Íslendingar í útlöndum 2. júlí 2007 07:00 Marmaris heitir lítið sjávarpláss í Tyrklandi. Þetta er útgerðarbær og lifir á ferðamönnum en ekki fiskveiðum. Tiltölulega stutt er síðan Íslendingar fóru að venja komur sínar til Marmaris að njóta góðrar aðhlynningar í sumarleyfinu. Öldum saman hafði þá verið lítill samgangur milli Tyrklands og Íslands. Á FYRRI TÍÐ var þó töluvert um ferðir íslenskra pilta til Tyrklands sem þá hét raunar Býsantíum eða Austrómverska keisaradæmið. Strákum frá Íslandi þótti spennandi að komast í lífvörð keisarans í og kallast „væringjar" en keisaranum þótti að sama skapi hyggilegt að ráða utansveitarmenn til að gæta sín, rétt eins og páfanum í Róm þykir enn í dag vissara að hafa einvörðungu Svisslendinga í lífverði sínum. HVAÐ SEM FYRRI samskiptum þjóðanna líður eru Íslendingar aufúsugestir í Marmaris og má ekki á milli sjá hvorum aðilanum líkar betur við hinn, Íslendingum við Tyrki eða Tyrkjum við Íslendinga. Íslendingar hér ljúka upp einum munni um að Tyrkir séu upp til hópa öndvegisfólk, vinalegir, hjálpfúsir, hreinlátir og notalegir. AÐ SJÁLFSÖGÐU ER afstaða Tyrkja til Íslendinga að einhverju leyti mótuð af því að ferðamenn eru hið nauðsynlega hráefni sem þarf til að hægt sé að stunda ferðamannaiðnað. Þannig að þær tilfinningar sem tyrkneskir ferðabændur bera til ferðamanna eru vitanlega jákvæðar svipað og íslenskum bændum þykir yfirleitt vænt um búsmala sinn. En hráefni í öllum iðngreinum getur verið misjafnt. Almennt séð virðist ákaflega gott orð fara af Íslendingum hérna í Marmaris. Tyrkneskur ferðamálafrömuður gaf þeim þá einkunn að þeir væru fyrsta flokks ferðamenn, kurteisir, vinsamlegir, hljóðlátir og þakklátir. ALDREI ÁÐUR hef ég búið erlendis á hóteli þar sem Íslendingar eru í meirihluta en hérna á hinu indæla Forum-íbúðahóteli í Marmaris eru nær allir gestirnir íslenskir. Og það er örugglega leitun að öðru eins fyrirmyndarfólki. Hér í eina tíð fór það orð af Íslendingum á sólarströndum að þeir reyndu ævinlega að innbyrða nóg af ódýru áfengi til að koma út í gróða við heimkomuna og væru erfiðir viðureignar. Það virðist vera liðin tíð og ef það góða samkomulag, hjálpsemi og greiðvikni sem hér ríkir meðal Íslendinga er vísbending um hvert þjóðin stefnir í framtíðinni verður þess skammt að bíða að allt Ísland verði orðið að einu kærleiksheimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun
Marmaris heitir lítið sjávarpláss í Tyrklandi. Þetta er útgerðarbær og lifir á ferðamönnum en ekki fiskveiðum. Tiltölulega stutt er síðan Íslendingar fóru að venja komur sínar til Marmaris að njóta góðrar aðhlynningar í sumarleyfinu. Öldum saman hafði þá verið lítill samgangur milli Tyrklands og Íslands. Á FYRRI TÍÐ var þó töluvert um ferðir íslenskra pilta til Tyrklands sem þá hét raunar Býsantíum eða Austrómverska keisaradæmið. Strákum frá Íslandi þótti spennandi að komast í lífvörð keisarans í og kallast „væringjar" en keisaranum þótti að sama skapi hyggilegt að ráða utansveitarmenn til að gæta sín, rétt eins og páfanum í Róm þykir enn í dag vissara að hafa einvörðungu Svisslendinga í lífverði sínum. HVAÐ SEM FYRRI samskiptum þjóðanna líður eru Íslendingar aufúsugestir í Marmaris og má ekki á milli sjá hvorum aðilanum líkar betur við hinn, Íslendingum við Tyrki eða Tyrkjum við Íslendinga. Íslendingar hér ljúka upp einum munni um að Tyrkir séu upp til hópa öndvegisfólk, vinalegir, hjálpfúsir, hreinlátir og notalegir. AÐ SJÁLFSÖGÐU ER afstaða Tyrkja til Íslendinga að einhverju leyti mótuð af því að ferðamenn eru hið nauðsynlega hráefni sem þarf til að hægt sé að stunda ferðamannaiðnað. Þannig að þær tilfinningar sem tyrkneskir ferðabændur bera til ferðamanna eru vitanlega jákvæðar svipað og íslenskum bændum þykir yfirleitt vænt um búsmala sinn. En hráefni í öllum iðngreinum getur verið misjafnt. Almennt séð virðist ákaflega gott orð fara af Íslendingum hérna í Marmaris. Tyrkneskur ferðamálafrömuður gaf þeim þá einkunn að þeir væru fyrsta flokks ferðamenn, kurteisir, vinsamlegir, hljóðlátir og þakklátir. ALDREI ÁÐUR hef ég búið erlendis á hóteli þar sem Íslendingar eru í meirihluta en hérna á hinu indæla Forum-íbúðahóteli í Marmaris eru nær allir gestirnir íslenskir. Og það er örugglega leitun að öðru eins fyrirmyndarfólki. Hér í eina tíð fór það orð af Íslendingum á sólarströndum að þeir reyndu ævinlega að innbyrða nóg af ódýru áfengi til að koma út í gróða við heimkomuna og væru erfiðir viðureignar. Það virðist vera liðin tíð og ef það góða samkomulag, hjálpsemi og greiðvikni sem hér ríkir meðal Íslendinga er vísbending um hvert þjóðin stefnir í framtíðinni verður þess skammt að bíða að allt Ísland verði orðið að einu kærleiksheimili.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun