Það vinnur enginn fyrirfram Meistaradeildina í hestaíþróttum 28. desember 2006 07:45 "Það vinnur enginn fyrirfram Meistaradeildina í hestaíþróttum en það er gott ef menn eru á tánum og ætla sér að vinna" sagði Sigurður Sigurðarson hrossabóndi í Þjóðólfshaga við blaðamann Hestafrétta um ummæli Atla Guðmundssonar þar sem hann sagðist ætla að vinna Meistaradeildina á næsta ári. Sigurður er búinn að keppa í Meistaradeildinni frá upphafi og hefur hann unnið hana einu sinni og í tvígang hafnað í öðru sæti. Sigurður ætlar að tefla fram Drífu frá Hafsteinsstöðum í fljúgandi skeiðið og ætlar jafnvel að koma með hana líka í gæðingaskeiðið en Sigurður gerði góða hluti á henni í sumar þar sem hann fékk m.a eina af hæstu einkunnum fyrir gæðingaskeið, vann Reykjarvíkurmeistaramótið og varð í öðru sæti á henni á Íslandsmóti. Sigurður varð í þriðja sæti í fjórgangi á Sporði frá Höskuldsstöðum í deildinni nú í ár, "ég er með þrjá mjög efnilega fola sem koma til greina í fjórganginn, þar á meðal Yl frá Akranesi 6 vetra undan Hrafni frá Garðabæ, Kóp frá Hvalsnesi sem er undan Feyki frá Hafsteinsstöðum og svo er ég með Rauðanúp frá Sauðárkróki en hann er undan Stíganda frá Sauðárkróki. Þessir allir koma vel til greina, það er bara að sjá hvernig þeir koma til og ákvörðun tekin þegar nær dregur að deildinni" "Sturla frá Hafsteinsstöðum er lofandi hestur og stefni ég með hann í fimmganginn, þessi klár lofar mjög góðu og svo er það Skuggabaldur frá Litla Dal, þessir koma báðir til greina" sagði Sigurður. En hvað um töltið? Það gekk nú ekki allt upp hjá þér á Spes frá Hrólfsstaðarhelli í síðustu keppni í deildinni? "Nei það er rétt ég lenti í 10 sæti í töltinu, prógrammið klikkaði aðeins hjá mér og skal það ekki koma fyrir aftur" Stefnir þú með hana aftur töltið? "Nei en það koma til greina tveir hestar, en það eru Hektor frá Dalsminni og Rauðinúpur frá Sauðárkróki en að sjálfsögðu metur maður stöðuna þegar að töltinu kemur. Hvernig leggst svo Meistaradeildin í kappann? "Hún leggst vel í mig og hvet ég sem flesta til að skrá sig í úrtökuna og vera með, og gaman væri að sjá topp knapa taka þátt í næstu Meistaradeild eins og Olil Amble, Einar Öder, Þórð Þorgeirsson ásamt ýmsum öðrum" sagði Sigurður Sigurðarson að lokum. Allt um Meistaradeildina í Hestaíþróttum á www.hestafrettir.is Hestar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Sjá meira
"Það vinnur enginn fyrirfram Meistaradeildina í hestaíþróttum en það er gott ef menn eru á tánum og ætla sér að vinna" sagði Sigurður Sigurðarson hrossabóndi í Þjóðólfshaga við blaðamann Hestafrétta um ummæli Atla Guðmundssonar þar sem hann sagðist ætla að vinna Meistaradeildina á næsta ári. Sigurður er búinn að keppa í Meistaradeildinni frá upphafi og hefur hann unnið hana einu sinni og í tvígang hafnað í öðru sæti. Sigurður ætlar að tefla fram Drífu frá Hafsteinsstöðum í fljúgandi skeiðið og ætlar jafnvel að koma með hana líka í gæðingaskeiðið en Sigurður gerði góða hluti á henni í sumar þar sem hann fékk m.a eina af hæstu einkunnum fyrir gæðingaskeið, vann Reykjarvíkurmeistaramótið og varð í öðru sæti á henni á Íslandsmóti. Sigurður varð í þriðja sæti í fjórgangi á Sporði frá Höskuldsstöðum í deildinni nú í ár, "ég er með þrjá mjög efnilega fola sem koma til greina í fjórganginn, þar á meðal Yl frá Akranesi 6 vetra undan Hrafni frá Garðabæ, Kóp frá Hvalsnesi sem er undan Feyki frá Hafsteinsstöðum og svo er ég með Rauðanúp frá Sauðárkróki en hann er undan Stíganda frá Sauðárkróki. Þessir allir koma vel til greina, það er bara að sjá hvernig þeir koma til og ákvörðun tekin þegar nær dregur að deildinni" "Sturla frá Hafsteinsstöðum er lofandi hestur og stefni ég með hann í fimmganginn, þessi klár lofar mjög góðu og svo er það Skuggabaldur frá Litla Dal, þessir koma báðir til greina" sagði Sigurður. En hvað um töltið? Það gekk nú ekki allt upp hjá þér á Spes frá Hrólfsstaðarhelli í síðustu keppni í deildinni? "Nei það er rétt ég lenti í 10 sæti í töltinu, prógrammið klikkaði aðeins hjá mér og skal það ekki koma fyrir aftur" Stefnir þú með hana aftur töltið? "Nei en það koma til greina tveir hestar, en það eru Hektor frá Dalsminni og Rauðinúpur frá Sauðárkróki en að sjálfsögðu metur maður stöðuna þegar að töltinu kemur. Hvernig leggst svo Meistaradeildin í kappann? "Hún leggst vel í mig og hvet ég sem flesta til að skrá sig í úrtökuna og vera með, og gaman væri að sjá topp knapa taka þátt í næstu Meistaradeild eins og Olil Amble, Einar Öder, Þórð Þorgeirsson ásamt ýmsum öðrum" sagði Sigurður Sigurðarson að lokum. Allt um Meistaradeildina í Hestaíþróttum á www.hestafrettir.is
Hestar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Sjá meira