Togstreita réttinda og öryggis Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 17. desember 2007 00:01 Eitt sinn sagði Milan Kundera að réttindi byggist nú á kröfu einstaklingsins að þrár hans séu uppfylltar. Þegar nútímamaðurinn vilji eitthvað telji hann sig eiga heimtingu á því að eignast það. Til að ítreka mál sitt er lögð fram krafa á grundvelli mannréttinda. Frá því kalda stríðinu lauk og fram til árásarinnar á Bandaríkin árið 2001 var þetta andi umræðu um mannréttindi á Vesturlöndum. Réttindin voru tryggð og það þurfti ekki að hafa frekari áhyggjur af þeim. Að minnsta kosti ekki í vestrænum ríkjum. Þeir sem vildu halda baráttunni áfram og tryggja fleirum mannréttindi fóru utan, til þróunarríkja til uppfræðslu. Stunduðu það sem mætti jafnvel kalla nútíma trúboð. Þetta hefur breyst og helsta varðstaðan fyrir mannréttindum er nú á Vesturlöndum. Meðal fólks sem ofbýður hvernig réttindi, sem áður voru tryggð, hafa verið tekin til baka í nafni öryggis ríkis og þjóðar. Fyrir viku síðan var alþjóðlegur dagur mannréttinda, og hélt þá utanríkisráðherra erindi um mannréttindi í íslenskri utanríkisstefnu. Þar sagðist utanríkisráðherra hafa lagt ríka áherslu á að baráttan gegn hryðjuverkum mætti ekki fela í sér að vikið væri frá meginreglum réttarríkisins. Það er hægt að ganga ansi langt í nafni öryggis. Önnur vestræn ríki, líkt og Bandaríkin og Bretland þaðan sem margir helstu hugsuðir mannréttinda hafa komið, hafa gengið mun lengra í því en Ísland að leggja áherslu á öryggi á kostnað mannréttinda. Nokkrar íslenskar konur, sem fram hafa komið, hafa sannreynt þessa þróun í Bandaríkjunum, þar sem ferðafrelsi þeirra var skert vegna smávægilegrar yfirsjónar fyrir mörgum árum. Það er hægt að krefjast afsökunarbeiðni, en það skiptir litlu ef þetta eru, að kröfu stjórnvalda, alvanaleg vinnubrögð þeirra sem starfa við vegabréfaeftirlit. Það er ólíklegt að vinaþjóðirnar Ísland og Bandaríkin séu nú sammála um það hvar jafnvægið á milli réttinda einstaklingsins og öryggis þjóðarinnar er að finna. Þegar kemur að mannréttindum er alltaf togstreita á milli réttinda einstaklingsins og öryggis þjóðarinnar. Það er árás á einkalíf þegar hið opinbera fylgist með borgurum. Slíkt ætti því ekki að eiga sér stað nema góð ástæða sé fyrir hendi. Samt sem áður er samþykkt að lögregla geti fylgst með í gegnum öryggismyndavélar, því öryggið er talið mikilvægara en rétturinn til að ganga á milli staða án eftirlits. Fólk er hætt að kippa sér upp við það þó svo að enn eitt bannið taki gildi um hvað megi, og megi ekki, taka með sér í millilandaflug. Eða hversu nærgöngulir öryggisverðir á flugvöllum mega vera. Því er bara treyst að þetta sé fyrir bestu. Allt í nafni öryggis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Eitt sinn sagði Milan Kundera að réttindi byggist nú á kröfu einstaklingsins að þrár hans séu uppfylltar. Þegar nútímamaðurinn vilji eitthvað telji hann sig eiga heimtingu á því að eignast það. Til að ítreka mál sitt er lögð fram krafa á grundvelli mannréttinda. Frá því kalda stríðinu lauk og fram til árásarinnar á Bandaríkin árið 2001 var þetta andi umræðu um mannréttindi á Vesturlöndum. Réttindin voru tryggð og það þurfti ekki að hafa frekari áhyggjur af þeim. Að minnsta kosti ekki í vestrænum ríkjum. Þeir sem vildu halda baráttunni áfram og tryggja fleirum mannréttindi fóru utan, til þróunarríkja til uppfræðslu. Stunduðu það sem mætti jafnvel kalla nútíma trúboð. Þetta hefur breyst og helsta varðstaðan fyrir mannréttindum er nú á Vesturlöndum. Meðal fólks sem ofbýður hvernig réttindi, sem áður voru tryggð, hafa verið tekin til baka í nafni öryggis ríkis og þjóðar. Fyrir viku síðan var alþjóðlegur dagur mannréttinda, og hélt þá utanríkisráðherra erindi um mannréttindi í íslenskri utanríkisstefnu. Þar sagðist utanríkisráðherra hafa lagt ríka áherslu á að baráttan gegn hryðjuverkum mætti ekki fela í sér að vikið væri frá meginreglum réttarríkisins. Það er hægt að ganga ansi langt í nafni öryggis. Önnur vestræn ríki, líkt og Bandaríkin og Bretland þaðan sem margir helstu hugsuðir mannréttinda hafa komið, hafa gengið mun lengra í því en Ísland að leggja áherslu á öryggi á kostnað mannréttinda. Nokkrar íslenskar konur, sem fram hafa komið, hafa sannreynt þessa þróun í Bandaríkjunum, þar sem ferðafrelsi þeirra var skert vegna smávægilegrar yfirsjónar fyrir mörgum árum. Það er hægt að krefjast afsökunarbeiðni, en það skiptir litlu ef þetta eru, að kröfu stjórnvalda, alvanaleg vinnubrögð þeirra sem starfa við vegabréfaeftirlit. Það er ólíklegt að vinaþjóðirnar Ísland og Bandaríkin séu nú sammála um það hvar jafnvægið á milli réttinda einstaklingsins og öryggis þjóðarinnar er að finna. Þegar kemur að mannréttindum er alltaf togstreita á milli réttinda einstaklingsins og öryggis þjóðarinnar. Það er árás á einkalíf þegar hið opinbera fylgist með borgurum. Slíkt ætti því ekki að eiga sér stað nema góð ástæða sé fyrir hendi. Samt sem áður er samþykkt að lögregla geti fylgst með í gegnum öryggismyndavélar, því öryggið er talið mikilvægara en rétturinn til að ganga á milli staða án eftirlits. Fólk er hætt að kippa sér upp við það þó svo að enn eitt bannið taki gildi um hvað megi, og megi ekki, taka með sér í millilandaflug. Eða hversu nærgöngulir öryggisverðir á flugvöllum mega vera. Því er bara treyst að þetta sé fyrir bestu. Allt í nafni öryggis.