Góður vilji en minni efndir 19. apríl 2007 06:00 Launajafnrétti næst á Íslandi árið 2070 ef þróunin verður áfram jafnhæg og hún hefur verið síðustu ár. Þetta er auðvitað óásættanlegt en líka ótrúlegt miðað við hvað allir sem um málið tjá sig eru sammála um hversu ósanngjörn þessi staða er. Flestir þeir sem ráðandi eru í samfélaginu, stjórnmálamenn og atvinnurekendur, eru sammála um að kynbundinn launamunur eigi ekki að viðgangast. Þegar hins vegar kemur að því að aðhafast er eins og flestir snúi sér undan og neiti að horfast í augu við það að það er ekki hægt að sitja með hendur í skauti og bíða þess að kynbundinn launamunur hverfi af sjálfu sér. Það er ótækt að ungar konur sem í dag eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum þurfi að horfa fram á kynbundinn launamun alla starfsævi sína og jafnvel alla starfsævi dætra sinna líka. Vitað er um nokkrar leiðir sem hægt er að nota til þess að hraða þróuninni í átt til launajafnréttis. Þar má nefna afdráttarlausari viðurlög við að brjóta á konum á þann veg að þær hafi ekki sömu laun og karlar sem vinna sambærileg störf. Sömuleiðis hafa rannsóknir sýnt að launaleynd hefur óæskileg áhrif á launamun kynjanna. Þrátt fyrir þetta vilja margir þeirra stjórnmálamanna, sem þó segja kynbundinn launamun ótækan, ekki grípa til þeirra lagalegu úrræða sem virðast skila árangri. Þetta er önnur hliðin á peningnum. Hin hliðin snýst um viðhorf í samfélaginu til þeirra starfa sem konur gegna nánast eingöngu. Upphaf jafnréttisbaráttu samtímans á áttunda áratugnum snerist að miklu leyti um að reyna að uppræta hugsunina um kvennastörf og karlastörf. Kyn átti ekki að skipta máli þegar kom að því hjá ungu fólki að velja sér nám og/eða starf. Vissulega var einnig rætt um að hin hefðbundnu kvennastörf væru vanmetin til launa en undirliggjandi var að sú þróun myndi eiga sér stað samhliða að laun jöfnuðust milli starfsgreina þegar aukið jafnvægi næðist milli kynja innan þeirra. Hugarfarsbreytingin náði þokkalega vel til kvenna. Þannig hefur vígi karla fallið í hverri stéttinni á fætur annarri, einkum þó í þeim greinum sem krefjast menntunar. Á sama tíma hefur lítil hugarfarsbreyting orðið meðal ungra karla þegar kemur að því að velja sér starfsvettvang. Þeir eru enn sárafáir sem sækja í hinar hefðbundnu kvennagreinar, einkum umönnunarstörfin. Þau eru enn nánast eingöngu í höndum kvenna. Á tyllidögum er iðulega dáðst að öllum þeim konum sem vinna hörðum höndum að því að annast veika og aldraða, að ekki sé minnst á allar þær sem kenna börnunum í leikskólum, grunnskólum og jafnvel framhaldsskólum. Þegar kemur að því að sýna virðingu fyrir þessum stéttum í launum er höfðinu stungið í sandinn. Þó er ljóst að það verður að leiðrétta laun þessara stétta sem bornar eru uppi af konum og það verður ekki gert öðruvísi en að hækka laun þeirra umfram laun annarra stétta. Það verður bara að takast á við afleiðingarnar, bæði efnahagslegar og aðrar. Ráðamenn verða að sýna í verki að vilji þeirra stendur til þess að uppræta kynbundinn launamun. Orð eru til alls fyrst en þá má ekki sitja við þau tóm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun
Launajafnrétti næst á Íslandi árið 2070 ef þróunin verður áfram jafnhæg og hún hefur verið síðustu ár. Þetta er auðvitað óásættanlegt en líka ótrúlegt miðað við hvað allir sem um málið tjá sig eru sammála um hversu ósanngjörn þessi staða er. Flestir þeir sem ráðandi eru í samfélaginu, stjórnmálamenn og atvinnurekendur, eru sammála um að kynbundinn launamunur eigi ekki að viðgangast. Þegar hins vegar kemur að því að aðhafast er eins og flestir snúi sér undan og neiti að horfast í augu við það að það er ekki hægt að sitja með hendur í skauti og bíða þess að kynbundinn launamunur hverfi af sjálfu sér. Það er ótækt að ungar konur sem í dag eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum þurfi að horfa fram á kynbundinn launamun alla starfsævi sína og jafnvel alla starfsævi dætra sinna líka. Vitað er um nokkrar leiðir sem hægt er að nota til þess að hraða þróuninni í átt til launajafnréttis. Þar má nefna afdráttarlausari viðurlög við að brjóta á konum á þann veg að þær hafi ekki sömu laun og karlar sem vinna sambærileg störf. Sömuleiðis hafa rannsóknir sýnt að launaleynd hefur óæskileg áhrif á launamun kynjanna. Þrátt fyrir þetta vilja margir þeirra stjórnmálamanna, sem þó segja kynbundinn launamun ótækan, ekki grípa til þeirra lagalegu úrræða sem virðast skila árangri. Þetta er önnur hliðin á peningnum. Hin hliðin snýst um viðhorf í samfélaginu til þeirra starfa sem konur gegna nánast eingöngu. Upphaf jafnréttisbaráttu samtímans á áttunda áratugnum snerist að miklu leyti um að reyna að uppræta hugsunina um kvennastörf og karlastörf. Kyn átti ekki að skipta máli þegar kom að því hjá ungu fólki að velja sér nám og/eða starf. Vissulega var einnig rætt um að hin hefðbundnu kvennastörf væru vanmetin til launa en undirliggjandi var að sú þróun myndi eiga sér stað samhliða að laun jöfnuðust milli starfsgreina þegar aukið jafnvægi næðist milli kynja innan þeirra. Hugarfarsbreytingin náði þokkalega vel til kvenna. Þannig hefur vígi karla fallið í hverri stéttinni á fætur annarri, einkum þó í þeim greinum sem krefjast menntunar. Á sama tíma hefur lítil hugarfarsbreyting orðið meðal ungra karla þegar kemur að því að velja sér starfsvettvang. Þeir eru enn sárafáir sem sækja í hinar hefðbundnu kvennagreinar, einkum umönnunarstörfin. Þau eru enn nánast eingöngu í höndum kvenna. Á tyllidögum er iðulega dáðst að öllum þeim konum sem vinna hörðum höndum að því að annast veika og aldraða, að ekki sé minnst á allar þær sem kenna börnunum í leikskólum, grunnskólum og jafnvel framhaldsskólum. Þegar kemur að því að sýna virðingu fyrir þessum stéttum í launum er höfðinu stungið í sandinn. Þó er ljóst að það verður að leiðrétta laun þessara stétta sem bornar eru uppi af konum og það verður ekki gert öðruvísi en að hækka laun þeirra umfram laun annarra stétta. Það verður bara að takast á við afleiðingarnar, bæði efnahagslegar og aðrar. Ráðamenn verða að sýna í verki að vilji þeirra stendur til þess að uppræta kynbundinn launamun. Orð eru til alls fyrst en þá má ekki sitja við þau tóm.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun