Hvers vegna kaupa konur? 14. febrúar 2007 00:01 Lisa Johnson hefur skrifað tvær metsölubækur um kynbundna kauphegðun. Lisa Johnson, sérfræðingur í markaðsmálum og neytendahegðun frá Bandaríkjunum, veltir upp spurningum um kauphegðan kvenna á fyrirlestri Samtaka verslunar og þjónustu sem haldinn verður í Salnum í Kópavogi 20. þessa mánaðar. Lisa segir að „bleikt sé ekki málið“ og blæs þar með á staðalímyndir þær sem kunna að vera á lofti um konur. Auk þess að vera frumkvöðull í rannsóknum er Lisa Johnson framkvæmdastjóri ReachGroup, ráðgjafi og rithöfundur og hefur unnið með stórum og smáum fyrirtækjum að markaðsmálum. Eftir hana liggja meðal annars metsölubækurnar „Don‘t think pink“ og „Mind Your X‘s and Y‘s“. Þannig hefur Lisa bent á að ungar konur og menn séu tæknilæst nútímafólk og sú staðreynd hafi áhrif á öll viðhorf þess til vörumerkja. Hún segir viðskiptalífið þurfa að vakna til vitundar um breytta heimsmynd og neytendahegðun sem sé að nokkru leyti afsprengi tæknivæðingar nútímans. Nútímakonan reiðir sig á MP3 spilara og netvarp af því að hún kærir sig ekkert um að þurfa að hlusta á útvarpsauglýsingar, er ein fullyrðinga Lisu Johnson um breytta neysluhegðan. Hún talar um að við sé tekin „tengda kynslóðin“, meðvitað fólk sem taki eigin ákvarðanir um neyslu en láti ekki mata sig á upplýsingum. Af þessum sökum segir Lisa Johnson ímynd vöru og þjónustu sjaldan eða aldrei hafa verið mikilvægari. Lisa hefur á fundum sínum, sem ætlaðir eru fólki í viðskiptalífinu, lagt áherslu á að markhópur fyrir verslun og þjónustu sé ekki einhver veikgeðja og auðtrúa bleikur kvennahópur að viðbættum slatta af harðgerðum og heimtufrekum körlum. Hún segir þvert á móti að uppistaðan séu ýmiss konar kvennahópar sem annist kaup á vörum og þjónustu fyrir sig, börn, maka og foreldra auk þess sem verulegur hluti innkaupa fyrirtækja ráðist að miklu leyti af skoðun þeirra kvenna sem ráði mestu hlutafé á markaði og taki í vaxandi mæli þátt í stjórnun þeirra. Samtök verslunar og þjónustu benda á að rannsóknir sýni að konur ráðstafi um 80% af tekjum heimilanna og líta fyrirlesturinn sem tækifæri til að vekja viðskiptalífið til vitundar um þá staðreynd og fleiri. Áhugasamir geta fundið nánari upplýsingar um fyrirlestur Lisu Johnson á vefnum, www.svth.is. Héðan og þaðan Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Lisa Johnson, sérfræðingur í markaðsmálum og neytendahegðun frá Bandaríkjunum, veltir upp spurningum um kauphegðan kvenna á fyrirlestri Samtaka verslunar og þjónustu sem haldinn verður í Salnum í Kópavogi 20. þessa mánaðar. Lisa segir að „bleikt sé ekki málið“ og blæs þar með á staðalímyndir þær sem kunna að vera á lofti um konur. Auk þess að vera frumkvöðull í rannsóknum er Lisa Johnson framkvæmdastjóri ReachGroup, ráðgjafi og rithöfundur og hefur unnið með stórum og smáum fyrirtækjum að markaðsmálum. Eftir hana liggja meðal annars metsölubækurnar „Don‘t think pink“ og „Mind Your X‘s and Y‘s“. Þannig hefur Lisa bent á að ungar konur og menn séu tæknilæst nútímafólk og sú staðreynd hafi áhrif á öll viðhorf þess til vörumerkja. Hún segir viðskiptalífið þurfa að vakna til vitundar um breytta heimsmynd og neytendahegðun sem sé að nokkru leyti afsprengi tæknivæðingar nútímans. Nútímakonan reiðir sig á MP3 spilara og netvarp af því að hún kærir sig ekkert um að þurfa að hlusta á útvarpsauglýsingar, er ein fullyrðinga Lisu Johnson um breytta neysluhegðan. Hún talar um að við sé tekin „tengda kynslóðin“, meðvitað fólk sem taki eigin ákvarðanir um neyslu en láti ekki mata sig á upplýsingum. Af þessum sökum segir Lisa Johnson ímynd vöru og þjónustu sjaldan eða aldrei hafa verið mikilvægari. Lisa hefur á fundum sínum, sem ætlaðir eru fólki í viðskiptalífinu, lagt áherslu á að markhópur fyrir verslun og þjónustu sé ekki einhver veikgeðja og auðtrúa bleikur kvennahópur að viðbættum slatta af harðgerðum og heimtufrekum körlum. Hún segir þvert á móti að uppistaðan séu ýmiss konar kvennahópar sem annist kaup á vörum og þjónustu fyrir sig, börn, maka og foreldra auk þess sem verulegur hluti innkaupa fyrirtækja ráðist að miklu leyti af skoðun þeirra kvenna sem ráði mestu hlutafé á markaði og taki í vaxandi mæli þátt í stjórnun þeirra. Samtök verslunar og þjónustu benda á að rannsóknir sýni að konur ráðstafi um 80% af tekjum heimilanna og líta fyrirlesturinn sem tækifæri til að vekja viðskiptalífið til vitundar um þá staðreynd og fleiri. Áhugasamir geta fundið nánari upplýsingar um fyrirlestur Lisu Johnson á vefnum, www.svth.is.
Héðan og þaðan Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira