Skattar af hinu illa 21. nóvember 2007 00:01 Arthur B. Laffer „Markmiðið er að auka lífsgæðin.“ Ég flutti frá gósenlandinu Kaliforníu til Tennessee. Hvers vegna gerði ég það? Vegna þess að þar eru miklu lægri skattar,“ segir bandaríski hagfræðingurinn Arthur B. Laffer. Hann hefur áratugum saman talað fyrir lækkun skatta og lagt sig fram um að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Laffer kom hingað til lands fyrir helgi og flutti erindi á hádegisfundi félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Arthur B. Laffer er tæplega sjötugur. Hann lauk doktorsprófi frá Stanford-háskóla árið 1971. Laffer er hvað þekktastur fyrir efnahagsráðgjöf til Reagan-stjórnarinnar. Ráðgjöfin byggðist á því að lægri skattar örvuðu efnahagslífið. Hugmyndina setur hann fram með svonefndri Laffer-kúrfu.Enginn vill borga 110 prósentLaffer-kúrfan Endar kúrfunnar tákna annars vegar 0% skatt (til vinstri) og 100% skatt (til hægri). Samkvæmt myndinni er punktur á kúrfunni þar sem skattekjur minnka þótt skatthlutfall sé aukið.Kúrfan sýnir að tvær afleiðingar eru af sköttum. Önnur er sú að séu skattar hækkaðir aukist tekjurnar. Síðan eru það hin efnahagslegu áhrif. Séu skattar hækkaðir dregur það úr vilja fólks til þess að vinna fyrir sköttunum og þar með dragast tekjurnar saman,“ segir Laffer. Þetta sé bara einföld hagfræði. „Þurfir þú að borga 110 prósenta skatt, í raun að borga með þér, hvað heldurðu að þú entist lengi í blaðamennskunni?“ segir Laffer og brosir við blaðamanni. Þetta dæmi sýni að séu skattar of háir skorti fólk allan hvata til þess að vinna.Laffer segir að kúrfan sé í raun og veru aðeins tæki til kennslu. „Að sjálfsögðu má nota hana og hún getur sýnt stjórnmálamönnum [sem vilja hækka skatta til að auka tekjur] fram á afleiðingar gjörða sinna.“SKATTAR AF HINU ILLASkoðanabræður í skattamálum Arthur B. Laffer situr milli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors og Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra.„Skattar draga alltaf úr vilja fólks til þess að vinna fyrir sköttunum,“ segir Laffer. „Fólk fær minna í sinn hlut. Það vill maður ekki. Maður vill að það fái sem mest. Þess vegna eru skattar af hinu illa, þótt þeir séu nauðsynlegir til þess að reka ríkið. Maður þarf hins vegar að fara mjög varlega og ganga ekki of langt. Það er allt og sumt sem ég er að segja.“ Laffer kannast hvorki við einn einasta stjórnmálaflokk né nokkra stjórnmálaskoðun þar sem sem því er haldið fram að skattar séu í eðli sínu góðir. „Heldur eru skattarnir aðeins nauðsynlegir til þess að hjálpa þeim fátæku, minnihlutahópum, leggja vegi eða hvað sem ríkisstjórnir þurfa að gera.“Hlutverk ríkisins er að hans mati einungis að búa til góða umgjörð um efnahagslífið. Skatta nefnir hann fyrsta af því sem máli skiptir fyrir góðan efnahag; lága flata skatta. Einnig að rekin sé góð peningamálastefna, viðskipti séu frjáls og svo eigi ríkið að sjá um regluverk og annað sem tengist efnahagnum sem ekki sé fólgið í hinu þrennu.ÁRANGURINN SENNILEGA BESTUR Á ÍSLANDIFólk að störfum Tekjuskattur hefur aukist sem hlutfall af heildarskattbyrði.„Tökum Ísland sem dæmi. Hér var kúrfan notuð til að sýna lækkun á fyrirtækjaskatti með góðum árangri. Stjórnmálamennirnir fundu út tekjurnar sem hlutfall af landsframleiðslu. Það er raunar ekki rétt að mínu mati. Það þarf að taka tillit til þess að landsframleiðslan hefur líka aukist. „Ef skatttekjur eru reiknaðar sem hlutfall af landsframleiðslu, þá þarf að gera ráð fyrir tekjum af öllum hinum sköttunum, sem líka aukast,“ segir Laffer. Fólk hafi fengið vinnu sem það gerði ekki ráð fyrir, fengið laun sem urðu hærri en ella. „Þetta þarf allt að taka með í reikninginn,“ segir Laffer. Laffer segir aðspurður um hvar stuðst sé við kenningar hans, að þær séu notaðar alla daga um allan heim. „Besta dæmið um að þær virka er sennilega hér á Íslandi. En útkoman í Bandaríkjunum var stórkostleg,“ segir Laffer. „Þar voru hæstu skattar 70 prósent þegar við komum til skjalanna og þeir voru lækkaðir niður fyrir 30 prósent,“ segir Laffer um ráðgjöf sína til Reagans.Hann segist vilja snúa þessu við og rifjar upp forsetatíð Johnsons, Nixons, Fords og Carters þar vestra. Þeir hafi lagt bandarískan efnahag í rúst. „Þetta er frábært dæmi um framboðshagfræði og hvernig þeir bjuggu til kreppu.“ Laffer nefnir einnig efnahagsstjórn Margaretar Thatcher í Bretlandi. „Svo við gleymum ekki Írlandi. Þar hafði ríkt kreppa í 250 ár. Fólk svalt heilu hungri. Núna blómstrar Írland. Segðu mér svo að þetta virki ekki!“Tekjurnar jukust með lægri sköttumÍSLENDINGAR VIÐ EiFFEL-TURNINN Frakkar greiða lágan fjármagnstekjuskatt.Laffer segist ekki hafa kynnt sér íslenska efnahagsþróun eins vel og hann hefði kosið. Þrátt fyrir það sjáist vel hvernig hugmyndir sínar hafi haft góð áhrif hérlendis „Skattar voru lækkaðir, dregið var úr verðbólgu, fyrirtæki voru einkavædd og höft á flæði fjármagns og þjónustu voru afnumin. Þetta er í rauninni ótrúlegt. Hver í ósköpunum myndi mæla gegn því að lækka skatthlutfallið og auka tekjurnar um leið?“ spyr Laffer og bætir við annarri spurningu. „Hvers vegna skyldum við hækka skatta og fá minna í kassann? Um leið drægjum við úr atvinnu og svo framvegis,“ segir Laffer. kÚRFAN TEKIN OF ALVARLEGA„Ég teiknaði upp kúrfuna en menn taka hana of bókstaflega,“ segir Laffer og brosir. „Það er ekki hægt að finna þann stað á henni þar sem mestar tekjur fást fyrir lægsta skatthlutfallið,“ segir Laffer. „Meginatriðið þegar kemur að sköttum,“ segir hann, „er hver áhrifin eru á lífsgæði fólks, tekjudreifingu í hagkerfinu.“ Það sé alveg hægt að merkja inn á kúrfuna einhverja staði og reyna að komast að því hvernig mestar tekjur fást fyrir lægsta skatthlutfallið, en það sé ekki markmiðið að hámarka tekjur ríkisins.Efnaðir þjónar í skattaparadísÞegar skattalækkanir eru skoðaðar, til að mynda hér á landi eða í Bandaríkjunum, er stutt í þá hugsun að þeir sem mest höfðu fyrir hagnist mest. „Þetta er ekki rétt,“ segir Laffer. „Skattar þeirra ríkustu lækka mest vegna þess að það eru þeir sem greiða skattana. Það er ekki hægt að lækka skatta þeirra sem ekki borguðu hann til að byrja með. En ekki hugsa þér að það séu þeir ríkustu sem hagnast mest. Takist þeim að auka fjárfestingar, tekjur og atvinnu má vel vera að það séu einmitt þeir verst settu sem mest hagnast. Þeir fá vinnu og tekjur þeirra aukast,“ segir Laffer.Hann tekur dæmi af Bermúda, þar sem ríkir greiða engan tekjuskatt. „Allir þessir milljónamæringar fluttu til Bermúda. Og hvað gerðist? Laun verkamanna, þjóna og margra annarra eru nú með því hæsta sem þekkjast í heiminum. Ef þeir ríku fjárfesta og skapa störf, hvert er þá vandamálið? Hefurðu einhvern tímann verið í vinnu hjá einhverjum sem átti ekki neitt?“ spyr Laffer. „Já,“ svarar blaðamaður, sem eitt sinn rak eigið fyrirtæki. „Ég meinti fyrir utan slíkt,“ segir Laffer og hlær.VERRI BANDARÍKI BLASi VIÐLaffer rakti ýmis söguleg dæmi í erindi sínu í Þjóðmenningarhúsinu. Öll áttu þau það sameiginlegt að lægri skattar hefðu haft í för með sér uppsveiflu. Þannig skýrði hann til að mynda mikla velmegun í Bandaríkjunum á árunum upp úr fyrri heimsstyrjöld.Á móti hefðu háir skattar eða hækkanir á þeim haft í för með sér niðursveiflu, jafnvel heimskreppuna á millistríðsárunum. Bandaríkin hafi í raun ekki komist á réttan kjöl í skattalegu tilliti fyrr en Kennedy hefði beitt sér fyrir skattalækkunum á sjöunda áratugnum. „Ég er ekki pólitískur,“ segir hann. „Ég kaus Bill Clinton í bæði skiptin sem hann bauð sig fram. Mér hugnaðist efnahagsstefna hans betur en hinna, þótt ég sé langt í frá hrifinn af því sem hann gerir í einkalífinu.“Bush-stjórnin hefur rekið efnahagsstefnu sem er Laffer að skapi. Meðal annars hafa skattar verið lækkaðir, en nokkuð hefur verið gagnrýnt að einkum hinir tekjuhæstu hafi hagnast. Laffer ítrekar fyrra svar sitt við því. En nú er kjörtímabil Bush yngra senn á enda. Hvernig metur Laffer horfurnar vestra?„Ég hef miklar áhyggjur af framtíðinni,“ segir Laffer um horfurnar í Bandaríkjunum á næstu árum. „Ég hygg að demókratar fari með sigur af hólmi í næstu kosningum. Núverandi stjórn glímir við miklar óvinsældir vegna Íraksstríðsins og það mun ríða henni að fullu. Það er verið að færa öðrum stjórnartaumana á silfurfati. Við tekur stjórn sem mun snúa við í efnahagsmálum. Skattar verða hækkaðir, reglur verða þyngdar og fleira. Eftir fimm ár sé ég fram á allt önnur Bandaríki en við sjáum nú.“ Undir smásjánni Tengdar fréttir Umhugsunarefni hvort þetta eigi við Indriði H. Þorláksson segir að fleira skýri aukna fyrirtækjaskatta en lækkun skattprósentu. 21. nóvember 2007 00:01 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Ég flutti frá gósenlandinu Kaliforníu til Tennessee. Hvers vegna gerði ég það? Vegna þess að þar eru miklu lægri skattar,“ segir bandaríski hagfræðingurinn Arthur B. Laffer. Hann hefur áratugum saman talað fyrir lækkun skatta og lagt sig fram um að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Laffer kom hingað til lands fyrir helgi og flutti erindi á hádegisfundi félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Arthur B. Laffer er tæplega sjötugur. Hann lauk doktorsprófi frá Stanford-háskóla árið 1971. Laffer er hvað þekktastur fyrir efnahagsráðgjöf til Reagan-stjórnarinnar. Ráðgjöfin byggðist á því að lægri skattar örvuðu efnahagslífið. Hugmyndina setur hann fram með svonefndri Laffer-kúrfu.Enginn vill borga 110 prósentLaffer-kúrfan Endar kúrfunnar tákna annars vegar 0% skatt (til vinstri) og 100% skatt (til hægri). Samkvæmt myndinni er punktur á kúrfunni þar sem skattekjur minnka þótt skatthlutfall sé aukið.Kúrfan sýnir að tvær afleiðingar eru af sköttum. Önnur er sú að séu skattar hækkaðir aukist tekjurnar. Síðan eru það hin efnahagslegu áhrif. Séu skattar hækkaðir dregur það úr vilja fólks til þess að vinna fyrir sköttunum og þar með dragast tekjurnar saman,“ segir Laffer. Þetta sé bara einföld hagfræði. „Þurfir þú að borga 110 prósenta skatt, í raun að borga með þér, hvað heldurðu að þú entist lengi í blaðamennskunni?“ segir Laffer og brosir við blaðamanni. Þetta dæmi sýni að séu skattar of háir skorti fólk allan hvata til þess að vinna.Laffer segir að kúrfan sé í raun og veru aðeins tæki til kennslu. „Að sjálfsögðu má nota hana og hún getur sýnt stjórnmálamönnum [sem vilja hækka skatta til að auka tekjur] fram á afleiðingar gjörða sinna.“SKATTAR AF HINU ILLASkoðanabræður í skattamálum Arthur B. Laffer situr milli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors og Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra.„Skattar draga alltaf úr vilja fólks til þess að vinna fyrir sköttunum,“ segir Laffer. „Fólk fær minna í sinn hlut. Það vill maður ekki. Maður vill að það fái sem mest. Þess vegna eru skattar af hinu illa, þótt þeir séu nauðsynlegir til þess að reka ríkið. Maður þarf hins vegar að fara mjög varlega og ganga ekki of langt. Það er allt og sumt sem ég er að segja.“ Laffer kannast hvorki við einn einasta stjórnmálaflokk né nokkra stjórnmálaskoðun þar sem sem því er haldið fram að skattar séu í eðli sínu góðir. „Heldur eru skattarnir aðeins nauðsynlegir til þess að hjálpa þeim fátæku, minnihlutahópum, leggja vegi eða hvað sem ríkisstjórnir þurfa að gera.“Hlutverk ríkisins er að hans mati einungis að búa til góða umgjörð um efnahagslífið. Skatta nefnir hann fyrsta af því sem máli skiptir fyrir góðan efnahag; lága flata skatta. Einnig að rekin sé góð peningamálastefna, viðskipti séu frjáls og svo eigi ríkið að sjá um regluverk og annað sem tengist efnahagnum sem ekki sé fólgið í hinu þrennu.ÁRANGURINN SENNILEGA BESTUR Á ÍSLANDIFólk að störfum Tekjuskattur hefur aukist sem hlutfall af heildarskattbyrði.„Tökum Ísland sem dæmi. Hér var kúrfan notuð til að sýna lækkun á fyrirtækjaskatti með góðum árangri. Stjórnmálamennirnir fundu út tekjurnar sem hlutfall af landsframleiðslu. Það er raunar ekki rétt að mínu mati. Það þarf að taka tillit til þess að landsframleiðslan hefur líka aukist. „Ef skatttekjur eru reiknaðar sem hlutfall af landsframleiðslu, þá þarf að gera ráð fyrir tekjum af öllum hinum sköttunum, sem líka aukast,“ segir Laffer. Fólk hafi fengið vinnu sem það gerði ekki ráð fyrir, fengið laun sem urðu hærri en ella. „Þetta þarf allt að taka með í reikninginn,“ segir Laffer. Laffer segir aðspurður um hvar stuðst sé við kenningar hans, að þær séu notaðar alla daga um allan heim. „Besta dæmið um að þær virka er sennilega hér á Íslandi. En útkoman í Bandaríkjunum var stórkostleg,“ segir Laffer. „Þar voru hæstu skattar 70 prósent þegar við komum til skjalanna og þeir voru lækkaðir niður fyrir 30 prósent,“ segir Laffer um ráðgjöf sína til Reagans.Hann segist vilja snúa þessu við og rifjar upp forsetatíð Johnsons, Nixons, Fords og Carters þar vestra. Þeir hafi lagt bandarískan efnahag í rúst. „Þetta er frábært dæmi um framboðshagfræði og hvernig þeir bjuggu til kreppu.“ Laffer nefnir einnig efnahagsstjórn Margaretar Thatcher í Bretlandi. „Svo við gleymum ekki Írlandi. Þar hafði ríkt kreppa í 250 ár. Fólk svalt heilu hungri. Núna blómstrar Írland. Segðu mér svo að þetta virki ekki!“Tekjurnar jukust með lægri sköttumÍSLENDINGAR VIÐ EiFFEL-TURNINN Frakkar greiða lágan fjármagnstekjuskatt.Laffer segist ekki hafa kynnt sér íslenska efnahagsþróun eins vel og hann hefði kosið. Þrátt fyrir það sjáist vel hvernig hugmyndir sínar hafi haft góð áhrif hérlendis „Skattar voru lækkaðir, dregið var úr verðbólgu, fyrirtæki voru einkavædd og höft á flæði fjármagns og þjónustu voru afnumin. Þetta er í rauninni ótrúlegt. Hver í ósköpunum myndi mæla gegn því að lækka skatthlutfallið og auka tekjurnar um leið?“ spyr Laffer og bætir við annarri spurningu. „Hvers vegna skyldum við hækka skatta og fá minna í kassann? Um leið drægjum við úr atvinnu og svo framvegis,“ segir Laffer. kÚRFAN TEKIN OF ALVARLEGA„Ég teiknaði upp kúrfuna en menn taka hana of bókstaflega,“ segir Laffer og brosir. „Það er ekki hægt að finna þann stað á henni þar sem mestar tekjur fást fyrir lægsta skatthlutfallið,“ segir Laffer. „Meginatriðið þegar kemur að sköttum,“ segir hann, „er hver áhrifin eru á lífsgæði fólks, tekjudreifingu í hagkerfinu.“ Það sé alveg hægt að merkja inn á kúrfuna einhverja staði og reyna að komast að því hvernig mestar tekjur fást fyrir lægsta skatthlutfallið, en það sé ekki markmiðið að hámarka tekjur ríkisins.Efnaðir þjónar í skattaparadísÞegar skattalækkanir eru skoðaðar, til að mynda hér á landi eða í Bandaríkjunum, er stutt í þá hugsun að þeir sem mest höfðu fyrir hagnist mest. „Þetta er ekki rétt,“ segir Laffer. „Skattar þeirra ríkustu lækka mest vegna þess að það eru þeir sem greiða skattana. Það er ekki hægt að lækka skatta þeirra sem ekki borguðu hann til að byrja með. En ekki hugsa þér að það séu þeir ríkustu sem hagnast mest. Takist þeim að auka fjárfestingar, tekjur og atvinnu má vel vera að það séu einmitt þeir verst settu sem mest hagnast. Þeir fá vinnu og tekjur þeirra aukast,“ segir Laffer.Hann tekur dæmi af Bermúda, þar sem ríkir greiða engan tekjuskatt. „Allir þessir milljónamæringar fluttu til Bermúda. Og hvað gerðist? Laun verkamanna, þjóna og margra annarra eru nú með því hæsta sem þekkjast í heiminum. Ef þeir ríku fjárfesta og skapa störf, hvert er þá vandamálið? Hefurðu einhvern tímann verið í vinnu hjá einhverjum sem átti ekki neitt?“ spyr Laffer. „Já,“ svarar blaðamaður, sem eitt sinn rak eigið fyrirtæki. „Ég meinti fyrir utan slíkt,“ segir Laffer og hlær.VERRI BANDARÍKI BLASi VIÐLaffer rakti ýmis söguleg dæmi í erindi sínu í Þjóðmenningarhúsinu. Öll áttu þau það sameiginlegt að lægri skattar hefðu haft í för með sér uppsveiflu. Þannig skýrði hann til að mynda mikla velmegun í Bandaríkjunum á árunum upp úr fyrri heimsstyrjöld.Á móti hefðu háir skattar eða hækkanir á þeim haft í för með sér niðursveiflu, jafnvel heimskreppuna á millistríðsárunum. Bandaríkin hafi í raun ekki komist á réttan kjöl í skattalegu tilliti fyrr en Kennedy hefði beitt sér fyrir skattalækkunum á sjöunda áratugnum. „Ég er ekki pólitískur,“ segir hann. „Ég kaus Bill Clinton í bæði skiptin sem hann bauð sig fram. Mér hugnaðist efnahagsstefna hans betur en hinna, þótt ég sé langt í frá hrifinn af því sem hann gerir í einkalífinu.“Bush-stjórnin hefur rekið efnahagsstefnu sem er Laffer að skapi. Meðal annars hafa skattar verið lækkaðir, en nokkuð hefur verið gagnrýnt að einkum hinir tekjuhæstu hafi hagnast. Laffer ítrekar fyrra svar sitt við því. En nú er kjörtímabil Bush yngra senn á enda. Hvernig metur Laffer horfurnar vestra?„Ég hef miklar áhyggjur af framtíðinni,“ segir Laffer um horfurnar í Bandaríkjunum á næstu árum. „Ég hygg að demókratar fari með sigur af hólmi í næstu kosningum. Núverandi stjórn glímir við miklar óvinsældir vegna Íraksstríðsins og það mun ríða henni að fullu. Það er verið að færa öðrum stjórnartaumana á silfurfati. Við tekur stjórn sem mun snúa við í efnahagsmálum. Skattar verða hækkaðir, reglur verða þyngdar og fleira. Eftir fimm ár sé ég fram á allt önnur Bandaríki en við sjáum nú.“
Undir smásjánni Tengdar fréttir Umhugsunarefni hvort þetta eigi við Indriði H. Þorláksson segir að fleira skýri aukna fyrirtækjaskatta en lækkun skattprósentu. 21. nóvember 2007 00:01 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Umhugsunarefni hvort þetta eigi við Indriði H. Þorláksson segir að fleira skýri aukna fyrirtækjaskatta en lækkun skattprósentu. 21. nóvember 2007 00:01