Allt breytt eftir sigurinn 11. júlí 2007 04:00 Sigurinn á Karlovy Vary hefur gjörbreytt öllu skipulagi. Mýrin ætti því að fara víða á þessu ári. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif þessi sigur myndi hafa,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri Mýrinnar sem hlaut Kristalshnöttinn á Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni í Tékklandi. Þegar Fréttablaðið ræddi við Baltasar vikuna áður en úrslitin voru tilkynnt höfðu borist einhver tugur tilboða um að koma með myndina á kvikmyndahátíðir. Nú væri öldin hins vegar önnur og tilboðunum og hamingjuóskum hreinlega rignir inn. „Ég hef bara aldrei upplifað annað eins, umfjöllun um sigurinn var á forsíðu Variety og skipulagið okkar er því gjörbreytt,“ útskýrir Baltasar en bætir því hins vegar við að hann ætli að stíga varlega til jarðar. Sigurinn hefur jafnframt mikla þýðingu fyrir Baltasar sem leikstjóra og á borðinu liggja nokkur tilboð um að leikstýra kvikmyndum erlendis og leikstjórinn viðurkennir að honum lítist sérstaklega vel á eitt en vildi ekki gefa upp hvað og hvaðan það væri. En leikstjórinn liggur alls ekki með tærnar upp í loft og íhugar gylliboð frá útlöndum. Baltasar var ekki fyrr lentur eftir sigurförina til Tékklands en hann var kominn út í Flatey ásamt leikmyndasmiðum við að undirbúa gamanmyndina Brúðguminn. „Maður verður að nýta tímann á meðan það er svona gott veður,“ sagði Baltasar. Og þá er einnig í farvatninu að leika í kvikmynd Óskars Jónasonar sem hefur verið þekkt undir nafninu S.O.S en hefur nú verið gefið nafnið Reykjavík Rotterdam. Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif þessi sigur myndi hafa,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri Mýrinnar sem hlaut Kristalshnöttinn á Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni í Tékklandi. Þegar Fréttablaðið ræddi við Baltasar vikuna áður en úrslitin voru tilkynnt höfðu borist einhver tugur tilboða um að koma með myndina á kvikmyndahátíðir. Nú væri öldin hins vegar önnur og tilboðunum og hamingjuóskum hreinlega rignir inn. „Ég hef bara aldrei upplifað annað eins, umfjöllun um sigurinn var á forsíðu Variety og skipulagið okkar er því gjörbreytt,“ útskýrir Baltasar en bætir því hins vegar við að hann ætli að stíga varlega til jarðar. Sigurinn hefur jafnframt mikla þýðingu fyrir Baltasar sem leikstjóra og á borðinu liggja nokkur tilboð um að leikstýra kvikmyndum erlendis og leikstjórinn viðurkennir að honum lítist sérstaklega vel á eitt en vildi ekki gefa upp hvað og hvaðan það væri. En leikstjórinn liggur alls ekki með tærnar upp í loft og íhugar gylliboð frá útlöndum. Baltasar var ekki fyrr lentur eftir sigurförina til Tékklands en hann var kominn út í Flatey ásamt leikmyndasmiðum við að undirbúa gamanmyndina Brúðguminn. „Maður verður að nýta tímann á meðan það er svona gott veður,“ sagði Baltasar. Og þá er einnig í farvatninu að leika í kvikmynd Óskars Jónasonar sem hefur verið þekkt undir nafninu S.O.S en hefur nú verið gefið nafnið Reykjavík Rotterdam.
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira