Dýrlingurtungunnar Þráinn Bertelsson skrifar 19. nóvember 2007 06:30 Á föstudagskvöld horfðum við á þátt sem heitir „Tekinn" á Stöð 2. Andri, 9 ára, leit upp frá sjónvarpinu og sagði: „Þetta er eiginlega allt á ensku. Af hverju er verið að sýna þetta á „degi íslenskrar tungu"?" REYNDAR mátti hafa illkvittnislega ánægju af því að sumir þátttakendurnir virtust hafa alist upp fjarri mannabyggð án móðurmáls og voru jafnófærir um að tjá sig á ensku og íslensku. Þarna var t.d. verið að spauga með Jakob Frímann Magnússon sem venjulega á ekki í neinum vandræðum með að tjá sig á gullaldaríslensku, en til þess að komast niður á stig sjónvarpsfólksins var Jakob farinn að babbla á þeirri pidgin-ensku sem var tungumál þáttarins. ÞAÐ er sama hversu mikillar virðingar Jónas Hallgrímsson nýtur hjá þjóðinni, það er samt borin von að Íslendingar fari að leggja rækt við málfar sitt í þakklætisskyni við látinn mann. Fimmtíu Jónasarhátíðir á ári myndu ekki duga. Jónas lagði meira en sinn skerf af mörkum til íslenskunnar meðan hann lifði. Allmargar ljóðlínur eftir hann lifa enn í minni þjóðarinnar og hafa áhrif enn í dag. Það er fallegt að sýna látnum dánumanni ræktarsemi. Að gera hann að dýrlingi tungunnar; að syngja honum messur, færa honum fórnir og vona að bænarhitinn dugi er hins vegar vægast sagt kjánalegt. VIÐ Íslendingar höfum átt marga málsnjalla menn. Við þurfum að kalla þá alla, lifendur og dauða á vettvang frá Sturlu Þórðarsyni til Össurar Skarphéðinssonar, frá Æra-Tobba til Steinunnar Sigurðardóttur, frá Halldóri Laxness til Guðrúnar Helgadóttur. Og við þurfum að kalla þjóðina til þátttöku í þessu átaki. Það er ekki nóg að gefa börnum í Þelamerkurskóla eintak af ævisögu Jónasar. Framtíð íslenskrar tungu stendur hvorki né fellur með honum. Framtíð tungunnar fer eftir því hvort okkur sem höfum áhuga á langlífi íslenskrar tungu tekst að vekja fólk á öllum aldri til umhugsunar um tungutak sitt - því að hvað sem líður „bökkum og eggjum" og „öndum sem unnast" í kveðskap Jónasar getur eilífð hæglega aðskilið þjóð og tungu - og þarf ekki eilífð til. VAR það ekki annars Jónas sem orti: „Bera bý / bagga skoplítinn / hvert að húsi heim..." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun
Á föstudagskvöld horfðum við á þátt sem heitir „Tekinn" á Stöð 2. Andri, 9 ára, leit upp frá sjónvarpinu og sagði: „Þetta er eiginlega allt á ensku. Af hverju er verið að sýna þetta á „degi íslenskrar tungu"?" REYNDAR mátti hafa illkvittnislega ánægju af því að sumir þátttakendurnir virtust hafa alist upp fjarri mannabyggð án móðurmáls og voru jafnófærir um að tjá sig á ensku og íslensku. Þarna var t.d. verið að spauga með Jakob Frímann Magnússon sem venjulega á ekki í neinum vandræðum með að tjá sig á gullaldaríslensku, en til þess að komast niður á stig sjónvarpsfólksins var Jakob farinn að babbla á þeirri pidgin-ensku sem var tungumál þáttarins. ÞAÐ er sama hversu mikillar virðingar Jónas Hallgrímsson nýtur hjá þjóðinni, það er samt borin von að Íslendingar fari að leggja rækt við málfar sitt í þakklætisskyni við látinn mann. Fimmtíu Jónasarhátíðir á ári myndu ekki duga. Jónas lagði meira en sinn skerf af mörkum til íslenskunnar meðan hann lifði. Allmargar ljóðlínur eftir hann lifa enn í minni þjóðarinnar og hafa áhrif enn í dag. Það er fallegt að sýna látnum dánumanni ræktarsemi. Að gera hann að dýrlingi tungunnar; að syngja honum messur, færa honum fórnir og vona að bænarhitinn dugi er hins vegar vægast sagt kjánalegt. VIÐ Íslendingar höfum átt marga málsnjalla menn. Við þurfum að kalla þá alla, lifendur og dauða á vettvang frá Sturlu Þórðarsyni til Össurar Skarphéðinssonar, frá Æra-Tobba til Steinunnar Sigurðardóttur, frá Halldóri Laxness til Guðrúnar Helgadóttur. Og við þurfum að kalla þjóðina til þátttöku í þessu átaki. Það er ekki nóg að gefa börnum í Þelamerkurskóla eintak af ævisögu Jónasar. Framtíð íslenskrar tungu stendur hvorki né fellur með honum. Framtíð tungunnar fer eftir því hvort okkur sem höfum áhuga á langlífi íslenskrar tungu tekst að vekja fólk á öllum aldri til umhugsunar um tungutak sitt - því að hvað sem líður „bökkum og eggjum" og „öndum sem unnast" í kveðskap Jónasar getur eilífð hæglega aðskilið þjóð og tungu - og þarf ekki eilífð til. VAR það ekki annars Jónas sem orti: „Bera bý / bagga skoplítinn / hvert að húsi heim..."
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun