Bretar kynna sprotafyrirtækjum vísindagarða í Bretlandi 4. apríl 2007 00:01 Jón Ágúst Þorsteinsson hjá Marorku. Viðskiptadeild breska sendiráðsins ætlar að bjóða fulltrúum sprotafyrirtækja í upplýsingatækni að skoða vísindagarða í Bretlandi um miðjan mánuðinn. Fulltrúi frá Marorku fór í ferðina árið 2005 og reyndist hún árangursrík, að sögn viðskiptafulltrúa sendiráðsins. MYND/GVA Viðskiptadeild breska sendiráðsins ætlar að bjóða fulltrúum íslenskra sprotafyrirtækja í upplýsingatækni í fjögurra daga ferð um miðjan mánuðinn til að skoða vísindagarða í Bretlandi. Breska sendiráðið í Danmörku skipuleggur ferðina og verða fulltrúar norrænna sprotafyrirtækja í upplýsingatækni með í för. Tilgangurinn er að kynna kosti breskra vísindagarða fyrir fyrirtækjunum og þá kosti sem þar bjóðast. Elsa Einarsdóttir, viðskiptafulltrúi viðskiptadeildar breska sendiráðsins, segir að horft sé til þess að fyrirtækin nái tengslum við bresk fyrirtæki í svipuðum geira. Þá geti ferðafélagarnir ekki síður myndað tengsl innbyrðis og deilt hugmyndum sín á milli. Elsa segir að breska sendiráðið bjóði íslenskum sprotafyrirtækjum sem hafi ákveðna vaxtarmöguleika í kynnisferð til Bretlands til að skoða kostina enda standi þeim miklir möguleikar til boða. „Oftast eru þau ekki í stakk búin til að ráðast á markaði af fullum krafti heldur vilja þau prófa að þróa samstarf áður en áfram er haldið,“ segir hún. Elsa segir vísindagarða bjóða sprotafyrirtækjum upp á marga möguleika. „Vísindagarðurinn í Manchester, sem tengdur er háskólanum þar í borg, býður til dæmis fyrirtækjum afskaplega skemmtilega samninga. Þau eru með markaðsfulltrúa sem ræðir við erlend fyrirtæki auk þess sem hann hjálpar þeim að komast í samband við aðila sem fyrirtækin geta notið góðs af,“ segir Elsa og bendir á að stærstu vísindagarðarnir í Lundúnum, Cambridge og Oxford, bjóði ekki endilega bestu kostina fyrir lítil fyrirtæki. Það þurfi þeir einfaldlega ekki vegna mikillar ásóknar. „Þessir vísindagarðar eru stærstir, vinsælastir, dýrastir og ekki endilega þeir sem eru ákjósanlegastir,“ segir hún og bendir á að þeir þurfi ekki að laða til sín smáfyrirtæki. Marorka sendi fyrir tæpum tveimur árum fulltrúa í svipaða ferð á vegum sendiráðsins sem reyndist fyrirtækinu árangursrík. „Þarna komust þeir strax í samstarf við fyrirtæki sem starfaði innan vísindagarðsins sem gat hjálpað fyrirtækinu við að koma vöru sinni á þann stað þar sem Marorka vildi selja hana,“ segir Elsa og bætir við að Marorka hafi ekki einu sinni þurft að fá sér aðstöðu í Bretlandi til að stíga skrefið því ferðin hafi dugað í þetta sinn. Marorka hlaut Vaxtarsprotann 2007 í síðasta mánuði fyrir mestan vöxt sprotafyrirtækis á milli áranna 2005 og 2006. Elsa segir kostnað við ferðina lítinn samanborið við árangurinn sem geti fengist til baka. Sendiráðið greiðir uppihald og gistingu. Flug fram og til baka verða fyrirtækin hins vegar sjálf að greiða. „Þetta er frábært tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að dýfa tánni í og sjá hvað er í boði. Tilkostnaðurinn er lítill en ávinningurinn getur verið mikill,“ segir hún. Skipulagning ferðarinnar stendur nú þegar yfir og geta þau fyrirtæki sem hug hafa á að senda fulltrúa til að skoða það sem breskir vísindagarðar hafa upp á að bjóða dagana 16. til 19. apríl haft samband við breska sendiráðið hér á landi. Héðan og þaðan Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Viðskiptadeild breska sendiráðsins ætlar að bjóða fulltrúum íslenskra sprotafyrirtækja í upplýsingatækni í fjögurra daga ferð um miðjan mánuðinn til að skoða vísindagarða í Bretlandi. Breska sendiráðið í Danmörku skipuleggur ferðina og verða fulltrúar norrænna sprotafyrirtækja í upplýsingatækni með í för. Tilgangurinn er að kynna kosti breskra vísindagarða fyrir fyrirtækjunum og þá kosti sem þar bjóðast. Elsa Einarsdóttir, viðskiptafulltrúi viðskiptadeildar breska sendiráðsins, segir að horft sé til þess að fyrirtækin nái tengslum við bresk fyrirtæki í svipuðum geira. Þá geti ferðafélagarnir ekki síður myndað tengsl innbyrðis og deilt hugmyndum sín á milli. Elsa segir að breska sendiráðið bjóði íslenskum sprotafyrirtækjum sem hafi ákveðna vaxtarmöguleika í kynnisferð til Bretlands til að skoða kostina enda standi þeim miklir möguleikar til boða. „Oftast eru þau ekki í stakk búin til að ráðast á markaði af fullum krafti heldur vilja þau prófa að þróa samstarf áður en áfram er haldið,“ segir hún. Elsa segir vísindagarða bjóða sprotafyrirtækjum upp á marga möguleika. „Vísindagarðurinn í Manchester, sem tengdur er háskólanum þar í borg, býður til dæmis fyrirtækjum afskaplega skemmtilega samninga. Þau eru með markaðsfulltrúa sem ræðir við erlend fyrirtæki auk þess sem hann hjálpar þeim að komast í samband við aðila sem fyrirtækin geta notið góðs af,“ segir Elsa og bendir á að stærstu vísindagarðarnir í Lundúnum, Cambridge og Oxford, bjóði ekki endilega bestu kostina fyrir lítil fyrirtæki. Það þurfi þeir einfaldlega ekki vegna mikillar ásóknar. „Þessir vísindagarðar eru stærstir, vinsælastir, dýrastir og ekki endilega þeir sem eru ákjósanlegastir,“ segir hún og bendir á að þeir þurfi ekki að laða til sín smáfyrirtæki. Marorka sendi fyrir tæpum tveimur árum fulltrúa í svipaða ferð á vegum sendiráðsins sem reyndist fyrirtækinu árangursrík. „Þarna komust þeir strax í samstarf við fyrirtæki sem starfaði innan vísindagarðsins sem gat hjálpað fyrirtækinu við að koma vöru sinni á þann stað þar sem Marorka vildi selja hana,“ segir Elsa og bætir við að Marorka hafi ekki einu sinni þurft að fá sér aðstöðu í Bretlandi til að stíga skrefið því ferðin hafi dugað í þetta sinn. Marorka hlaut Vaxtarsprotann 2007 í síðasta mánuði fyrir mestan vöxt sprotafyrirtækis á milli áranna 2005 og 2006. Elsa segir kostnað við ferðina lítinn samanborið við árangurinn sem geti fengist til baka. Sendiráðið greiðir uppihald og gistingu. Flug fram og til baka verða fyrirtækin hins vegar sjálf að greiða. „Þetta er frábært tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að dýfa tánni í og sjá hvað er í boði. Tilkostnaðurinn er lítill en ávinningurinn getur verið mikill,“ segir hún. Skipulagning ferðarinnar stendur nú þegar yfir og geta þau fyrirtæki sem hug hafa á að senda fulltrúa til að skoða það sem breskir vísindagarðar hafa upp á að bjóða dagana 16. til 19. apríl haft samband við breska sendiráðið hér á landi.
Héðan og þaðan Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira