Héraðsdómur vísar frá kröfu ÖBÍ 27. október 2006 12:05 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af kröfu Öryrkjabandalags Íslands vegna meintra vanefnda á samkomulagi sem stjórnvöld og bandalagið gerðu árið 2003. Lögmaður Öryrkjabandalagsins telur líklegt að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Forsaga málsins er sú að í mars árið 2003 kynntu heilbrigðisráðherra og þáverandi formaður Öryrkjabandalagsins samkomulag um hækkun örorkulífeyris. Gerði það ráð fyrir að grunnlífeyrir þeirra sem metnir hefðu verið 75 prósent öryrkjar eða meira og væru yngri en átján ára yrði tvöfaldaður en að lífeyrisviðbót færi stiglækkandi ár frá ári fram til sextíu og sex ára aldurs. Fyrrverandi formaður Örykjabandalagsins benti á að Tryggingastofnun hefði talið að samkomulagið gæti kostað ríkið um einn og hálfan milljarð en þegar mælt var fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004 var aðeins gert ráð fyrir einum milljarði. Taldi Öryrkjabandalagið að með þessu hefði íslenska ríkið ekki efnt samkomulagið og höfðaði mál. Dómur féll í málinu 10. maí síðastliðinn þar sem aðalkröfu öryrkja um að efni samkomulagsins yrði viðurkennt og heilbrigðisráðherra yrði gert að leggja fram frumvarp til að efna samkomulagið var vísað frá. Hins vegar ákvað dómurinn að taka fyrir varakröfu Öryrkjabandalagsins um úrskurðað yrði um greiðsluskyldu yfirvalda vegna samkomulagsins, þ.e. hvort heilbrigðisráðherra hefði skuldbundið ríkið til að greiða að fullu það sem bandalagið fór fram á. Vísaði Örykjabandalagið meðal annars til eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar máli sínu til stuðnings og til þess að heilbrigðisráðherra hefði lýst því yfir á Alþingi samkomulagið hefði ekki verið að fullu efnt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag segir að Örykjabandalagið hafi vitað að ráðherra hafi ekki vald samkvæmt lögum til að hækka bætur eða stofna nýjan bótaflokk. Til þess þurfi lagabreytingar. Bandalaginu hafi því átt að vera ljóst að yfirlýsingar ráðherra, hvort sem um er að ræða loforð, fyrirheit eða annað, geti ekki skuldbundið ríkissjóð. Dómurinn bendir enn fremur á að ráðherrar og ríkisstjórn hafa oft gefið fyrirheit um tilteknar lagabreytingar, oftast til að stuðla að gerð kjarasamninga og þá hafi iðulega verði samþykkt frumvörp á þingi fljotlega eftir slík fyrirheit. Aldrei hafi þó reynt á það fyrir dómi fyrr að slík fyrirheit séu skuldbindandi og segir dómurinn réttarvenju í þá veru ekki hafa myndast enda væri hún í verulegri andstöðu við grundvallarreglur stjórnskipunarinnar. Var því íslenska ríkið sýknað af kröfum Örykjabandalagsins. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Örykjabandalagsins, segir að nú muni hún setjast niður með forsvarsmönnum bandalagsins og fara yfir dóminn. Í kjölfarið verði ákveðið hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Telur Sigríður Rut líklegt að það verði gert. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af kröfu Öryrkjabandalags Íslands vegna meintra vanefnda á samkomulagi sem stjórnvöld og bandalagið gerðu árið 2003. Lögmaður Öryrkjabandalagsins telur líklegt að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Forsaga málsins er sú að í mars árið 2003 kynntu heilbrigðisráðherra og þáverandi formaður Öryrkjabandalagsins samkomulag um hækkun örorkulífeyris. Gerði það ráð fyrir að grunnlífeyrir þeirra sem metnir hefðu verið 75 prósent öryrkjar eða meira og væru yngri en átján ára yrði tvöfaldaður en að lífeyrisviðbót færi stiglækkandi ár frá ári fram til sextíu og sex ára aldurs. Fyrrverandi formaður Örykjabandalagsins benti á að Tryggingastofnun hefði talið að samkomulagið gæti kostað ríkið um einn og hálfan milljarð en þegar mælt var fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004 var aðeins gert ráð fyrir einum milljarði. Taldi Öryrkjabandalagið að með þessu hefði íslenska ríkið ekki efnt samkomulagið og höfðaði mál. Dómur féll í málinu 10. maí síðastliðinn þar sem aðalkröfu öryrkja um að efni samkomulagsins yrði viðurkennt og heilbrigðisráðherra yrði gert að leggja fram frumvarp til að efna samkomulagið var vísað frá. Hins vegar ákvað dómurinn að taka fyrir varakröfu Öryrkjabandalagsins um úrskurðað yrði um greiðsluskyldu yfirvalda vegna samkomulagsins, þ.e. hvort heilbrigðisráðherra hefði skuldbundið ríkið til að greiða að fullu það sem bandalagið fór fram á. Vísaði Örykjabandalagið meðal annars til eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar máli sínu til stuðnings og til þess að heilbrigðisráðherra hefði lýst því yfir á Alþingi samkomulagið hefði ekki verið að fullu efnt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag segir að Örykjabandalagið hafi vitað að ráðherra hafi ekki vald samkvæmt lögum til að hækka bætur eða stofna nýjan bótaflokk. Til þess þurfi lagabreytingar. Bandalaginu hafi því átt að vera ljóst að yfirlýsingar ráðherra, hvort sem um er að ræða loforð, fyrirheit eða annað, geti ekki skuldbundið ríkissjóð. Dómurinn bendir enn fremur á að ráðherrar og ríkisstjórn hafa oft gefið fyrirheit um tilteknar lagabreytingar, oftast til að stuðla að gerð kjarasamninga og þá hafi iðulega verði samþykkt frumvörp á þingi fljotlega eftir slík fyrirheit. Aldrei hafi þó reynt á það fyrir dómi fyrr að slík fyrirheit séu skuldbindandi og segir dómurinn réttarvenju í þá veru ekki hafa myndast enda væri hún í verulegri andstöðu við grundvallarreglur stjórnskipunarinnar. Var því íslenska ríkið sýknað af kröfum Örykjabandalagsins. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Örykjabandalagsins, segir að nú muni hún setjast niður með forsvarsmönnum bandalagsins og fara yfir dóminn. Í kjölfarið verði ákveðið hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Telur Sigríður Rut líklegt að það verði gert.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira