Vaxtarverkir í skattkerfinu 28. nóvember 2006 11:42 Skattalögum þarf að breyta svo að fyrirtæki standi klár á því hver beri ábyrgð á sköttum og lífeyrissjóðsgreiðslum erlendra starfsmanna, segir forstöðumaður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte. Hann segir vaxtaverki í skattkerfinu. Vinnuafl - hagur allra var yfirskrift fundar Viðskiptaráðs og Deloitte í morgun þar sem meðal annars var rætt um að skattalög þurfi að vera skýr fyrir fyrirtæki. Svo er ekki í dag, segir Páll Jóhannesson, forstöðumaður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte. „Þau eiga ekki að lenda í skoðun skattayfirvalda eða hugsanlegri skattlagninu eftir á. Annaðhvort eiga þau að geta gengið að regluverkinu skýru eða geta fengið skjót svör frá skattayfirvöldum um hvað þau eigi að gera.“ Því þarf að breyta lögum um skatta og lífeyrissjóði svo ljóst sé hver beri ábyrgð á því að greiða skatta og í lífeyrissjóð af tekjum starfsfólks frá starfsmannaleigum og erlendum fyrirtækjum. Þá stendur upp á skattayfirvöld, segir Páll, að móta sér álit út frá núgildandi lagaramma - svo fyrirtæki lendi ekki í eftirásköttun. „Að minnsta kosti þannig að þau þurfi ekki að bíða eftir svörum í marga mánuði um hvaða skoðun þau hafa á óskýru regluverkinu.“ Á fundinum ræddi Jóhanna Waagfjörð, framkvæmdastjóri Haga, um mikilvægi erlends vinnuafls fyrir atvinnulífið. Í sumum fyrirtækjum Haga eru allt að sextíu prósent starfsmanna útlensk og hefu verið að færast meira í afgreiðslu, til dæmis í Bónus, þar sem voru tveir í fyrra en eru fjörutíu núna. Og reynslan er góð. „Þetta er gríðarlega duglegt fólk sem er komið hingað til að vinna og við erum í alla staði mjög ánægð með þetta erlenda starfsfólk sem vinnur hjá okkur.“ Fréttir Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Skattalögum þarf að breyta svo að fyrirtæki standi klár á því hver beri ábyrgð á sköttum og lífeyrissjóðsgreiðslum erlendra starfsmanna, segir forstöðumaður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte. Hann segir vaxtaverki í skattkerfinu. Vinnuafl - hagur allra var yfirskrift fundar Viðskiptaráðs og Deloitte í morgun þar sem meðal annars var rætt um að skattalög þurfi að vera skýr fyrir fyrirtæki. Svo er ekki í dag, segir Páll Jóhannesson, forstöðumaður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte. „Þau eiga ekki að lenda í skoðun skattayfirvalda eða hugsanlegri skattlagninu eftir á. Annaðhvort eiga þau að geta gengið að regluverkinu skýru eða geta fengið skjót svör frá skattayfirvöldum um hvað þau eigi að gera.“ Því þarf að breyta lögum um skatta og lífeyrissjóði svo ljóst sé hver beri ábyrgð á því að greiða skatta og í lífeyrissjóð af tekjum starfsfólks frá starfsmannaleigum og erlendum fyrirtækjum. Þá stendur upp á skattayfirvöld, segir Páll, að móta sér álit út frá núgildandi lagaramma - svo fyrirtæki lendi ekki í eftirásköttun. „Að minnsta kosti þannig að þau þurfi ekki að bíða eftir svörum í marga mánuði um hvaða skoðun þau hafa á óskýru regluverkinu.“ Á fundinum ræddi Jóhanna Waagfjörð, framkvæmdastjóri Haga, um mikilvægi erlends vinnuafls fyrir atvinnulífið. Í sumum fyrirtækjum Haga eru allt að sextíu prósent starfsmanna útlensk og hefu verið að færast meira í afgreiðslu, til dæmis í Bónus, þar sem voru tveir í fyrra en eru fjörutíu núna. Og reynslan er góð. „Þetta er gríðarlega duglegt fólk sem er komið hingað til að vinna og við erum í alla staði mjög ánægð með þetta erlenda starfsfólk sem vinnur hjá okkur.“
Fréttir Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira