. Skólagjöld myndu færa Háskóla Íslands aukið fé sem skólann sárvantar. Milljónir Þorgerðar Katrínar hrökkva nefnilega skammt. Þau myndu líka aga nemendur skólans, gera námið betra; fólk fer yfirleitt betur með það sem það borgar fyrir en fær ókeypis. Samhliða þarf auðvitað að vera gott kerfi námslána og þá ekki síður skólastyrkja - það má til dæmis hugsa sér að þeir sem skara fram úr fái afslátt af skólagjöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Menntamálaráðherra mætir í Háskólann, gefur loforð um aukin fjárframlög, starfsmenn skólans sitja úti í sal og mæna á ráðherrann með sælubros á vör. Húrra! Er þetta ekki gott? Jú, ábyggilega, upp að vissu marki. En það vekur ýmsar spurningar. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður veltir einni þeirra upp á vef sínum. Getur ráðherra skrifað undir svona samning án þess að leita heimildar hjá Alþingi? Kristinn skrifar: "Þegar samningurinn er skoðaður kemur nefnilega í ljós, það sem gleymdist alveg að segja frá í fréttatilkynningu og umfjöllum fjölmiðla, að hann er undirritaður með fyrirvara um samþykki Alþingis um fjárveitingar á ári hverju. Það er lóðið. Ráðherra getur ekki samið fjárlög íslenska ríkisins næstu fjögur árin með einni undirskrift, fjárveitingarvaldið liggur hjá Alþingi. Samningurinn er þegar allt kemur til alls aðeins viljayfirlýsing. Pólitísk yfirlýsing ráðherrans og eftir atvikum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir eftir að umboði þeirra lýkur. Slíkar yfirlýsingar eiga frekar heima í kosningastefnuskrá flokkanna og mér finnst það gagnrýnivert þegar ráðherrar leika þennan leik og blanda saman stöðu sinni sem ráðherrar og frambjóðendur. Umræddur samningur hefur hvorki verið kynntur né samþykktur í stjórnarflokkunum, svo mér sé kunnugt um. Vilji ráðherrann hrinda ákvæðum samningsins í framkvæmd á hann að snúa sér til Alþingis og leggja fram frumvarp. Geri hann það ekki er ekkert fast í hendi. Næsta ríkisstjórn er ekki skuldbundin." --- --- --- Hörður Bergmann er einn skarpasti þjóðfélagsrýnir sem við eigum. Honum verður þessi gjörningur að umræðuefni í grein í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni Breytt stjórnmálabarátta: "Við höfum vanist því að fyrir kosningar gangi þeir sem völdin hafa fram á opinbera sviðið og noti kastljós fjölmiðla til að varpa á sig björtu ljósi. En aldrei hefur þjóðin horft upp á jafn stórfenglegar sýningar á þessu sviði og í seinni tíð. Ekkert er til sparað, tímasetningin úthugsuð, markmið með auknum fjárframlögum göfug og gleðja marga. Sýningarnar einkennast af því að kostnaðurinn verður greiddur úr ríkissjóði á árunum 2008 til 2012, á næsta kjörtímabili. Snjöllustu leikir ráðherra í nútíma kosningabaráttu snúast um að sýnast vinna stórvirki, láta sem þeir ráði fjárlögum langt fram í tímann, Alþingi komi málið eiginlega ekki við. Er verið að senda þjóðinni skilaboð um að eiginlega sé óþarfi að ómaka sig að kjörborði í vor, helstu úrlausnarefni næsta kjörtímabil hafi verið leyst? Mörgum ætti að vera í minni þegar ríkisstjórnin tilkynnti hvernig hún ætlaði að nota tekjurnar af sölu Símans með miklum fjölmiðlablæstri rétt áður en Alþingi kom saman haustið 2005. Fyrir nokkru var rækilega kynnt að heilbrigðisráðherra ætlaði að auka rausnarlega hjúkrunarrými í landinu, en þó einkum í suðvesturkjördæmi. Peningarnir eiga að koma 2008 og 2009. Menntamálaráðherra er þó greinilega langt á undan öðrum sem sitja valdastóla í kapphlaupinu um að vekja athygli á afrekum sínum og notar vel jólafrí Alþingis. Hver stórfréttin rekur aðra: Af væntanlegri sókn íslenskra kvikmyndaframleiðenda á komandi árum með fjárstuðningi ríkisins; af því hvernig menningarstarf á Akureyri mun blómstra sem aldrei fyrr á næstu árum eftir samningsgerð menntamálaráðherra og bæjarstjórans um aukin framlög úr ríkissjóði - og daginn sem þessi pistill var saminn fékk þjóðin fréttir í dagblöðunum af tilfinningaþrungnu andrúmslofti og langvarandi lófataki í hátíðasal Háskóla Íslands þegar menntamálaráðherra undirritaði samning við skólann sem á að flytja hann í flokk hundrað bestu háskóla í heimi." Og Hörður segir ennfremur: "Ljóst má vera að pólitískt sjónarspil af því tagi, sem hér er vikið að, á þátt í varasamri breytingu á því hvernig tekist er á í íslenskri stjórnmálabaráttu. Það er verið að innræta þjóðinni nýjan opinberan sannleika byggðan á þeirri blekkingu að ekki sé skylt samkvæmt stjórnarskrá og lögum að meirihluti Alþingis samþykki fjárveitingar úr ríkissjóði, að ráðherrar með umboð til vors geti ráðið því hvernig komið er á móts við fjölmenna hagsmunahópa á næsta kjörtímabili. Það er verið að skapa þá tilfinningu hjá fólki að stjórnarandstaða sé óþörf í íslenska lýðveldinu. Einnig má ráða af orðum ýmissa þingmanna, sem ríkisstjórnin styðst við, að völd þeirra og áhrif fari þverrandi. Ætla þeir að láta sér lynda að sitja í skugga frá fjölmiðlaljósum sem beinast að ráðherrum? Að lokum leyfi ég mér að biðja fréttamenn að mæta með þeim ásetningi að upplýsa þjóðina sem best þegar þeim er boðið til sjónleika sem settir eru upp á stjórnmálasviðinu, ekki rugla hana í ríminu frekar en orðið er." --- --- --- Markmiðið að koma Háskóla Íslands í hóp hundrað bestu háskóla í heimi er auðvitað brandari. Svona eins og fíkniefnalaust Ísland árið tvö þúsund. Að halda svona fram er svo sjálfhælið að maður fer hjá sér. Þetta er dvergháskóli, frekar snauður af fé, hæfileikum, hefð og bókakosti. Einstaka deildir hans geta hins vegar orðið framúrskarandi og að því á að stefna. Ögn meiri framlög úr ríkissjóði breyta engu um þetta. Og á meðan forðast frammámenn í menntakerfinu að horfast í augu við stóru spurninguna: Skólagjöld. Það er sammerkt með bestu háskólum í heimi að þeir innheimta skólagjöld af nemendum sínum. Hér berjast stúdentar gegn þeim með kjafti og klóm, kannski er ekki von á öðru, þeir eru í hagsmunabaráttu, en pólitíkusarnir eru huglausir þegar þessi umræða er annars vegar. Samt eru nemendur tilbúnir að borga skólagjöld í Háskólanum í Reykjavík, á Bifröst - auk þess sem rukkað er hátt skólagjald af leikskólabörnum. Skólagjöld myndu færa Háskóla Íslands aukið fé sem skólann sárvantar. Milljónir Þorgerðar Katrínar hrökkva nefnilega skammt. Þau myndu líka aga nemendur skólans, gera námið betra; fólk fer yfirleitt betur með það sem það borgar fyrir en fær ókeypis. Samhliða þarf auðvitað að vera gott kerfi námslána og þá ekki síður skólastyrkja - það má til dæmis hugsa sér að þeir sem skara fram úr fái afslátt af skólagjöldum.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun