Óbeisluð fegurð á hvíta tjaldið 24. apríl 2007 08:00 Það var Tina Naccache, samstarfskona Hrafnhildar Gunnarsdóttur, sem vakti athygli hennar á Óbeislaðri fegurð, en Tina hafði heyrt um hana í útvarpi í Beirút. MYND/E.ól Hrafnhildur Gunnarsdóttir vinnur að heimildarmynd um fegurðarsamkeppnina Óbeislaða fegurð, í samstarfi við Tinu Naccache frá Líbanon. Hrafnhildur og Tina hafa áður gert saman myndirnar Lifandi í limbó og Hver hengir upp þvottinn? auk þess sem Tina aðstoðaði Hrafnhildi við gerð myndarinnar Hrein og bein. „Tina kom í heimsókn til mín frá Líbanon. Hún fór að tala um einhverja fegurðarsamkeppni sem hún hafði heyrt um í útvarpinu í Beirút. Ég kannaði málið og þá kom í ljós að það var fegurðarsamkeppnin á Ísafirði,“ útskýrði Hrafnhildur. Þær skelltu sér því vestur með stuttum fyrirvara, „til að fjalla um þennan heimsviðburð, sem fólk fyrir vestan gerði sér grein fyrir að væri í gangi“, sagði Hrafnhildur. Hún og Tina hyggjast gera 28 mínútna heimildarmynd um keppnina og stefna á að klára hana sem fyrst. Hrafnhildur er ekki enn farin að gera sér hugmyndir um sýningu eða dreifingu. „En af því að keppnin vakti mikla athygli erlendis munum við örugglega kanna áhugann úti,“ sagði hún. ánægð með umfjöllun Matthildur Helgadóttir, einn skipuleggjenda Óbeislaðrar fegurðar, hefur verið í sambandi við fjölda erlendra fjölmiðla. BBC World Service fjallaði um keppnina í gær, en það er langt í frá eini miðillinn sem hefur sýnt henni áhuga. Matthildur Helgadóttir, einn skipuleggjenda keppninnar, hefur verið í sambandi við dagblað og tímarit frá Frakklandi, blaðamann í Bretlandi sem hyggst skrifa um keppnina fyrir Daily Mirror, svo eitthvað sé nefnt. „Það var greinilega töluverð umfjöllun um þessa keppni út um allan heim, sem sést ef „untamed beauty“ er slegið inn í leitarvélar á netinu,“ sagði Matthildur. Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Hrafnhildur Gunnarsdóttir vinnur að heimildarmynd um fegurðarsamkeppnina Óbeislaða fegurð, í samstarfi við Tinu Naccache frá Líbanon. Hrafnhildur og Tina hafa áður gert saman myndirnar Lifandi í limbó og Hver hengir upp þvottinn? auk þess sem Tina aðstoðaði Hrafnhildi við gerð myndarinnar Hrein og bein. „Tina kom í heimsókn til mín frá Líbanon. Hún fór að tala um einhverja fegurðarsamkeppni sem hún hafði heyrt um í útvarpinu í Beirút. Ég kannaði málið og þá kom í ljós að það var fegurðarsamkeppnin á Ísafirði,“ útskýrði Hrafnhildur. Þær skelltu sér því vestur með stuttum fyrirvara, „til að fjalla um þennan heimsviðburð, sem fólk fyrir vestan gerði sér grein fyrir að væri í gangi“, sagði Hrafnhildur. Hún og Tina hyggjast gera 28 mínútna heimildarmynd um keppnina og stefna á að klára hana sem fyrst. Hrafnhildur er ekki enn farin að gera sér hugmyndir um sýningu eða dreifingu. „En af því að keppnin vakti mikla athygli erlendis munum við örugglega kanna áhugann úti,“ sagði hún. ánægð með umfjöllun Matthildur Helgadóttir, einn skipuleggjenda Óbeislaðrar fegurðar, hefur verið í sambandi við fjölda erlendra fjölmiðla. BBC World Service fjallaði um keppnina í gær, en það er langt í frá eini miðillinn sem hefur sýnt henni áhuga. Matthildur Helgadóttir, einn skipuleggjenda keppninnar, hefur verið í sambandi við dagblað og tímarit frá Frakklandi, blaðamann í Bretlandi sem hyggst skrifa um keppnina fyrir Daily Mirror, svo eitthvað sé nefnt. „Það var greinilega töluverð umfjöllun um þessa keppni út um allan heim, sem sést ef „untamed beauty“ er slegið inn í leitarvélar á netinu,“ sagði Matthildur.
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira