Stefna hafi ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingar 26. október 2006 13:58 MYND/GVA Stefna ríkisstjórnarinnar hefur ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni á ársfundi sambandsins í morgun. Þar gerði hann hnattvæðinguna og samábyrgð vegna hennar að umtalsefni sínu. Benti hann á að verkalýðsforystan hefði á síðustu árum tekið upp baráttu fyrir þá útlendinga sem hingað hefðu leitað eftir atvinnu í kjölfar hnattvæðingarinnar. Sagði hann hnattvæðinguna hafa bæði góðar og slæmar hliðar og að verkalýðsforystan teldi að bæði félög, einstök ríki og alþjóðasamfélagið í heild ætti að skuldbinda sig til að vinna að því að hnattvæðingin leiddii til aukinnar velferðar. „Hnattvæðingin krefst þannig meiri samábyrgðar, vegna þess að við verðum sífellt háðari því sem aðrir ákveða og gera. Hún krefst þess að settar verði skýrari reglur á alþjóðlegum vettvangi og jafnframt að skilgreind séu refsiákvæði gagnvart löndum og fyrirtækjum sem fylgja ekki þessum alþjóðlegu reglum. Hnattvæðingin krefst þess einnig að við tryggjum sveigjanleika launafóks og aðlögunarhæfni, til dæmis með menntuninni, því þannig tryggjum við starfsaðstæður fyrir alla sem hægt er að una við," sagði Grétar. Hann benti enn fremur á að grundvallarforsendan fyrir því að Íslendingar gætu nýtt sér tækifærin í hnattvæðingunni væri stöðugleiki en á það hefði skort. ASÍ hefði talað fyrir mikilvægi þess að samþætta stefnu í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum en oft talað fyrir daufum erum. „Ólga í efnahagsmálum og á vinnumarkaði á undanförnum árum er ekki síst til komin vegna þess að stjórnvöld hafa litið hlutina öðrum augum. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur þannig beinlínis ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar," sagði Grétar einnig. Grétar nefndi til nokkur atriði sem áhersla yrði lögð á í tenglsum við stefnumótun um ábyrga og réttláta hnattvæðingu. Þar á meðal væri staða fólks á vinnumarkaði, menntun og mannauður, efling rannsókna og nýsköpunar, alþjóðleg samvinna og ekki síst samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja. „Til að tryggja framgang þessara viðfangsefna leggur Alþýðusambandið til að komið verði á virku samráði stjórnvalda og aðila vinnuarmarkaðarins. Þar verði fjallað um og mótuð sameiginleg afstaða til þessara viðfangsefna," sagði Grétar. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Stefna ríkisstjórnarinnar hefur ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni á ársfundi sambandsins í morgun. Þar gerði hann hnattvæðinguna og samábyrgð vegna hennar að umtalsefni sínu. Benti hann á að verkalýðsforystan hefði á síðustu árum tekið upp baráttu fyrir þá útlendinga sem hingað hefðu leitað eftir atvinnu í kjölfar hnattvæðingarinnar. Sagði hann hnattvæðinguna hafa bæði góðar og slæmar hliðar og að verkalýðsforystan teldi að bæði félög, einstök ríki og alþjóðasamfélagið í heild ætti að skuldbinda sig til að vinna að því að hnattvæðingin leiddii til aukinnar velferðar. „Hnattvæðingin krefst þannig meiri samábyrgðar, vegna þess að við verðum sífellt háðari því sem aðrir ákveða og gera. Hún krefst þess að settar verði skýrari reglur á alþjóðlegum vettvangi og jafnframt að skilgreind séu refsiákvæði gagnvart löndum og fyrirtækjum sem fylgja ekki þessum alþjóðlegu reglum. Hnattvæðingin krefst þess einnig að við tryggjum sveigjanleika launafóks og aðlögunarhæfni, til dæmis með menntuninni, því þannig tryggjum við starfsaðstæður fyrir alla sem hægt er að una við," sagði Grétar. Hann benti enn fremur á að grundvallarforsendan fyrir því að Íslendingar gætu nýtt sér tækifærin í hnattvæðingunni væri stöðugleiki en á það hefði skort. ASÍ hefði talað fyrir mikilvægi þess að samþætta stefnu í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum en oft talað fyrir daufum erum. „Ólga í efnahagsmálum og á vinnumarkaði á undanförnum árum er ekki síst til komin vegna þess að stjórnvöld hafa litið hlutina öðrum augum. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur þannig beinlínis ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar," sagði Grétar einnig. Grétar nefndi til nokkur atriði sem áhersla yrði lögð á í tenglsum við stefnumótun um ábyrga og réttláta hnattvæðingu. Þar á meðal væri staða fólks á vinnumarkaði, menntun og mannauður, efling rannsókna og nýsköpunar, alþjóðleg samvinna og ekki síst samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja. „Til að tryggja framgang þessara viðfangsefna leggur Alþýðusambandið til að komið verði á virku samráði stjórnvalda og aðila vinnuarmarkaðarins. Þar verði fjallað um og mótuð sameiginleg afstaða til þessara viðfangsefna," sagði Grétar.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent