Hvíti víkingurinn verður Embla 14. júní 2007 08:00 Loksins er Hvíti víkingurinn orðin að myndinni sem hún átti að vera. „Eftir fimmtán ár er Hvíti víkingurinn loksins orðin að þeirri mynd eins og ég vildi hafa hana," segir Hrafn Gunnlaugsson en á vefsíðunni logs.is kemur fram að leikstjórinn hyggst frumsýna kvikmyndina á nýjan leik í haust. Um mánaðarmótin september, október. Að þessu sinni situr Hrafn hins vegar sjálfur við klippiborðið og hefur gjörbylt myndinni. Klippingum er formlega lokið og nú er verið að endurhljóðsetja hana hjá Kjartani Kjartanssyni í Bíóhljóðum auk þess sem Hrafn og gítarleikarinn Guðmundur Pétursson hafa samið nýja tónlist við myndina. „Hvíti víkingurinn var á sínum tíma bara eitthvað samkrull af senum sem ég hafði tekið og átti skilið þá útreið sem hún hlaut," útskýrir Hrafn sem hefur aldrei gengist við myndinni enda sagði hanni sig frá henni og mætti ekki á frumsýninguna fyrir fimmtán árum. „Ég lenti í mikilli rimmu við framleiðanda myndarinnar sem vildi einblína á „stórar landslagssenur frá Íslandi" á meðan ég vildi fókusera á dramatíkina í sögunni," bætir Hrafn við. „Og úr varð þessi óskapnaður," heldur hann áfram. Marie Bonnevie er stjarna myndarinnar að mati Hrafns. Og nú heitir Hvíti Víkingurinn ekki lengur Hvíti Víkingurinn heldur Embla: Valkyrja Hvíta víkingsins. Hrafn segir að efnið fái nú loks að njóta fyllsta réttlætis og hann er feginn að þessu „tímabili" sé að ljúka. „Ég hef gengið með þetta eins og steinbarn í maganum," segir Hrafn en það var góðvinur hans, sænski framleiðandinn Bo Hansen, sem hvatti Hrafn til að ljúka við þetta. Leikstjórinn fer hins vegar ekki leynt með hver sé stjarna myndarinnar; sænska leikkonan Marie Bonevie. „Ég nefndi þetta við hana fyrir þremur árum en ég held að hún hafi ekki trúað mér. Hún sagði þó að hún yrði mér ævinlega þakklát ef mér tækist þetta," segir Hrafn sem útilokar ekki að bjóða leikkonunni sjálfri á frumsýninguna. Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Eftir fimmtán ár er Hvíti víkingurinn loksins orðin að þeirri mynd eins og ég vildi hafa hana," segir Hrafn Gunnlaugsson en á vefsíðunni logs.is kemur fram að leikstjórinn hyggst frumsýna kvikmyndina á nýjan leik í haust. Um mánaðarmótin september, október. Að þessu sinni situr Hrafn hins vegar sjálfur við klippiborðið og hefur gjörbylt myndinni. Klippingum er formlega lokið og nú er verið að endurhljóðsetja hana hjá Kjartani Kjartanssyni í Bíóhljóðum auk þess sem Hrafn og gítarleikarinn Guðmundur Pétursson hafa samið nýja tónlist við myndina. „Hvíti víkingurinn var á sínum tíma bara eitthvað samkrull af senum sem ég hafði tekið og átti skilið þá útreið sem hún hlaut," útskýrir Hrafn sem hefur aldrei gengist við myndinni enda sagði hanni sig frá henni og mætti ekki á frumsýninguna fyrir fimmtán árum. „Ég lenti í mikilli rimmu við framleiðanda myndarinnar sem vildi einblína á „stórar landslagssenur frá Íslandi" á meðan ég vildi fókusera á dramatíkina í sögunni," bætir Hrafn við. „Og úr varð þessi óskapnaður," heldur hann áfram. Marie Bonnevie er stjarna myndarinnar að mati Hrafns. Og nú heitir Hvíti Víkingurinn ekki lengur Hvíti Víkingurinn heldur Embla: Valkyrja Hvíta víkingsins. Hrafn segir að efnið fái nú loks að njóta fyllsta réttlætis og hann er feginn að þessu „tímabili" sé að ljúka. „Ég hef gengið með þetta eins og steinbarn í maganum," segir Hrafn en það var góðvinur hans, sænski framleiðandinn Bo Hansen, sem hvatti Hrafn til að ljúka við þetta. Leikstjórinn fer hins vegar ekki leynt með hver sé stjarna myndarinnar; sænska leikkonan Marie Bonevie. „Ég nefndi þetta við hana fyrir þremur árum en ég held að hún hafi ekki trúað mér. Hún sagði þó að hún yrði mér ævinlega þakklát ef mér tækist þetta," segir Hrafn sem útilokar ekki að bjóða leikkonunni sjálfri á frumsýninguna.
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira