Hart deilt um Slóð fiðrildanna 23. júní 2007 12:00 Jón Þór segir aðkomu Baltasars hafa komið honum spánskt fyrir sjónir. „Ég er ekki lengur framleiðandi A Journey Home," segir Jón Þór Hannesson, fyrrum eigandi Saga Film, sem stefndi að því að gera kvikmynd eftir samnefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Jón Þór hefur unnið að undirbúningi myndarinnar undanfarin tvö ár og eytt að eigin sögn gríðarlegu fjármagni í að koma myndinni á koppinn. Jón Þór ber Baltasar Kormáki ekki vel söguna og að aðkoma leikstjórans hafi komið honum spánskt fyrir sjónir. „Baltasar var stjórnarmaður í stjórn Saga Film og fór á fund bandaríska framleiðandans Steven Haft að beiðni stjórnarinnar. Samband þeirra styrktist síðan þegar á leið og undir lokin var hann farinn að haga sér eins og hann ætti þetta verkefni. Þegar þetta komst upp var auðvitað talað við forsvarsmenn fyrirtækisins en lendingin varð sú að Baltasar var sagður úr stjórninni. Í farteskinu hafði hann hins vegar A Journey Home," lýsir Jón Þór yfir. „Mér finnst þetta í sannleika sagt alveg ótrúleg ósvífni því Saga Film hefur látið háar fjárhæðir af hendi rakna til að finna tökustaði og þess háttar," bætir hann við. „Mennirnir þarna úti töldu sig vera að tala við fulltrúa Saga Film en ekki Baltasar Kormák, kvikmyndaleikstjóra og eiganda Sagnar," segir Jón Þór og bætir því við að þetta hafi verið mjög óeðlileg vinnubrögð af hendi Baltasars. „Ég er ekki sár heldur meira hissa því ég taldi mig fyrst og fremst vera að gæta hagsmuna Saga Film." Baltasar Kormákur kannaðist við þessar ásakanir þegar Fréttablaðið náði tali af honum en vísaði þeim alfarið á bug. Hann hefði setið í stjórn Saga Film en þegar stjórnarskipti urðu hefði hann vikið úr stjórn. Hann ráðfærði sig jafnframt við Ara Edwald, forstjóra 365 hf., sem eiga meirihluta í Saga Film, og Ari fullvissaði hann um að þessi ákvörðun hefði ekkert með A Journey Home-málið að gera. Ari staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið. „Það er enginn pirringur út í Baltasar hjá 365. Og þessi mynd hafði ekkert með brotthvarf hans úr stjórninni að gera," segir Ari. „Ég veit ekki betur en að mál þessarar myndar séu í góðum farvegi," segir Ari. Baltasar Vísar öllu á bug. Steven Haft segir að Saga Film fái endurgreiddan þann kostnað sem fyrirtækið hafi lagt út við undirbúning myndarinnar þegar hann komi til landsins eftir rúman hálfan mánuð. Hann vísar því alfarið á bug að Baltasar hafi leikið tveimur skjöldum. Steven haft segir Baltasar hafa haft þá reynslu og þekkingu sem þeir hafi verið að leita að. „Jón Þór kynnti Baltasar fyrir mér sem mjög áhrifamikinn sjálfstæðan kvikmyndaframleiðanda en ekki sem fulltrúa Saga Film. Staðreyndin var einfaldlega sú að Saga Film hafði ekki það sem við vorum að leita að. Saga Film er eitt besta fyrirtækið á Íslandi þegar kemur að því að þjónusta stórmyndir en það var ekki það sem við þurftum. Við þurftum skapandi framleiðanda með reynslu af sjálfstæðri kvikmyndagerð og Baltasar hefur þá reynslu," segir Steven Haft sem vonast þó til að þetta mál skaði ekki samskipti þeirra við Saga Film. „Við höfum fullan hug á því að leita eftir aðstoð þeirra þegar myndin verður tekin upp hér á landi." Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Ég er ekki lengur framleiðandi A Journey Home," segir Jón Þór Hannesson, fyrrum eigandi Saga Film, sem stefndi að því að gera kvikmynd eftir samnefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Jón Þór hefur unnið að undirbúningi myndarinnar undanfarin tvö ár og eytt að eigin sögn gríðarlegu fjármagni í að koma myndinni á koppinn. Jón Þór ber Baltasar Kormáki ekki vel söguna og að aðkoma leikstjórans hafi komið honum spánskt fyrir sjónir. „Baltasar var stjórnarmaður í stjórn Saga Film og fór á fund bandaríska framleiðandans Steven Haft að beiðni stjórnarinnar. Samband þeirra styrktist síðan þegar á leið og undir lokin var hann farinn að haga sér eins og hann ætti þetta verkefni. Þegar þetta komst upp var auðvitað talað við forsvarsmenn fyrirtækisins en lendingin varð sú að Baltasar var sagður úr stjórninni. Í farteskinu hafði hann hins vegar A Journey Home," lýsir Jón Þór yfir. „Mér finnst þetta í sannleika sagt alveg ótrúleg ósvífni því Saga Film hefur látið háar fjárhæðir af hendi rakna til að finna tökustaði og þess háttar," bætir hann við. „Mennirnir þarna úti töldu sig vera að tala við fulltrúa Saga Film en ekki Baltasar Kormák, kvikmyndaleikstjóra og eiganda Sagnar," segir Jón Þór og bætir því við að þetta hafi verið mjög óeðlileg vinnubrögð af hendi Baltasars. „Ég er ekki sár heldur meira hissa því ég taldi mig fyrst og fremst vera að gæta hagsmuna Saga Film." Baltasar Kormákur kannaðist við þessar ásakanir þegar Fréttablaðið náði tali af honum en vísaði þeim alfarið á bug. Hann hefði setið í stjórn Saga Film en þegar stjórnarskipti urðu hefði hann vikið úr stjórn. Hann ráðfærði sig jafnframt við Ara Edwald, forstjóra 365 hf., sem eiga meirihluta í Saga Film, og Ari fullvissaði hann um að þessi ákvörðun hefði ekkert með A Journey Home-málið að gera. Ari staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið. „Það er enginn pirringur út í Baltasar hjá 365. Og þessi mynd hafði ekkert með brotthvarf hans úr stjórninni að gera," segir Ari. „Ég veit ekki betur en að mál þessarar myndar séu í góðum farvegi," segir Ari. Baltasar Vísar öllu á bug. Steven Haft segir að Saga Film fái endurgreiddan þann kostnað sem fyrirtækið hafi lagt út við undirbúning myndarinnar þegar hann komi til landsins eftir rúman hálfan mánuð. Hann vísar því alfarið á bug að Baltasar hafi leikið tveimur skjöldum. Steven haft segir Baltasar hafa haft þá reynslu og þekkingu sem þeir hafi verið að leita að. „Jón Þór kynnti Baltasar fyrir mér sem mjög áhrifamikinn sjálfstæðan kvikmyndaframleiðanda en ekki sem fulltrúa Saga Film. Staðreyndin var einfaldlega sú að Saga Film hafði ekki það sem við vorum að leita að. Saga Film er eitt besta fyrirtækið á Íslandi þegar kemur að því að þjónusta stórmyndir en það var ekki það sem við þurftum. Við þurftum skapandi framleiðanda með reynslu af sjálfstæðri kvikmyndagerð og Baltasar hefur þá reynslu," segir Steven Haft sem vonast þó til að þetta mál skaði ekki samskipti þeirra við Saga Film. „Við höfum fullan hug á því að leita eftir aðstoð þeirra þegar myndin verður tekin upp hér á landi."
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira