Billjónsdagbók 26.8 26. ágúst 2007 00:01 OMXI15 var 8.348,73, þegar ég hoppaði hæð mína í loft upp í morgun, og Dow Jones var 13.236,13 þegar ég kom aftur niður á gólf í stjórnarherbergi Sjálfsmínbanka og fann að ég var 750 miljónum króna ríkari en á fimmtudag. Ég er djíníuss! Ég var einn í stjórnarherberginu. Þegar ég hafði fullvissað mig um að var enginn í móttökunni, leyfði ég mér að dansa eins og indjánahöfðinginn „Óstöðugur vindur" hring eftir hring í kringum 12 fermetra fundarborðið, fórna höndum og hrópa í sífellu af léttgeggjaðri hrifningu: Djíníuss! Djíníuss! Það er rílí sommþinng að verða 750 miljónum verðmætari á tveimur sólarhringum og hafa átt stærstan hlut í því sjálfur með sínu eigin meðfædda kríeitivvítí. Íslendingar hneigja sig dýpra fyrir manni sem á 750 miljónum meira í dag en í gær. Íslendingar dýrka stundargróða. Íslenskur almenningur hefur jafnvel nautn af að láta sér blæða út svo að aðrir geti orðið ríkir á nó tæm. Hann er ökónómískur masókisti. Það var svo einfalt að græða þessar 750 miljónir að ég trúi því varla ennþá sem stendur í bókhaldinu. Ég lét Sjálfsmínbanka selja sjálfum mér hlutabréf í sjálfum sér, þegar gengið var í botni, og síðan, í morgun, lét ég sjálfan mig selja Sjálfsmínbanka bréfin, sem hann hafði áður átt í sjálfum sér, þegar gengið hafði hækkað margfalt eins og allir sáu fyrir að það mundi gera. Bingó! 750 miljónir í vasann. Þetta slær öllu við sem Háskólinn í Reykjavík er að kenna fólki í MBA-námi. Einhver lífrænt samanherpt vinstri-græn voru að fetta fingur út í þetta í dag. Svo var hann tuða, hluthafinn í eyðimörkinni sem er eilíflega að bera fyrir sig lög um hlutafélög eins og þau séu einhver lög. Þjóðin hlustar ekki á þetta. Hún elskar menn sem eru glúrnir að bjarga sér. Iwaunt Moore var að reka á eftir mér að velja sætisáklæði í þotuna. Ég þarf að gera upp við mig hvort ég kaupi Aston Villa eða Sunderland. Er líka að skoða nýtt tilboð í mömmu. Svo var Baddi að suða í mér út af Sparisjóði Blöndæla. Stofnfjáreigendur séu fimm, tvö karltetur, hrútur, brúnskjótt meri og hundur með staurlöpp: Þeir séu til í að verða „spariþjófar" gegn þúsundföldu nafnvirði. Ekki vit í öðru en að við Baddi förum út í sjóðbullandi „seðlaprentun" eins og hinir. Er að sannast á Íslandi að peningar geta vaxið á trjám. Skoða þetta á morgun. Gæti þegið kaldan bjór ef Ylhýri-Villi hefði ekki bannað að kæla hann hérna í miðbænum. Borgarstjórinn er svo stór í sniðum; hann hugsar ekki í stykkjatali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Örn Marinósson Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun
OMXI15 var 8.348,73, þegar ég hoppaði hæð mína í loft upp í morgun, og Dow Jones var 13.236,13 þegar ég kom aftur niður á gólf í stjórnarherbergi Sjálfsmínbanka og fann að ég var 750 miljónum króna ríkari en á fimmtudag. Ég er djíníuss! Ég var einn í stjórnarherberginu. Þegar ég hafði fullvissað mig um að var enginn í móttökunni, leyfði ég mér að dansa eins og indjánahöfðinginn „Óstöðugur vindur" hring eftir hring í kringum 12 fermetra fundarborðið, fórna höndum og hrópa í sífellu af léttgeggjaðri hrifningu: Djíníuss! Djíníuss! Það er rílí sommþinng að verða 750 miljónum verðmætari á tveimur sólarhringum og hafa átt stærstan hlut í því sjálfur með sínu eigin meðfædda kríeitivvítí. Íslendingar hneigja sig dýpra fyrir manni sem á 750 miljónum meira í dag en í gær. Íslendingar dýrka stundargróða. Íslenskur almenningur hefur jafnvel nautn af að láta sér blæða út svo að aðrir geti orðið ríkir á nó tæm. Hann er ökónómískur masókisti. Það var svo einfalt að græða þessar 750 miljónir að ég trúi því varla ennþá sem stendur í bókhaldinu. Ég lét Sjálfsmínbanka selja sjálfum mér hlutabréf í sjálfum sér, þegar gengið var í botni, og síðan, í morgun, lét ég sjálfan mig selja Sjálfsmínbanka bréfin, sem hann hafði áður átt í sjálfum sér, þegar gengið hafði hækkað margfalt eins og allir sáu fyrir að það mundi gera. Bingó! 750 miljónir í vasann. Þetta slær öllu við sem Háskólinn í Reykjavík er að kenna fólki í MBA-námi. Einhver lífrænt samanherpt vinstri-græn voru að fetta fingur út í þetta í dag. Svo var hann tuða, hluthafinn í eyðimörkinni sem er eilíflega að bera fyrir sig lög um hlutafélög eins og þau séu einhver lög. Þjóðin hlustar ekki á þetta. Hún elskar menn sem eru glúrnir að bjarga sér. Iwaunt Moore var að reka á eftir mér að velja sætisáklæði í þotuna. Ég þarf að gera upp við mig hvort ég kaupi Aston Villa eða Sunderland. Er líka að skoða nýtt tilboð í mömmu. Svo var Baddi að suða í mér út af Sparisjóði Blöndæla. Stofnfjáreigendur séu fimm, tvö karltetur, hrútur, brúnskjótt meri og hundur með staurlöpp: Þeir séu til í að verða „spariþjófar" gegn þúsundföldu nafnvirði. Ekki vit í öðru en að við Baddi förum út í sjóðbullandi „seðlaprentun" eins og hinir. Er að sannast á Íslandi að peningar geta vaxið á trjám. Skoða þetta á morgun. Gæti þegið kaldan bjór ef Ylhýri-Villi hefði ekki bannað að kæla hann hérna í miðbænum. Borgarstjórinn er svo stór í sniðum; hann hugsar ekki í stykkjatali.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun