Hollendingurinn játaði sína sök 30. nóvember 2006 15:11 Fimmtán kíló af amfetamíni fundust í bílnum. Eitt umfangsmesta fíkniefnasmygl síðari ára var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þrír Íslendingar og einn Hollendingur eru ákærðir fyrir innflutning og vörslu á fimmtán kílóum af amfetamíni og tíu af kannabis. Íslendingarnir báru af sér sakir en Hollendingurinn játaði að mestu.Efnin voru falin í bensíntanki BMW bifreiðar sem Íslendingur á fimmtugsaldri flutti frá Rotterdam með skipi sem kom til Reykjavíkur í byrjun apríl. Tollverðir fundu megnið af fíkniefnunum við leit en bíllinn var síðan tollafgreiddur og hinir ákærðu fluttu hann í iðnaðarhúsnæði við Krókháls. Þar stóð lögreglan mennina að verki þar sem þeir voru að fjarlægja flöskur með fíkniefnum úr bensínstank bílsins. Við aðalmeðferð málsins í dag játaði Hollendingurinn að hafa vitað af fíkniefnunum og sömuleiðis að hafa verið að fjarlægja efnin úr bílnum þegar lögreglan mætti á Krókháls. Hann neitar því hins vegar að hafa staðið fyrir, skipulagt og fjármagnað innflutninginn. Þóknun hans átti að ganga upp í skuldir. Hann neitaði að gefa upp hverjir stæðu á bak við innflutninginn þar sem hann óttaðist um fjölskyldu sína í Hollandi.Íslendingurinn sem er ákærður fyrir að hafa staðið að innflutningnum með Hollendingnum, neitaði sök. Hann hafi farið til Belgíu að skoða bílinn fyrir annan mann. Skoðunin tók tvær mínútur að eigin sögn. Hann lét síðan flytja bílinn til Íslands en kveðst ekki hafa vitað af fíkniefnunum fyrr en hann kom til landsins sem er andstætt framburði við skýrslutöku lögreglu en bar fyrir sig slæmu líkamlegu ástandi vegna hjartaáfalls sem hann fékk í gæsluvarðhaldi við þá skýrslutöku. Hann hefði að vísu grunað að eitthvað væri í bílnum en taldi að það gætu kannski verið "húsgögn eða eitthvað".Aðalmeðferð stendur enn yfir.eðferð stendur enn yfir. Fréttir Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Eitt umfangsmesta fíkniefnasmygl síðari ára var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þrír Íslendingar og einn Hollendingur eru ákærðir fyrir innflutning og vörslu á fimmtán kílóum af amfetamíni og tíu af kannabis. Íslendingarnir báru af sér sakir en Hollendingurinn játaði að mestu.Efnin voru falin í bensíntanki BMW bifreiðar sem Íslendingur á fimmtugsaldri flutti frá Rotterdam með skipi sem kom til Reykjavíkur í byrjun apríl. Tollverðir fundu megnið af fíkniefnunum við leit en bíllinn var síðan tollafgreiddur og hinir ákærðu fluttu hann í iðnaðarhúsnæði við Krókháls. Þar stóð lögreglan mennina að verki þar sem þeir voru að fjarlægja flöskur með fíkniefnum úr bensínstank bílsins. Við aðalmeðferð málsins í dag játaði Hollendingurinn að hafa vitað af fíkniefnunum og sömuleiðis að hafa verið að fjarlægja efnin úr bílnum þegar lögreglan mætti á Krókháls. Hann neitar því hins vegar að hafa staðið fyrir, skipulagt og fjármagnað innflutninginn. Þóknun hans átti að ganga upp í skuldir. Hann neitaði að gefa upp hverjir stæðu á bak við innflutninginn þar sem hann óttaðist um fjölskyldu sína í Hollandi.Íslendingurinn sem er ákærður fyrir að hafa staðið að innflutningnum með Hollendingnum, neitaði sök. Hann hafi farið til Belgíu að skoða bílinn fyrir annan mann. Skoðunin tók tvær mínútur að eigin sögn. Hann lét síðan flytja bílinn til Íslands en kveðst ekki hafa vitað af fíkniefnunum fyrr en hann kom til landsins sem er andstætt framburði við skýrslutöku lögreglu en bar fyrir sig slæmu líkamlegu ástandi vegna hjartaáfalls sem hann fékk í gæsluvarðhaldi við þá skýrslutöku. Hann hefði að vísu grunað að eitthvað væri í bílnum en taldi að það gætu kannski verið "húsgögn eða eitthvað".Aðalmeðferð stendur enn yfir.eðferð stendur enn yfir.
Fréttir Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira