Menning

Saga bústaðanna

Húsfélag alþýðu leitar nú að fróðleik og minningabrotum um daglegt líf í verkamannabústöðunum í Reykjavík.
Húsfélag alþýðu leitar nú að fróðleik og minningabrotum um daglegt líf í verkamannabústöðunum í Reykjavík.

Nokkuð er liðið síðan menn tóku að hafa áhyggjur af því að heimildir væru fáar til um Verkamannabústaðina við Hringbraut.

Það var fyrsta stóra átakið sem verkafólk í Reykjavík sýndi til að koma húsnæðismálum sínum í lag með samtakamættinum: forkólfur í byggingu þeirra var Héðinn Valdimarsson en hann lagði fram frumvarp á þingi 1924 um að þeir risu.

Minnisstæð eru frásögn Guðmundar J. Guðmundssonar verkalýðsforinga, en hann var í hópi þeirra sem fluttu þangað fyrstir inn, í heimildarþætti um hann sem Ólafur Friðriksson blaðamaður og Guðbergur Davíðsson gerðu fyrir mörgum árum; þar lýsti hann hversu ríkar kröfur bláfátækt fólk gerði um vandaðan frágang og hagkvæman í hinum nýju húsum.

Nú vill Húsfélag alþýðu sem rekur bústaðina ná saman heimildum frá fyrstu áratugunum í Verkó: munnlegum frásögnum þeirra sem bjuggu þar, ljósmyndum ef til eru af hvaða tagi sem er, bæði úti og inni. Þeir sem þar bjuggu eða þekkja til einhvers sem ólst þar upp eru beðnir að hafa samband.

Allar myndir eru velkomnar, hversu fátæklegar sem þær eru. Röðum myndinni saman af fyrsta myndarlega átaki alþýðufólks til að koma yfir sig þaki með samtakamætti og komast úr kofunum.

Upplýsingar má senda í pósti á [email protected] eða til Húsfélags alþýðu, pósthólf 700, 121 Reykjavík eða koma munnlega til Kristínar Robertsdóttur í síma 551-5760.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×