Andstæðingar stækkunar álvers í Straumsvík funda 23. október 2006 17:45 Þverpólitískur hópur fólks, sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík, boðar til fundar í Hafnarfirði í kvöld. Ákvörðun Alcans um stækkun liggur fyrir á næstu mánuðum og segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúarnir kjósa um málið. Forstjóri Alcan segir fyrirtækið einnig horfa á möguleika í Kanada og Oman. Í tilkynningu frá andstæðingum stækkunar álversins segir að hópurinn standi saman af fólki úr ólíkum áttum sem starfi m.a. innan Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, en talsmaður hópsins segir að ekki hafi tekist að finna Framsóknarmann til þátttöku í hópnum. Hópurinn kallar sig Sól í Straumsvík og segir talsmaður hans að andstæðingar stækkunarinnar séu henni mótfallnir af ýmsum og jafnvel ólíkum ástæðum. Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumsvík, segir að það sé ekkert atvinnuleysi í Hafnarfirði og því þurfi væntanlega að sækja starfsfólk annars staðar frá, jafnvel frá útlöndum. Það sé spurning hvernig bærinn sé undir það búinn og hvort bæjarbúar séu til í það. Þá muni aukin mengun fylgja stækkuninni og fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarfélagið sé ekki mikill. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir auðvelt að tala um lítið atvinnuleysi í Hafnarfirði nú. Það sé hins vegar ekkert hægt að fullyrða um atvinnuástandið í framtíðinni. Drög að deiliskipulagi fyrir álverssvæðið liggur fyrir. Lúðvík segir starfshóp á vegum bæjarins eiga í viðræðum við Alcan um útfærslu þess og er reiknað með að endanleg útgáfa þess liggi fyrir um eða upp úr áramótum. Ef forráðamenn Alcan ákveða eftir það að sækja um að fá að stækka álverið, segir Lúðvík að íbúar bæjarins muni þá kjósa um stækkunina. Hann segir mikilvægt að kosning fari ekki fram fyrr en allar forsendur málsins liggi fyrir, þannig að bæjarbúar geti myndað sér upplýsta afstöðu. Rannveig Rist, forstjóri Alcan, segir að stofnun Sólar í Straumsvík verði vonandi til þess að umræðan um stækkun álversins verði á málefnalegum grunni. Nú eru um 500 störf í álverinu en eftir stækkun gætu þau orðið um átta hundruð. En ekki liggur enn fyrir hvort móðurfélg fyrirtækisins sæki að lokum um að stækka álverðið, þótt bæði umhverfismat og starfsleyfi liggi þegar fyrir. Rannveig segir að móðurfélagið muni ekki taka ákvörðun um hvort stækka eigi álverið hér, fyrr en raforkuverð frá Landsvirkjun liggi fyrir. Búið sé að semja við Orkuveitu Reykjavíkur um 40 prósent af þeirri orku sem til þarf. Orkuverð sé ekki það eina sem horft sé til, það sé t.d. lægra í Kanada og í Óman, en það þurfi að vera ásættanlegt hér ef að stækkun á að verða. Rannveig óttast ekki atkvæðagreiðslu meðal íbúa Hafnarfjarðar. Hún bendir á að Álverið hafi verið í Straumsvík í 40 ár og þar vinni fjölmargir Hafnfirðingar. Þá hafi miklar umbætur verið gerðar í umhverfis- og mengunarmálum fyrirtækisins og hún treysti því að íbúarnir horfi til góðrar reynslu af fyrirtækinu við ákvörðun sína. Fréttir Innlent Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira
Þverpólitískur hópur fólks, sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík, boðar til fundar í Hafnarfirði í kvöld. Ákvörðun Alcans um stækkun liggur fyrir á næstu mánuðum og segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúarnir kjósa um málið. Forstjóri Alcan segir fyrirtækið einnig horfa á möguleika í Kanada og Oman. Í tilkynningu frá andstæðingum stækkunar álversins segir að hópurinn standi saman af fólki úr ólíkum áttum sem starfi m.a. innan Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, en talsmaður hópsins segir að ekki hafi tekist að finna Framsóknarmann til þátttöku í hópnum. Hópurinn kallar sig Sól í Straumsvík og segir talsmaður hans að andstæðingar stækkunarinnar séu henni mótfallnir af ýmsum og jafnvel ólíkum ástæðum. Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumsvík, segir að það sé ekkert atvinnuleysi í Hafnarfirði og því þurfi væntanlega að sækja starfsfólk annars staðar frá, jafnvel frá útlöndum. Það sé spurning hvernig bærinn sé undir það búinn og hvort bæjarbúar séu til í það. Þá muni aukin mengun fylgja stækkuninni og fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarfélagið sé ekki mikill. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir auðvelt að tala um lítið atvinnuleysi í Hafnarfirði nú. Það sé hins vegar ekkert hægt að fullyrða um atvinnuástandið í framtíðinni. Drög að deiliskipulagi fyrir álverssvæðið liggur fyrir. Lúðvík segir starfshóp á vegum bæjarins eiga í viðræðum við Alcan um útfærslu þess og er reiknað með að endanleg útgáfa þess liggi fyrir um eða upp úr áramótum. Ef forráðamenn Alcan ákveða eftir það að sækja um að fá að stækka álverið, segir Lúðvík að íbúar bæjarins muni þá kjósa um stækkunina. Hann segir mikilvægt að kosning fari ekki fram fyrr en allar forsendur málsins liggi fyrir, þannig að bæjarbúar geti myndað sér upplýsta afstöðu. Rannveig Rist, forstjóri Alcan, segir að stofnun Sólar í Straumsvík verði vonandi til þess að umræðan um stækkun álversins verði á málefnalegum grunni. Nú eru um 500 störf í álverinu en eftir stækkun gætu þau orðið um átta hundruð. En ekki liggur enn fyrir hvort móðurfélg fyrirtækisins sæki að lokum um að stækka álverðið, þótt bæði umhverfismat og starfsleyfi liggi þegar fyrir. Rannveig segir að móðurfélagið muni ekki taka ákvörðun um hvort stækka eigi álverið hér, fyrr en raforkuverð frá Landsvirkjun liggi fyrir. Búið sé að semja við Orkuveitu Reykjavíkur um 40 prósent af þeirri orku sem til þarf. Orkuverð sé ekki það eina sem horft sé til, það sé t.d. lægra í Kanada og í Óman, en það þurfi að vera ásættanlegt hér ef að stækkun á að verða. Rannveig óttast ekki atkvæðagreiðslu meðal íbúa Hafnarfjarðar. Hún bendir á að Álverið hafi verið í Straumsvík í 40 ár og þar vinni fjölmargir Hafnfirðingar. Þá hafi miklar umbætur verið gerðar í umhverfis- og mengunarmálum fyrirtækisins og hún treysti því að íbúarnir horfi til góðrar reynslu af fyrirtækinu við ákvörðun sína.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira