Myndin er í réttum farvegi 5. mars 2007 09:00 Jón Þór segir það ekki óeðlilegt að handrit skuli velkjast á milli manna í nokkur ár. „Þetta mál er á viðkvæmu stigi,“ segir Jón Þór Hannesson, einn framleiðandi myndarinnar A Journey Home eða Slóð fiðrildanna en um er að ræða stórmynd gerða eftir samnefndri sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Eins og Fréttablaðið greindi frá virðist hafa komið upp ágreiningur um handrit myndarinnar sem leikstjórinn Liv Ullman gerði eftir bókinni. Jón Þór segir að athugasemdirnar hafi fyrst og fremst komið frá framleiðendunum en ekki skáldinu sjálfu. „Eftir því sem mér skilst er allt í góðu milli Liv og Ólafs,“ segir Jón Þór en staðfesti þó að Ólafur Jóhann hefði verið fenginn til liðs við kvikmyndina og beðinn um að gera tilraun með handritsskrif. „Samstarfinu við Liv hefur ekki algjörlega verið slitið en það eru meiri líkur á því en minni,“ segir Jón Þór og bætir við að þeir séu í samningaviðræðum við tvo leikstjóra sem báðir séu þungavigtamenn í kvikmyndaheiminum. Jón Þór vildi ekki gefa upp nein nöfn á þessu stigi, sagði þó að þessi atriði væru í réttum og öruggum farvegi. Jón segir að svona hlutir séu ekkert óalgengir í kvikmyndaheiminum. Fólk komi og fari og handrit séu oft að velkjast um á milli manna. „Þetta er ekkert nýtt undir sólinni. Við vitum af því að þetta er gott efni sem við höfum undir höndunum og viljum vanda vel til verksins,“ útskýrir Jón Þór en Slóð fiðrildanna verður ein dýrasta kvikmynd sem íslenskt fyrirtæki hefur framleitt. „Það kemur í ljós á næstum vikum hvernig þessi mál æxlast, þau gætu tekið óvænta stefnu á morgun en þetta gæti líka dregist töluvert lengra. Aðalmálið er að rasa ekki um ráð fram,“ segir Jón Þór. Eins og kom fram í Fréttablaðinu ríkir mikil spenna innan herbúða Saga Film vegna þeirrar stefnu sem myndin hefur tekið. Jón Þór tekur heilshugar undir það. Greint var frá því í fjölmiðlum á síðasta ári að leikarahjónin Jennifer Connelly og Paul Bettany hefðu gefið vilyrði fyrir því að leika í myndinni en Jón Þór segir að vissulega geti orðið breytingar þar á. „Leikarar sem eitthvað kveður að eru mjög kröfuharðir á allar breytingar,“ segir Jón Þór og útilokar því ekki að nýtt og ferskt blóð verði fengið til leiks. Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Þetta mál er á viðkvæmu stigi,“ segir Jón Þór Hannesson, einn framleiðandi myndarinnar A Journey Home eða Slóð fiðrildanna en um er að ræða stórmynd gerða eftir samnefndri sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Eins og Fréttablaðið greindi frá virðist hafa komið upp ágreiningur um handrit myndarinnar sem leikstjórinn Liv Ullman gerði eftir bókinni. Jón Þór segir að athugasemdirnar hafi fyrst og fremst komið frá framleiðendunum en ekki skáldinu sjálfu. „Eftir því sem mér skilst er allt í góðu milli Liv og Ólafs,“ segir Jón Þór en staðfesti þó að Ólafur Jóhann hefði verið fenginn til liðs við kvikmyndina og beðinn um að gera tilraun með handritsskrif. „Samstarfinu við Liv hefur ekki algjörlega verið slitið en það eru meiri líkur á því en minni,“ segir Jón Þór og bætir við að þeir séu í samningaviðræðum við tvo leikstjóra sem báðir séu þungavigtamenn í kvikmyndaheiminum. Jón Þór vildi ekki gefa upp nein nöfn á þessu stigi, sagði þó að þessi atriði væru í réttum og öruggum farvegi. Jón segir að svona hlutir séu ekkert óalgengir í kvikmyndaheiminum. Fólk komi og fari og handrit séu oft að velkjast um á milli manna. „Þetta er ekkert nýtt undir sólinni. Við vitum af því að þetta er gott efni sem við höfum undir höndunum og viljum vanda vel til verksins,“ útskýrir Jón Þór en Slóð fiðrildanna verður ein dýrasta kvikmynd sem íslenskt fyrirtæki hefur framleitt. „Það kemur í ljós á næstum vikum hvernig þessi mál æxlast, þau gætu tekið óvænta stefnu á morgun en þetta gæti líka dregist töluvert lengra. Aðalmálið er að rasa ekki um ráð fram,“ segir Jón Þór. Eins og kom fram í Fréttablaðinu ríkir mikil spenna innan herbúða Saga Film vegna þeirrar stefnu sem myndin hefur tekið. Jón Þór tekur heilshugar undir það. Greint var frá því í fjölmiðlum á síðasta ári að leikarahjónin Jennifer Connelly og Paul Bettany hefðu gefið vilyrði fyrir því að leika í myndinni en Jón Þór segir að vissulega geti orðið breytingar þar á. „Leikarar sem eitthvað kveður að eru mjög kröfuharðir á allar breytingar,“ segir Jón Þór og útilokar því ekki að nýtt og ferskt blóð verði fengið til leiks.
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira