Reglur um innihald og magn vökva í flugi breytast 26. október 2006 15:05 MYND/Jón Flugmálastjórn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að breyttar reglur um innihald og magn vökva sem farþegar mega hafa með sér í flug taki gildi innan Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna þann 6. nóvember. Reglur sem takmarka stærð handfarangurs sem farþegar mega taka með sér í flug taka gildi 6. maí 2007.Reglurnar gilda um allt millilandaflug til og frá Íslandi og um öll flug innan Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna. Þær eru sem hér segir:· Hver eining umbúða sem farþegar hafa með sér í handfarangri mega að hámarki rúma 100 millilítra (1dl) af vökva.· Umbúðirnar sem hafðar eru meðferðis skulu vera í glærum poka með plastrennilás sem rúmar að hámarki einn (1) lítra.· Hverjum farþega er heimilt að hafa með sér einn slíkan poka í handfarangri.· Farþegum ber að afhenda öryggisvörðum pokann við öryggishlið til sérstakrar skimunar.· Farþegum er skylt að fara úr frökkum, jökkum og öðrum yfirhöfnum og afhenda öryggisvörðum til sérstakrar skimunar ásamt öðrum handfarangri.· Farþegum er skylt að fjarlægja fartölvur og önnur stærri rafeindatæki úr handfarangri og afhenda öryggisvörðum til sérstakrar skimunar við öryggishlið.· Stærð hverrar einingar handfarangurs sem farþegar mega bera með sér um borð í flugvél mun takmarkast við hámarks stærð sem er 56cm x 45cm x 25cm, þar með talin eru hjól og handföng sem kunna að vera á farangrinum. Þessi breyting tekur gildi 6. maí 2007.„Þessar breyttu reglur takmarka það sem farþegum er heimilt að bera með sér í handfarangri inn fyrir öryggishlið. Farþegum verður eftir sem áður heimilt að kaupa vökva í stærri umbuðum en að framan greinir sem seldar eru í verslunum innan öryggissvæðis flugstöðva. Farþegar munu geta kynnt sér nánari reglur þar um á heimasíðum Flugmálastjórnar Íslands, flugvalla og flugrekenda þegar nær dregur," segir í tilkynningu Flugmálastjórnar.Nánari upplýsingar um framangreindar reglur og leiðbeiningar verður hægt að nálgast á heimasíðu Flugmálastjórnar Íslands (www.flugmalastjorn.is). Þar verður einnig listi yfir þá staði þar sem upplýsingabæklingur liggur frammi um reglurnar. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fleiri fréttir Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Sjá meira
Flugmálastjórn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að breyttar reglur um innihald og magn vökva sem farþegar mega hafa með sér í flug taki gildi innan Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna þann 6. nóvember. Reglur sem takmarka stærð handfarangurs sem farþegar mega taka með sér í flug taka gildi 6. maí 2007.Reglurnar gilda um allt millilandaflug til og frá Íslandi og um öll flug innan Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna. Þær eru sem hér segir:· Hver eining umbúða sem farþegar hafa með sér í handfarangri mega að hámarki rúma 100 millilítra (1dl) af vökva.· Umbúðirnar sem hafðar eru meðferðis skulu vera í glærum poka með plastrennilás sem rúmar að hámarki einn (1) lítra.· Hverjum farþega er heimilt að hafa með sér einn slíkan poka í handfarangri.· Farþegum ber að afhenda öryggisvörðum pokann við öryggishlið til sérstakrar skimunar.· Farþegum er skylt að fara úr frökkum, jökkum og öðrum yfirhöfnum og afhenda öryggisvörðum til sérstakrar skimunar ásamt öðrum handfarangri.· Farþegum er skylt að fjarlægja fartölvur og önnur stærri rafeindatæki úr handfarangri og afhenda öryggisvörðum til sérstakrar skimunar við öryggishlið.· Stærð hverrar einingar handfarangurs sem farþegar mega bera með sér um borð í flugvél mun takmarkast við hámarks stærð sem er 56cm x 45cm x 25cm, þar með talin eru hjól og handföng sem kunna að vera á farangrinum. Þessi breyting tekur gildi 6. maí 2007.„Þessar breyttu reglur takmarka það sem farþegum er heimilt að bera með sér í handfarangri inn fyrir öryggishlið. Farþegum verður eftir sem áður heimilt að kaupa vökva í stærri umbuðum en að framan greinir sem seldar eru í verslunum innan öryggissvæðis flugstöðva. Farþegar munu geta kynnt sér nánari reglur þar um á heimasíðum Flugmálastjórnar Íslands, flugvalla og flugrekenda þegar nær dregur," segir í tilkynningu Flugmálastjórnar.Nánari upplýsingar um framangreindar reglur og leiðbeiningar verður hægt að nálgast á heimasíðu Flugmálastjórnar Íslands (www.flugmalastjorn.is). Þar verður einnig listi yfir þá staði þar sem upplýsingabæklingur liggur frammi um reglurnar.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fleiri fréttir Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Sjá meira