Etanól ekki heilsusamlegra 19. apríl 2007 08:00 Etanól er meðal annars búið til úr korni. Bifreiðar knúnar af etanóli eru ekki endilega betri fyrir heilsuna. Bifreiðar drifnar áfram af etanóli gætu haft verri áhrif á heilsu manna en þær sem ganga fyrir bensíni. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn Stanford-háskóla í Kaliforníu sem greint er frá á fréttavef BBC. Tölvulíkan var sett upp til að líkja eftir andrúmsloftinu árið 2020. Þar var tekið tillit til hitastigs, sólarljóss, skýja og rigningar miðað við tvenns konar aðstæður. Í annarri tilrauninni var reiknað með að allar bifreiðar væru knúnar af bensíni en í hinni óku allar bifreiðar með E85 sem er blanda af etanóli, 85 prósent, og bensíni, fimmtán prósent. Kom í ljós að á sumum svæðum ykist ósonmagn í lofti ef allar bifreiðar væru knúnar af lífrænu etanóli. Þar með myndi dauðsföllum af völdum asma og annarra öndunarsjúkdóma fjölga til muna.www.bbc.co.uk Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Bifreiðar knúnar af etanóli eru ekki endilega betri fyrir heilsuna. Bifreiðar drifnar áfram af etanóli gætu haft verri áhrif á heilsu manna en þær sem ganga fyrir bensíni. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn Stanford-háskóla í Kaliforníu sem greint er frá á fréttavef BBC. Tölvulíkan var sett upp til að líkja eftir andrúmsloftinu árið 2020. Þar var tekið tillit til hitastigs, sólarljóss, skýja og rigningar miðað við tvenns konar aðstæður. Í annarri tilrauninni var reiknað með að allar bifreiðar væru knúnar af bensíni en í hinni óku allar bifreiðar með E85 sem er blanda af etanóli, 85 prósent, og bensíni, fimmtán prósent. Kom í ljós að á sumum svæðum ykist ósonmagn í lofti ef allar bifreiðar væru knúnar af lífrænu etanóli. Þar með myndi dauðsföllum af völdum asma og annarra öndunarsjúkdóma fjölga til muna.www.bbc.co.uk
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira