Endalok olíualdar, réttritun, Sykurmolar og frægir Frakkar 17. nóvember 2006 20:51 Í vikunni var ég að horfa á þátt í danska sjónvarpinu. Þar kom fram hópur viðmælenda, ég man sérstaklega eftir manni sem heitir Matthew Simmons, sem hélt því fram að olíuframleiðsla í heiminum væri nálægt hámarki núna - eftir þetta hlyti hún að fara minnkandi. Þarna var einkum einblínt á hinar gríðarmiklu olíulindir í Saudi-Arabíu, þær langstærstu í heimi; það virtist samdóma álit að Saudar fölsuðu upplýsingar um afkastagetu þeirra. Því var líka haldið fram að nýjar olíulindir, til dæmis í Alaska og Síberíu, væru svo litlar að þær myndu aldrei geta komið í stað olíunnar við Persaflóann. Hinn vestræni heimur er í vanda ef satt er. Undireins og spyrst út að olíuframleiðsla fari minnkandi hillir undir lok olíualdar. Kapphlaupið um þessa orkulind gæti orðið enn æðislegra en nú. Verðið gæti rokið upp úr öllu valdi. Flestar þjóðir eru algjörlega vanbúnar undir að minnka olíunotkun. Þetta er ekki bara spurning um samgöngur, bílana sem flytja okkur á milli staða, skip sem sigla með varning yfir heimsins höf - alla þessa gegndarlausu sóun - heldur er geysilega mikil olía notuð í alla framleiðslu, til dæmis á matvælum. Vandinn er líka sá að ekkert eitt getur komið í staðinn fyrir olíu, bara ýmsir orkugjafar sem virka misjafnlega vel. Það skyldi þó ekki fara svo að brátt verðum við öll farin að hjóla og rækta matjurtir í garðinum heima. Í stórum görðum úthverfanna verður nóg pláss til að rækta kál, en hins vegar er hætt við að slíkar byggðir breytist í slömm, einfaldlega vegna þess að það verður svo erfitt að komast þangað. --- --- --- Réttritun er ekkert ofboðslegt vandamál á íslensku. Málið er skrifað nokkurn veginn eins og það er talað. Það er í raun fráleitt að tala um réttritun sem einhvers konar kúgunartæki eins og stækustu fjölmenningarsinnarnir hafa gert. Tökum frönsku til samanburðar. Þar liti ritmálið allt öðruvísi út ef skrifað væri eins og talað er. Í Frakklandi eru haldnar vinsælar keppnir í réttritun - þetta fer fram á besta áhorfstíma í sjónvarpi - forsenda þess er að jafnvel hámenntað fólk getur klikkað á að skrifa rétta frönsku. Hér er þetta allt öðruvísi. Það er til þess að gera nokkuð auðvelt að skrifa íslensku fullkomlega. Það er fullt af fólki sem getur það og því er ekki hægt að keppa í réttritun á íslensku. Set þetta á blað svona í tilefni af því að búið er að opna vefinn rettritun.is - sem er auðvitað ágætt framtak. --- --- --- Ég er orðinn svo heimakær að ég lét frá mér miðana sem ég hafði keypt á Sykurmolana. Nenni helst ekki út eftir kvöldmat, sérstaklega ekki í svona ógeðslegum kulda. Ég verð að láta mér nægja að hafa verið viðstaddur frægasta gigg Sykurmolanna, þegar þeir spiluðu fyrir Mitterrand Frakklandsforseta og frú Vigdísi í Duushúsi 1990. Það var Jacques Mer, sendiherra Frakka á Íslandi og mikill vinur minn, sem dreif fyrirmennin á tónleikana. Hins vegar man ég að þetta vakti ekki þá athygli í Frakklandi sem það átti skilið. Ástæðan var sú að þá hafði Frakkland nýskeð sagt Írak stríð á hendur, landið átti semsagt í stríði og það þótti ekki viðeigandi að forsetinn væri á svona léttúðarsamkomum. Geysilegur fjöldi blaðamanna fylgdi Mitterrand í þessari heimsókn vegna ástandsins í Persaflóa. Aðstoðarmenn forsetans báðu þá að segja ekki frá Sykurmolatónleikunum og þeir hlýddu, enda hefur franska pressan löngum verið undir hælnum á stjórnvöldum. Ég man að seinna um kvöldið komu Sykurmolarnir með Jack Lang menningarmálaráðherra á veitingahúsið 22. Lang er mikil fígúra í Frakklandi, en mér sýndist hann vera hálfleiðinlegur. --- --- --- Annars get ég montað mig af því að ég hef hitt marga frægustu fransmenn samtímans: Áðurnefndan Mitterrand, Jacques Chirac, Jacques Chaban-Delmas, Michel Platini, Jean Reno, en Gérard Depardieu stóð við hliðina á mér í langri biðröð á flugvellinum í Istanbul í sumar. Mér var sleppt beint inn í landið en Depardieu lenti í einhverjum vandræðum og var leiddur burt af landamæravörðum. En ekki fyrr en við höfðum skiptst á nokkrum orðum um vonsku heimsins. Cantona var ég næstum búinn að hitta í Marseille fyrir nokkrum árum en þá grét Kári svo mikið að ekkert varð af þeim fundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Í vikunni var ég að horfa á þátt í danska sjónvarpinu. Þar kom fram hópur viðmælenda, ég man sérstaklega eftir manni sem heitir Matthew Simmons, sem hélt því fram að olíuframleiðsla í heiminum væri nálægt hámarki núna - eftir þetta hlyti hún að fara minnkandi. Þarna var einkum einblínt á hinar gríðarmiklu olíulindir í Saudi-Arabíu, þær langstærstu í heimi; það virtist samdóma álit að Saudar fölsuðu upplýsingar um afkastagetu þeirra. Því var líka haldið fram að nýjar olíulindir, til dæmis í Alaska og Síberíu, væru svo litlar að þær myndu aldrei geta komið í stað olíunnar við Persaflóann. Hinn vestræni heimur er í vanda ef satt er. Undireins og spyrst út að olíuframleiðsla fari minnkandi hillir undir lok olíualdar. Kapphlaupið um þessa orkulind gæti orðið enn æðislegra en nú. Verðið gæti rokið upp úr öllu valdi. Flestar þjóðir eru algjörlega vanbúnar undir að minnka olíunotkun. Þetta er ekki bara spurning um samgöngur, bílana sem flytja okkur á milli staða, skip sem sigla með varning yfir heimsins höf - alla þessa gegndarlausu sóun - heldur er geysilega mikil olía notuð í alla framleiðslu, til dæmis á matvælum. Vandinn er líka sá að ekkert eitt getur komið í staðinn fyrir olíu, bara ýmsir orkugjafar sem virka misjafnlega vel. Það skyldi þó ekki fara svo að brátt verðum við öll farin að hjóla og rækta matjurtir í garðinum heima. Í stórum görðum úthverfanna verður nóg pláss til að rækta kál, en hins vegar er hætt við að slíkar byggðir breytist í slömm, einfaldlega vegna þess að það verður svo erfitt að komast þangað. --- --- --- Réttritun er ekkert ofboðslegt vandamál á íslensku. Málið er skrifað nokkurn veginn eins og það er talað. Það er í raun fráleitt að tala um réttritun sem einhvers konar kúgunartæki eins og stækustu fjölmenningarsinnarnir hafa gert. Tökum frönsku til samanburðar. Þar liti ritmálið allt öðruvísi út ef skrifað væri eins og talað er. Í Frakklandi eru haldnar vinsælar keppnir í réttritun - þetta fer fram á besta áhorfstíma í sjónvarpi - forsenda þess er að jafnvel hámenntað fólk getur klikkað á að skrifa rétta frönsku. Hér er þetta allt öðruvísi. Það er til þess að gera nokkuð auðvelt að skrifa íslensku fullkomlega. Það er fullt af fólki sem getur það og því er ekki hægt að keppa í réttritun á íslensku. Set þetta á blað svona í tilefni af því að búið er að opna vefinn rettritun.is - sem er auðvitað ágætt framtak. --- --- --- Ég er orðinn svo heimakær að ég lét frá mér miðana sem ég hafði keypt á Sykurmolana. Nenni helst ekki út eftir kvöldmat, sérstaklega ekki í svona ógeðslegum kulda. Ég verð að láta mér nægja að hafa verið viðstaddur frægasta gigg Sykurmolanna, þegar þeir spiluðu fyrir Mitterrand Frakklandsforseta og frú Vigdísi í Duushúsi 1990. Það var Jacques Mer, sendiherra Frakka á Íslandi og mikill vinur minn, sem dreif fyrirmennin á tónleikana. Hins vegar man ég að þetta vakti ekki þá athygli í Frakklandi sem það átti skilið. Ástæðan var sú að þá hafði Frakkland nýskeð sagt Írak stríð á hendur, landið átti semsagt í stríði og það þótti ekki viðeigandi að forsetinn væri á svona léttúðarsamkomum. Geysilegur fjöldi blaðamanna fylgdi Mitterrand í þessari heimsókn vegna ástandsins í Persaflóa. Aðstoðarmenn forsetans báðu þá að segja ekki frá Sykurmolatónleikunum og þeir hlýddu, enda hefur franska pressan löngum verið undir hælnum á stjórnvöldum. Ég man að seinna um kvöldið komu Sykurmolarnir með Jack Lang menningarmálaráðherra á veitingahúsið 22. Lang er mikil fígúra í Frakklandi, en mér sýndist hann vera hálfleiðinlegur. --- --- --- Annars get ég montað mig af því að ég hef hitt marga frægustu fransmenn samtímans: Áðurnefndan Mitterrand, Jacques Chirac, Jacques Chaban-Delmas, Michel Platini, Jean Reno, en Gérard Depardieu stóð við hliðina á mér í langri biðröð á flugvellinum í Istanbul í sumar. Mér var sleppt beint inn í landið en Depardieu lenti í einhverjum vandræðum og var leiddur burt af landamæravörðum. En ekki fyrr en við höfðum skiptst á nokkrum orðum um vonsku heimsins. Cantona var ég næstum búinn að hitta í Marseille fyrir nokkrum árum en þá grét Kári svo mikið að ekkert varð af þeim fundi.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun