Tíu Íslendingar afplána dóm í útlöndum 30. nóvember 2006 10:24 MYND/AFP Tíu Íslendingar sitja í fangelsum í útlöndum eftir því sem utanríkisráðuneytinu er kunnugt um samkvæmt svari Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra við fyrirspurn Guðjóns Ólafs Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Tveir þeirra afplána refsivist í Bandaríkjunum, annar vegna kynferðisafbrots en hinn fyrir rán og alvarlega líkamsárás, tveir sitja í fangelsi í Brasilíu fyrir fíkniefnabrot og sömuleiðist tvennt í Frakklandi vegna sömu saka. Þá situr einn inni í Þýskalandi og þrír í Danmörku en utanríkisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um afbrot þeirra.Íslenskum stjórnvöldum berst ekki formleg tilkynning um það þegar Íslendingar eru handteknir erlendis heldur koma slík mál til vitundar utanríkiþjónustunnar í gegnum þá einstaklinga sem í hlut eiga eða aðila sem tengjast þeim, eftir því sem segir í svari ráðherra.Enn fremur kemur fram í svarinu að ráðuneytið hafi aðstoðað alla fangana á einhvern hátt, meðal annars með heimsóknum, viðtölum, samskiptum við fjölskyldur og aðstandendur, samskiptum við viðkomandi yfirvöld, túlkun í fangelsum, fundum með lögmönnum, haft milligöngu um að færa föngum bréfsefni, dagblöð, bækur og peningasendingar og unnið í því að finna lögmenn.Guðjón Ólafur spurði einnig hvað utanríkisráðuneytið hefði haft milligöngu um lausn margra íslenskra ríkisborgara, sem setið hafa í fangelsum erlendis, eða flutning þeirra hingað til lands til afplánunar á árunum 2002-2006. Fram kom í svari utanríkisráðherra að almennt beiti íslensk stjórnvöld sér ekki fyrir lausn eða styttingu afplánunar íslenskra ríkisborgara erlendis. Helsta verkefni utanríkisþjónustunnar í málum sem þessum sé að hafa eftirlit með því að almennra mannréttinda sé gætt gagnvart íslenskum ríkiborgurum á meðan þeir eru í haldi erlendra ríkja.Fangar geti farið fram á flutning til afplánunar á Íslandi og sé það í verkahring dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að afgreiða slíkar beiðnir. Þó hafi utanríkisráðuneytið beitt sér í nokkrum málum á undanförnum árum. Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Tíu Íslendingar sitja í fangelsum í útlöndum eftir því sem utanríkisráðuneytinu er kunnugt um samkvæmt svari Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra við fyrirspurn Guðjóns Ólafs Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Tveir þeirra afplána refsivist í Bandaríkjunum, annar vegna kynferðisafbrots en hinn fyrir rán og alvarlega líkamsárás, tveir sitja í fangelsi í Brasilíu fyrir fíkniefnabrot og sömuleiðist tvennt í Frakklandi vegna sömu saka. Þá situr einn inni í Þýskalandi og þrír í Danmörku en utanríkisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um afbrot þeirra.Íslenskum stjórnvöldum berst ekki formleg tilkynning um það þegar Íslendingar eru handteknir erlendis heldur koma slík mál til vitundar utanríkiþjónustunnar í gegnum þá einstaklinga sem í hlut eiga eða aðila sem tengjast þeim, eftir því sem segir í svari ráðherra.Enn fremur kemur fram í svarinu að ráðuneytið hafi aðstoðað alla fangana á einhvern hátt, meðal annars með heimsóknum, viðtölum, samskiptum við fjölskyldur og aðstandendur, samskiptum við viðkomandi yfirvöld, túlkun í fangelsum, fundum með lögmönnum, haft milligöngu um að færa föngum bréfsefni, dagblöð, bækur og peningasendingar og unnið í því að finna lögmenn.Guðjón Ólafur spurði einnig hvað utanríkisráðuneytið hefði haft milligöngu um lausn margra íslenskra ríkisborgara, sem setið hafa í fangelsum erlendis, eða flutning þeirra hingað til lands til afplánunar á árunum 2002-2006. Fram kom í svari utanríkisráðherra að almennt beiti íslensk stjórnvöld sér ekki fyrir lausn eða styttingu afplánunar íslenskra ríkisborgara erlendis. Helsta verkefni utanríkisþjónustunnar í málum sem þessum sé að hafa eftirlit með því að almennra mannréttinda sé gætt gagnvart íslenskum ríkiborgurum á meðan þeir eru í haldi erlendra ríkja.Fangar geti farið fram á flutning til afplánunar á Íslandi og sé það í verkahring dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að afgreiða slíkar beiðnir. Þó hafi utanríkisráðuneytið beitt sér í nokkrum málum á undanförnum árum.
Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira