Sótti áhrif í íslensk sjómannaklæði 27. júlí 2007 00:45 Hildigunnur Sigurðardóttir hefur búið í útlöndum í rúm sjö ár og útskrifaðist nýverið sem fatahönnuður í Englandi. Hún fékk mikið hrós fyrir lokalínu sína. Fréttablaðið/Hörður Hildigunnur Sigurðardóttir lauk nýverið við BA í fatahönnun í skóla í Bretlandi. Þar fékk hún hæstu einkunn fyrir lokalínu sína og fékk þann heiður að sýna á London Graduate Week ásamt útskriftarnemum úr öðrum skólum. „Skólinn heitir University College for the Creative Arts og listadeildin er staðsett í Rochester sem er um fjörutíu mínútum fyrir utan London. Ég flutti út fyrir sjö og hálfu ári síðan. Fyrst bjó ég í Brussel og kláraði þar grunnskóla og menntaskóla og þaðan fór ég beint til Englands," segir Hildigunnur sem var mjög ánægð með námið í Rochester.Áhrif frá sjómönnum„Fyrsta árið snýst að miklu leyti um að kynna okkur fyrir tískuheiminum. Við gerðum litlar línur, fórum í sníða- og saumatíma og þess háttar. Á öðru ári var verkefnavinnan lengri og um jólin sýndu allir einn alklæðnað auk þess sem við lærðum markaðsfræði og gerðum haust- og sumarlínur. Síðasta árið var svo algjörlega undir okkur komið, þá unnum við okkar heildarhugmynd og þróuðum lokalínuna okkar áfram," segir Hildigunnur.„Ég valdi að gera vetrarlínu og sótti áhrif í Ísland og íslensk sjómannaklæði frá nítjándu öld. Sniðin voru að sjálfsögðu frekar karlmannleg, stór og víð og ég tók þau og setti í kvenlegan stíl sem var mikil áskorun fyrir mig. Svo var haldin tískusýning þar sem þekkt fólk úr tískuheiminum sat í dómnefnd og var þar meðal annars hin fræga fyrirsæta Erin O'Connor. 27 af 72 nemendum fengu svo að sýna á London Graduate Fashion Week og ég var svo heppin að vera þar á meðal. Það var mikil upplifun og alveg rosalega gaman."Hinn frægi tískublaðamaður Hilary Alexander fjallaði um sýninguna í The Daily Telegraph og sagði meðal annars: „Hönnun Hildigunnar samanstóð af vestum úr fiskinetum, íslenskum lopapeysum, víðum vaðbuxum og jökkum úr fiskiroði í indælli línu sem er gerð fyrir sjóarastelpur."Náttúruleg efniAðspurð hvers vegna hún hafi valið fatahönnun segir hún: „Áhuginn byrjaði í níunda bekk og þá fór ég að búa til mín eigin föt og fór á teikninámskeið. Ég fékk allt í einu gríðarlegan áhuga á að skapa og vinna með efni og safnaði saman í möppu sem ég skilaði svo inn í skólann. Það var ekki svo erfitt að komast inn enda eru ráðamenn skólans mjög opnir fyrir að fá inn ólíkt fólk með mismunandi bakgrunn," segir Hildigunnur sem á sér nokkra uppáhaldshönnuði í bransanum.„Vivienne Westwood er í algjöru uppáhaldi. Hún skarar fram úr á þessu sviði, er alltaf með eitthvað nýtt spennandi án þess að tapa sínum stíl. Svo er ég mjög hrifin af Dries Van Noten og Martin Margiela." Hildigunnur á ekki í vandræðum með að lýsa stílnum sem einkennir eigin hönnun. „Hann er mest tengdur efnum og er eiginlega blanda af ýmis konar efnum. Ég er mjög hrifin af því að vinna með leður, mér líkar vel að nota náttúruleg efni og nýti mér þau á óvenjulegan hátt."Sýning í SjóminjasafninuÍslendingar fá tækifæri til að sjá hönnun Hildigunnar á Menningarnótt en hún heldur þá tvær sýningar klukkan fjögur og fimm í Sjóminjasafninu Grandagarði 8. „Allur minn tími fer í að undirbúa sýninguna núna og svo ætla ég að safna mér pening og reyna að komast inn í lífið hérna heima. Það væri gaman að fá vinnu hjá einhverjum hönnuði, prófa mig áfram og reyna að lokum að koma sjálf einhverju í framleiðslu. Svo langar mig svolítið í meira nám en það kemur bara í ljós," segir þessi ungi og upprennandi fatahönnuður sem eflaust á eftir að láta að sér kveða í hinum harða heimi tískunnar. Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira
Hildigunnur Sigurðardóttir lauk nýverið við BA í fatahönnun í skóla í Bretlandi. Þar fékk hún hæstu einkunn fyrir lokalínu sína og fékk þann heiður að sýna á London Graduate Week ásamt útskriftarnemum úr öðrum skólum. „Skólinn heitir University College for the Creative Arts og listadeildin er staðsett í Rochester sem er um fjörutíu mínútum fyrir utan London. Ég flutti út fyrir sjö og hálfu ári síðan. Fyrst bjó ég í Brussel og kláraði þar grunnskóla og menntaskóla og þaðan fór ég beint til Englands," segir Hildigunnur sem var mjög ánægð með námið í Rochester.Áhrif frá sjómönnum„Fyrsta árið snýst að miklu leyti um að kynna okkur fyrir tískuheiminum. Við gerðum litlar línur, fórum í sníða- og saumatíma og þess háttar. Á öðru ári var verkefnavinnan lengri og um jólin sýndu allir einn alklæðnað auk þess sem við lærðum markaðsfræði og gerðum haust- og sumarlínur. Síðasta árið var svo algjörlega undir okkur komið, þá unnum við okkar heildarhugmynd og þróuðum lokalínuna okkar áfram," segir Hildigunnur.„Ég valdi að gera vetrarlínu og sótti áhrif í Ísland og íslensk sjómannaklæði frá nítjándu öld. Sniðin voru að sjálfsögðu frekar karlmannleg, stór og víð og ég tók þau og setti í kvenlegan stíl sem var mikil áskorun fyrir mig. Svo var haldin tískusýning þar sem þekkt fólk úr tískuheiminum sat í dómnefnd og var þar meðal annars hin fræga fyrirsæta Erin O'Connor. 27 af 72 nemendum fengu svo að sýna á London Graduate Fashion Week og ég var svo heppin að vera þar á meðal. Það var mikil upplifun og alveg rosalega gaman."Hinn frægi tískublaðamaður Hilary Alexander fjallaði um sýninguna í The Daily Telegraph og sagði meðal annars: „Hönnun Hildigunnar samanstóð af vestum úr fiskinetum, íslenskum lopapeysum, víðum vaðbuxum og jökkum úr fiskiroði í indælli línu sem er gerð fyrir sjóarastelpur."Náttúruleg efniAðspurð hvers vegna hún hafi valið fatahönnun segir hún: „Áhuginn byrjaði í níunda bekk og þá fór ég að búa til mín eigin föt og fór á teikninámskeið. Ég fékk allt í einu gríðarlegan áhuga á að skapa og vinna með efni og safnaði saman í möppu sem ég skilaði svo inn í skólann. Það var ekki svo erfitt að komast inn enda eru ráðamenn skólans mjög opnir fyrir að fá inn ólíkt fólk með mismunandi bakgrunn," segir Hildigunnur sem á sér nokkra uppáhaldshönnuði í bransanum.„Vivienne Westwood er í algjöru uppáhaldi. Hún skarar fram úr á þessu sviði, er alltaf með eitthvað nýtt spennandi án þess að tapa sínum stíl. Svo er ég mjög hrifin af Dries Van Noten og Martin Margiela." Hildigunnur á ekki í vandræðum með að lýsa stílnum sem einkennir eigin hönnun. „Hann er mest tengdur efnum og er eiginlega blanda af ýmis konar efnum. Ég er mjög hrifin af því að vinna með leður, mér líkar vel að nota náttúruleg efni og nýti mér þau á óvenjulegan hátt."Sýning í SjóminjasafninuÍslendingar fá tækifæri til að sjá hönnun Hildigunnar á Menningarnótt en hún heldur þá tvær sýningar klukkan fjögur og fimm í Sjóminjasafninu Grandagarði 8. „Allur minn tími fer í að undirbúa sýninguna núna og svo ætla ég að safna mér pening og reyna að komast inn í lífið hérna heima. Það væri gaman að fá vinnu hjá einhverjum hönnuði, prófa mig áfram og reyna að lokum að koma sjálf einhverju í framleiðslu. Svo langar mig svolítið í meira nám en það kemur bara í ljós," segir þessi ungi og upprennandi fatahönnuður sem eflaust á eftir að láta að sér kveða í hinum harða heimi tískunnar.
Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira