Völundarhús Pans - fimm stjörnur 16. febrúar 2007 00:01 Strax í sinni fyrstu mynd, Cronos frá árinu 1993, sýndi mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro að hann er kvikmyndagerðarmaður með sérstaka og áhugaverða sýn. Þrátt fyrir glappaskotið Mimic árið 1997 hefur honum gengið ágætlega í Hollywood en nýtur sín þó óneitanlega betur á móðurmálinu, eins og Hornsteinn djöfulsins (El Espinazo del diablo) frá 2001 og nú Völundarhús Pans ber glögglega vitni um. Völundarhús Pans gerist á Spáni árið 1944 þegar fasistar hafa náð landinu á sitt vald en andspyrnuhreyfingin gerir þeim enn skráveifu í sveitunum. Þangað flytur Ófelía ásamt móður sinni, sem á von á barni með Vidal höfuðsmanni. Hin bókhneigða Ófelía hverfur auðveldlega á vit eigin hugarheims og meðan bardagar geisa milli hersins og skæruliða vitjar skógarpúki hennar kvöld eitt og felur henni þrjár þrautir til að leysa. Auk þess að leikstýra skrifar del Toro handritið að myndinni og er skemmst frá því að segja að þetta er hans langbesta mynd til þessa; áhrifamikið og ljúfsárt ævintýri fyrir fullorðna. Del Toro er framúrskarandi hryllingsmyndagerðarmaður og stíleinkenni hans eru á sínum stað (þar með talinn mikill áhugi hans á skordýrum). Töfraveröldin undursamleg og útfærð af mikilli hugvitssemi, hvort sem um ræðir skógarpúka, risakörtur eða forynjur sem éta börn og minnir á að klassísku ævintýrin voru upphaflega hrylllingssögur síns tíma. Leikstjórinn er ekki síður í essinu sínu þegar kemur að raunheimum og hryllingur stríðsins er nístandi; ofbeldið er mikið og dansar stundum á mörkum splattersins án þess þó að fara yfir strikið. Hin unga Ivana Baquero er frábær í hlutverki Ófelíu og Sergei Lopez er traustur að vanda í hlutverki Vidals höfuðsmanns; þar er líklega komið eitt eftirminnilegasta ómenni kvikmyndasögunnar. Með Völundarhúsi Pans hefur Guillermo del Toro mögulega gert sitt meistaraverk, að minnsta kosti reist sér veglegan bautastein og skipað sér í fremstu röð innan sinnar stéttar. Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Strax í sinni fyrstu mynd, Cronos frá árinu 1993, sýndi mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro að hann er kvikmyndagerðarmaður með sérstaka og áhugaverða sýn. Þrátt fyrir glappaskotið Mimic árið 1997 hefur honum gengið ágætlega í Hollywood en nýtur sín þó óneitanlega betur á móðurmálinu, eins og Hornsteinn djöfulsins (El Espinazo del diablo) frá 2001 og nú Völundarhús Pans ber glögglega vitni um. Völundarhús Pans gerist á Spáni árið 1944 þegar fasistar hafa náð landinu á sitt vald en andspyrnuhreyfingin gerir þeim enn skráveifu í sveitunum. Þangað flytur Ófelía ásamt móður sinni, sem á von á barni með Vidal höfuðsmanni. Hin bókhneigða Ófelía hverfur auðveldlega á vit eigin hugarheims og meðan bardagar geisa milli hersins og skæruliða vitjar skógarpúki hennar kvöld eitt og felur henni þrjár þrautir til að leysa. Auk þess að leikstýra skrifar del Toro handritið að myndinni og er skemmst frá því að segja að þetta er hans langbesta mynd til þessa; áhrifamikið og ljúfsárt ævintýri fyrir fullorðna. Del Toro er framúrskarandi hryllingsmyndagerðarmaður og stíleinkenni hans eru á sínum stað (þar með talinn mikill áhugi hans á skordýrum). Töfraveröldin undursamleg og útfærð af mikilli hugvitssemi, hvort sem um ræðir skógarpúka, risakörtur eða forynjur sem éta börn og minnir á að klassísku ævintýrin voru upphaflega hrylllingssögur síns tíma. Leikstjórinn er ekki síður í essinu sínu þegar kemur að raunheimum og hryllingur stríðsins er nístandi; ofbeldið er mikið og dansar stundum á mörkum splattersins án þess þó að fara yfir strikið. Hin unga Ivana Baquero er frábær í hlutverki Ófelíu og Sergei Lopez er traustur að vanda í hlutverki Vidals höfuðsmanns; þar er líklega komið eitt eftirminnilegasta ómenni kvikmyndasögunnar. Með Völundarhúsi Pans hefur Guillermo del Toro mögulega gert sitt meistaraverk, að minnsta kosti reist sér veglegan bautastein og skipað sér í fremstu röð innan sinnar stéttar. Bergsteinn Sigurðsson
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira