Peningaskápurinn … 20. september 2007 00:01 Að leggja saman tvo og tvoEins og segir hér annars staðar á síðunni hafði Lundúnaútibú Landsbankans milligöngu um kaup Úsbekans Alishers Usmanov á sex prósenta hlut í enska knattspyrnuliðinu Arsenal. Eins og svo oft áður er breska pressan fljót að greina kjarnann frá hisminu og leggja saman tvo og tvo. Breska stórblaðið The Guardian segir sjálfan Björgólf Guðmundsson, stjórnarformann Landsbankans og eiganda níutíu prósenta hlutafjár í West Ham United, hafa verið lykilmann í því ferli sem leiddi til þess að Usmanov á nú ríflega fimmtungshlut í Arsenal. Björgólfur hafi kynnt þá Usmanov og David Dein, hinn brottræka stjórnarformann Arsenal, og komið því til leiðar að Usmanov keypti fjórtán prósenta hlut Dein í félaginu. Ekki eru færðar sérstakar sannanir fyrir sannleiksgildi þessarar tilgátu, aðrar en þær að Björgólfur hafi eytt talsverðum tíma í Rússlandi á öndverðri síðustu öld. Eggert á hliðarlínunaEgill Helgason, ríkisstarfsmaður og ofurbloggari, er annar sem getið hefur sér orð fyrir að sjá skóginn fyrir trjánum. Eins og nú er á flestra vitorði var á dögunum ákveðið að Eggert Magnússon léti af stöðu starfandi stjórnarformanns hjá West Ham og settist þess í stað í hefðbundinn stjórnarformannsstól. Egill rýnir í stöðuna á bloggsíðu sinni og telur augljóst að öll ráð hafi verið tekin af Eggerti, og raunar sé verið að sparka honum upp á við. Eggert sé hins vegar mjög vinsæll meðal stuðningsmanna West Ham og því nauðsynlegt að halda honum sem táknmynd félagsins út á við. „Það væri annars áhugavert að fá skýringar á því hvers vegna Björgólfur telur nauðsynlegt að svipta þennan félaga sinn völdum", segir á Eyjubloggi Egils. Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Að leggja saman tvo og tvoEins og segir hér annars staðar á síðunni hafði Lundúnaútibú Landsbankans milligöngu um kaup Úsbekans Alishers Usmanov á sex prósenta hlut í enska knattspyrnuliðinu Arsenal. Eins og svo oft áður er breska pressan fljót að greina kjarnann frá hisminu og leggja saman tvo og tvo. Breska stórblaðið The Guardian segir sjálfan Björgólf Guðmundsson, stjórnarformann Landsbankans og eiganda níutíu prósenta hlutafjár í West Ham United, hafa verið lykilmann í því ferli sem leiddi til þess að Usmanov á nú ríflega fimmtungshlut í Arsenal. Björgólfur hafi kynnt þá Usmanov og David Dein, hinn brottræka stjórnarformann Arsenal, og komið því til leiðar að Usmanov keypti fjórtán prósenta hlut Dein í félaginu. Ekki eru færðar sérstakar sannanir fyrir sannleiksgildi þessarar tilgátu, aðrar en þær að Björgólfur hafi eytt talsverðum tíma í Rússlandi á öndverðri síðustu öld. Eggert á hliðarlínunaEgill Helgason, ríkisstarfsmaður og ofurbloggari, er annar sem getið hefur sér orð fyrir að sjá skóginn fyrir trjánum. Eins og nú er á flestra vitorði var á dögunum ákveðið að Eggert Magnússon léti af stöðu starfandi stjórnarformanns hjá West Ham og settist þess í stað í hefðbundinn stjórnarformannsstól. Egill rýnir í stöðuna á bloggsíðu sinni og telur augljóst að öll ráð hafi verið tekin af Eggerti, og raunar sé verið að sparka honum upp á við. Eggert sé hins vegar mjög vinsæll meðal stuðningsmanna West Ham og því nauðsynlegt að halda honum sem táknmynd félagsins út á við. „Það væri annars áhugavert að fá skýringar á því hvers vegna Björgólfur telur nauðsynlegt að svipta þennan félaga sinn völdum", segir á Eyjubloggi Egils.
Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira