Dómssátt í máli fyrrv. ráðuneytisstjóra og ríkisins 7. desember 2006 10:24 MYND/E.Ól Dómssátt varð í dag í máli Björns Friðfinnssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, og íslenska ríkisins sem felur í sér að Björn heldur launum til sjötugs auk þess sem hann fær tvær milljónir í miskabætur. Björn höfðaði mál á hendur ríkinu eftir að honum var meinað að snúa aftur til starfa.Björn var skipaður ráðuneytisstjóri í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu með æviráðningu árið 1989 en fékk leyfi frá störfum þegar hann gegndi starfi framkvæmdastjóra Eftirlitsstofnunar EFTA í þrjú ár. Þegar hann hugðist snúa það ár aftur hafnaði Finnur Ingólfsson, þáverandi viðskipta- og iðnaðarráðherra, því án þess að nokkrar ástæður væru gefnar fyrir því.Við þetta sætti Björn sig ekki en niðurstaðan varð sú að hann félsst á að taka við starfi sérstaks ráðgjafa ríkisstjórnarinnar um málefni EES til tveggja ára og snúa þá aftur í starf ráðuneytisstjóra.Aftur hafnaði ráðherra því en Björn tók við stjórn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til fimm ára, en þá voru einnig gerðar fleiri tilfærslur ráðuneytisstjóra milli ráðuneyta með samþykki þeirra. Um leið var gert skriflegt samkomulag um að Björn skyldi taka við starfi ráðuneytisstjóra í iðanaðar- og viðskiptaráðuneytinu að þessum fimm árum loknum.Þegar að því kom var heldur ekki staðið við það og gerður nýr tveggja ára samningur um frestun þess að Björn sneri aftur til starfa í viðskiptaráðuneytinu. Hann átti svo að snúa aftur til starfa um síðustu áramót en þá tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, honum að Kristján Skarphéðinsson hefði skipaður í embættið.Í kjölfarið höfðaði Björn mál á hendur ríkinu og krafði ríkið um fimm milljónir króna í miskabætur og að viðurkennt yrði að hann gæti snúið aftur í starf ráðuneytisstjóra. Til vara krafðist hann þess að hann fengi greidd full laun ráðuneytisstjóra til 70 ára aldurs og sautján og hálfa milljón króna í miskabætur.Sú dómssátt sem gerð var í dag kveður hins vegar á um að ríkissjóður greiði Birni laun til sjötugs ásamt miskabótum að upphæð tvær milljónir króna en ríkissjóður áskilur sér rétt til að leita til Björns um ráðgjöf og verkefnavinnu á meðan á launagreiðslunum stendurFram kemur í yfirlýsingu frá Birni að hann telji að sáttin sem gerð hafi verið og undirrituð er af forsætis-, fjármála- og iðnaðar- og viðskiptaráðherra feli í sér viðurkenningu á margföldum vanefndum ríkisins á gerðum samningum og ólögmætum vinnubrögðum af þess hálfu.Björn telur einnig að málið ætti að vekja menn til umhugsunar um skort á skýrum reglum um réttindi þeirra starfsmanna hins opinbera sem taka að sér tímabundið að sinna á erlendri grundu störfum á vegum íslenskra stjórnvalda. „Þar til slíkar reglur verða settar, er viðbúið að til fleiri dómsmála af svipaðri rót eigi eftir að koma," segir í yfirlýsingu Björns.Arnar Þór Jónsson lögmaður, sem hefur haft umsjón með máli Björns, segir að auk miskabótanna hafi ríkið fallist á að greiða allan málskostnað tengdan málinu. Hann segir jafnframt að tveggja milljóna króna skaðabætur séu mjög háar bætur miðað við íslenska dómaframkvæmd. Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Dómssátt varð í dag í máli Björns Friðfinnssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, og íslenska ríkisins sem felur í sér að Björn heldur launum til sjötugs auk þess sem hann fær tvær milljónir í miskabætur. Björn höfðaði mál á hendur ríkinu eftir að honum var meinað að snúa aftur til starfa.Björn var skipaður ráðuneytisstjóri í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu með æviráðningu árið 1989 en fékk leyfi frá störfum þegar hann gegndi starfi framkvæmdastjóra Eftirlitsstofnunar EFTA í þrjú ár. Þegar hann hugðist snúa það ár aftur hafnaði Finnur Ingólfsson, þáverandi viðskipta- og iðnaðarráðherra, því án þess að nokkrar ástæður væru gefnar fyrir því.Við þetta sætti Björn sig ekki en niðurstaðan varð sú að hann félsst á að taka við starfi sérstaks ráðgjafa ríkisstjórnarinnar um málefni EES til tveggja ára og snúa þá aftur í starf ráðuneytisstjóra.Aftur hafnaði ráðherra því en Björn tók við stjórn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til fimm ára, en þá voru einnig gerðar fleiri tilfærslur ráðuneytisstjóra milli ráðuneyta með samþykki þeirra. Um leið var gert skriflegt samkomulag um að Björn skyldi taka við starfi ráðuneytisstjóra í iðanaðar- og viðskiptaráðuneytinu að þessum fimm árum loknum.Þegar að því kom var heldur ekki staðið við það og gerður nýr tveggja ára samningur um frestun þess að Björn sneri aftur til starfa í viðskiptaráðuneytinu. Hann átti svo að snúa aftur til starfa um síðustu áramót en þá tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, honum að Kristján Skarphéðinsson hefði skipaður í embættið.Í kjölfarið höfðaði Björn mál á hendur ríkinu og krafði ríkið um fimm milljónir króna í miskabætur og að viðurkennt yrði að hann gæti snúið aftur í starf ráðuneytisstjóra. Til vara krafðist hann þess að hann fengi greidd full laun ráðuneytisstjóra til 70 ára aldurs og sautján og hálfa milljón króna í miskabætur.Sú dómssátt sem gerð var í dag kveður hins vegar á um að ríkissjóður greiði Birni laun til sjötugs ásamt miskabótum að upphæð tvær milljónir króna en ríkissjóður áskilur sér rétt til að leita til Björns um ráðgjöf og verkefnavinnu á meðan á launagreiðslunum stendurFram kemur í yfirlýsingu frá Birni að hann telji að sáttin sem gerð hafi verið og undirrituð er af forsætis-, fjármála- og iðnaðar- og viðskiptaráðherra feli í sér viðurkenningu á margföldum vanefndum ríkisins á gerðum samningum og ólögmætum vinnubrögðum af þess hálfu.Björn telur einnig að málið ætti að vekja menn til umhugsunar um skort á skýrum reglum um réttindi þeirra starfsmanna hins opinbera sem taka að sér tímabundið að sinna á erlendri grundu störfum á vegum íslenskra stjórnvalda. „Þar til slíkar reglur verða settar, er viðbúið að til fleiri dómsmála af svipaðri rót eigi eftir að koma," segir í yfirlýsingu Björns.Arnar Þór Jónsson lögmaður, sem hefur haft umsjón með máli Björns, segir að auk miskabótanna hafi ríkið fallist á að greiða allan málskostnað tengdan málinu. Hann segir jafnframt að tveggja milljóna króna skaðabætur séu mjög háar bætur miðað við íslenska dómaframkvæmd.
Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira