Nýir straumar í hugbúnaðarþróun 22. ágúst 2007 00:01 Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri Spretts MYND/Hörður Sprettur nefnist nýstofnað fyrirtæki sem sérhæfir sig í útbreiðslu Agile-hugmynda, og þá sérstaklega svokallaðri Scrum-hugmyndafræði sem lýtur að aðferðum til að stjórna verkefnum og fyrirtækjum. Fyrirtækið stendur fyrir ráðstefnu á Hótel Nordica 29. ágúst næstkomandi þar sem Scrum-hugmyndafræðin verður kynnt. Meðal fyrirlesara verða þeir Ken Schwaber, sem talinn er höfundur Scrum-hugmyndafræðinnar, og Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri Industria. Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri Spretts, segir Agile vera samansafn hugmynda sem ætlað er að auka skilvirkni í hugbúnaðarþróun. „Uppruna þessara hugmynda má rekja til þess þegar nokkrir frömuðir úr hugbúnaðargeiranum komu saman í fjallakofa í Utah og settu fram stutt plagg sem kallað var Stefnulýsing Agile-hugbúnaðarþróunar. Þar settu þeir meðal annars fram tólf grundvallarreglur sem bæri að fylgja. Meðal þeirra var Ken Schwaber, höfundur Scrum-stefnunnar og einn fyrirlesara okkar." Scrum byggist á markmiðasetningu og er ætlað að auðvelda stjórnendum að fylgjast með framvindu í hugbúnaðarþróun. Pétur segir slíkra markmiðasetninga vera þörf þar sem oft á tíðum sé erfitt að sjá árangur af hugbúnaðarþróun, ólíkt því sem til að mynda gerist í hefðbundinni framleiðslu. „Menn sjá alltaf kleinuhringinn og geta auðveldlega fylgst með öllu framleiðsluferlinu, hvernig gengur og svo framvegis. Þegar kemur að hugbúnaðarþróun er ef til vill erfitt að meta árangurinn," segir Pétur Orri. Scrum-hugmyndafræðin hefur þó smitað út frá sér og verið tekin upp víðar en í hugbúnaðarþróun. Samkvæmt hugmyndafræðinni setja starfsmenn sér í sameiningu markmið sem verður síðan að inna af hendi innan ákveðins tímaramma. „Scrum-stjórnendur leiða, en stjórna ekki. Mikið er lagt upp úr því að reyna að fá starfsfólk til að finna að það hafi sjálft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru. Samkvæmt Scrum-stjórnun eru haldnir daglegir fundir þar sem hver fundarmanna fær þrjár spurningar; hvað gerðirðu í gær, hvað á að gera í dag og hvað kemur næst?" Mörg helstu stórfyrirtæki veraldar hafa tekið upp Scrum-hugmyndafræði á vissum sviðum; til að mynda Google, Microsoft og Nokia. „Scrum hentar númer eitt, tvö og þrjú fyrir hugbúnaðar- og þekkingarfyrirtæki. Ég get fullyrt að stjórnun og flækjustig eru stórt vandamál í mörgum hugbúnaðarfyrirtækjum hér á landi," segir Pétur Orri. AGILIS-ráðstefnan verður í stóra salnum á Hótel Nordica. Pétur segist finna fyrir miklum áhuga og þegar hafi um sextíu manns skráð sig. „Markhópurinn er kannski helst stjórar og verkefnastjórar. Þessi hugmyndafræði nýtist tvímælalaust öllum þekkingarfyrirtækjum." Tækni Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Sprettur nefnist nýstofnað fyrirtæki sem sérhæfir sig í útbreiðslu Agile-hugmynda, og þá sérstaklega svokallaðri Scrum-hugmyndafræði sem lýtur að aðferðum til að stjórna verkefnum og fyrirtækjum. Fyrirtækið stendur fyrir ráðstefnu á Hótel Nordica 29. ágúst næstkomandi þar sem Scrum-hugmyndafræðin verður kynnt. Meðal fyrirlesara verða þeir Ken Schwaber, sem talinn er höfundur Scrum-hugmyndafræðinnar, og Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri Industria. Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri Spretts, segir Agile vera samansafn hugmynda sem ætlað er að auka skilvirkni í hugbúnaðarþróun. „Uppruna þessara hugmynda má rekja til þess þegar nokkrir frömuðir úr hugbúnaðargeiranum komu saman í fjallakofa í Utah og settu fram stutt plagg sem kallað var Stefnulýsing Agile-hugbúnaðarþróunar. Þar settu þeir meðal annars fram tólf grundvallarreglur sem bæri að fylgja. Meðal þeirra var Ken Schwaber, höfundur Scrum-stefnunnar og einn fyrirlesara okkar." Scrum byggist á markmiðasetningu og er ætlað að auðvelda stjórnendum að fylgjast með framvindu í hugbúnaðarþróun. Pétur segir slíkra markmiðasetninga vera þörf þar sem oft á tíðum sé erfitt að sjá árangur af hugbúnaðarþróun, ólíkt því sem til að mynda gerist í hefðbundinni framleiðslu. „Menn sjá alltaf kleinuhringinn og geta auðveldlega fylgst með öllu framleiðsluferlinu, hvernig gengur og svo framvegis. Þegar kemur að hugbúnaðarþróun er ef til vill erfitt að meta árangurinn," segir Pétur Orri. Scrum-hugmyndafræðin hefur þó smitað út frá sér og verið tekin upp víðar en í hugbúnaðarþróun. Samkvæmt hugmyndafræðinni setja starfsmenn sér í sameiningu markmið sem verður síðan að inna af hendi innan ákveðins tímaramma. „Scrum-stjórnendur leiða, en stjórna ekki. Mikið er lagt upp úr því að reyna að fá starfsfólk til að finna að það hafi sjálft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru. Samkvæmt Scrum-stjórnun eru haldnir daglegir fundir þar sem hver fundarmanna fær þrjár spurningar; hvað gerðirðu í gær, hvað á að gera í dag og hvað kemur næst?" Mörg helstu stórfyrirtæki veraldar hafa tekið upp Scrum-hugmyndafræði á vissum sviðum; til að mynda Google, Microsoft og Nokia. „Scrum hentar númer eitt, tvö og þrjú fyrir hugbúnaðar- og þekkingarfyrirtæki. Ég get fullyrt að stjórnun og flækjustig eru stórt vandamál í mörgum hugbúnaðarfyrirtækjum hér á landi," segir Pétur Orri. AGILIS-ráðstefnan verður í stóra salnum á Hótel Nordica. Pétur segist finna fyrir miklum áhuga og þegar hafi um sextíu manns skráð sig. „Markhópurinn er kannski helst stjórar og verkefnastjórar. Þessi hugmyndafræði nýtist tvímælalaust öllum þekkingarfyrirtækjum."
Tækni Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira