Örvæntingarfull leit að blóðdemanti 25. janúar 2007 02:00 Blood Diamond fjallar öðrum þræði um blóðug átök í Síerra Leóne. Leonardo DiCaprio er hent inn í miðja þessa atburðarás í myndinni, sem þykir hörð og óvægin. Það er sláttur á þeim félögum Leonardo DiCaprio og Djimon Hounsou (Gladiator, The Island, Eragon) í spennumyndinni Blood Diamond og þeir uppskáru báðir óskarsverðlaunatilnefningar fyrir hlutverk sín í myndinni. DiCaprio að sjálfsögðu fyrir bestan leik í aðalhlutverki en Hounsou fyrir aukahlutverk. Borgarastyrjöldin í Sierra Leone er baksvið myndarinnar, sem fjallar um lífshættulega leit tveggja manna að stórum bleikum demanti. Hounsou leikur fiskimanninn Solomon sem hefur verið hrifsaður úr faðmi fjölskyldu sinnar og neyddur til þess að leita að demöntum sem eru notaðir til að fjármagna stríðsbrölt. Hann rekst fyrir tilviljun á risavaxinn demant og ákveður að hætta lífi sínu með því að fela fundinn enda gæti demanturinn bjargað fjölskyldu hans úr vonlausum aðstæðum. Demantasmyglarinn Danny Archer (DiCAprio) hefur haft lífsviðurværi af því að stunda vopnaviðskipti með demöntum. Hann fær fregnir af demanti Solomons á meðan hann er bak við lás og slá en þegar hann fær frelsið hefur hann uppi á fiskimanninum. Þessir ólíku einstaklingar snúa svo bökum saman í leitinni að fjársjóðnum þó að forsendur þeirra séu gerólíkar. Solomon er einnig að leita að syni sínum sem hann vonast til að geta bjargað frá herþjónustu en Archer er fyrst og fremst að hugsa um að bjarga eigin skinni og ætlar að nota andvirði demantsins til þess að komast burt frá Afríku. Amnesty International á Íslandi mun dreifa kynningarefni um svokallaða „blóðdemanta“ á meðan á sýningu myndarinnar stendur en þetta orð er notað yfir demanta sem eru notaðir til að fjármagna vopnað ofbeldi. Stríðsátök í Afríku eru oftar en ekki háð fyrir andvirði blóðdemanta og stríðsherrar og uppreisnarmenn hafa notað gríðarlegan hagnað af slíkum viðskiptum til vopnakaupa. Samkvæmt upplýsingum Amnesty er talið að um 3,7 milljónir hafi látist í Angóla, Kongó, Líberíu og Síerra Leóne í átökum, sem fjármögnuð voru með sölu blóðdemanta. Þó að stríð geisi ekki lengur í Angóla og Síerra Leóne, og átök hafi minnkað í Kongó, leiðir sala blóðdemanta enn til mannréttindabrota. Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Skellti sér á djammið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Það er sláttur á þeim félögum Leonardo DiCaprio og Djimon Hounsou (Gladiator, The Island, Eragon) í spennumyndinni Blood Diamond og þeir uppskáru báðir óskarsverðlaunatilnefningar fyrir hlutverk sín í myndinni. DiCaprio að sjálfsögðu fyrir bestan leik í aðalhlutverki en Hounsou fyrir aukahlutverk. Borgarastyrjöldin í Sierra Leone er baksvið myndarinnar, sem fjallar um lífshættulega leit tveggja manna að stórum bleikum demanti. Hounsou leikur fiskimanninn Solomon sem hefur verið hrifsaður úr faðmi fjölskyldu sinnar og neyddur til þess að leita að demöntum sem eru notaðir til að fjármagna stríðsbrölt. Hann rekst fyrir tilviljun á risavaxinn demant og ákveður að hætta lífi sínu með því að fela fundinn enda gæti demanturinn bjargað fjölskyldu hans úr vonlausum aðstæðum. Demantasmyglarinn Danny Archer (DiCAprio) hefur haft lífsviðurværi af því að stunda vopnaviðskipti með demöntum. Hann fær fregnir af demanti Solomons á meðan hann er bak við lás og slá en þegar hann fær frelsið hefur hann uppi á fiskimanninum. Þessir ólíku einstaklingar snúa svo bökum saman í leitinni að fjársjóðnum þó að forsendur þeirra séu gerólíkar. Solomon er einnig að leita að syni sínum sem hann vonast til að geta bjargað frá herþjónustu en Archer er fyrst og fremst að hugsa um að bjarga eigin skinni og ætlar að nota andvirði demantsins til þess að komast burt frá Afríku. Amnesty International á Íslandi mun dreifa kynningarefni um svokallaða „blóðdemanta“ á meðan á sýningu myndarinnar stendur en þetta orð er notað yfir demanta sem eru notaðir til að fjármagna vopnað ofbeldi. Stríðsátök í Afríku eru oftar en ekki háð fyrir andvirði blóðdemanta og stríðsherrar og uppreisnarmenn hafa notað gríðarlegan hagnað af slíkum viðskiptum til vopnakaupa. Samkvæmt upplýsingum Amnesty er talið að um 3,7 milljónir hafi látist í Angóla, Kongó, Líberíu og Síerra Leóne í átökum, sem fjármögnuð voru með sölu blóðdemanta. Þó að stríð geisi ekki lengur í Angóla og Síerra Leóne, og átök hafi minnkað í Kongó, leiðir sala blóðdemanta enn til mannréttindabrota.
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Skellti sér á djammið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira