Hvalstöðin hefur ekki leyfi til matvælavinnslu 18. október 2006 12:09 Hvalstöðin í Hvalfirði hefur ekki starfsleyfi til matvælavinnslu en Landbúnaðarstofnun hefur ekki viljað veita stöðinni slíkt starfsleyfi. Stjórnarformaður Hvals hf. segir hins vegar öll leyfi í lagi. Hvalur 9 er nú að veiðum og hefur aðeins um sólarhring eftir að hvalur veiðist til að koma honum í land. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að Hvalur hf. hafi ekki leyfi til matvælavinnslu í Hvalstöðinni. Fyrirtækið hafi því ekki starfsleyfi til að taka á móti hvölum og vinna kjötið í mat. Ákveðin lagaóvissa sé um hvaða stofnun eigi að gefa út slíkt starfsleyfi. Hvalur hafi hins vegar óskaði eftir því að Landbúnaðarstofnun tæki Hvalstöðina út í haust og fengið svör um að stöðin væri ekki nægilega hæf í þáverandi ástandi til að hún fengi starfsleyfi til matvælavinnslu. Halldór segir stofnunni ekki kunnugt um að neitt hafi breyst síðan. Fréttavefurinn Skessuhorn.is segir hugmyndir hafa verið uppi um að koma með þá hvali sem veiðast inn í Hvalstöðina og skera þá þar en flytja kjötið til vinnslu annars staðar. Halldór telur að Hvalur hf. geti ekki skorið kjötið í Hvalfirði og flutt það svo annað til vinnslu, til þess þurfi félagið starfsleyfi. Það lítur því út fyrir að Hvalur hafi ekki leyfi til að vinna þær langreyðar sem fyrirtækinu hefur verið gefið leyfi til að veiða. Hvalur 9 er nú að veiðum á miðunum og eftir að hvalur er veiddur hefur hann um sólarhring til að koma kjötinu í land vegna þess hve skamman tíma tekur fyrir kjötið að úldna. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals hf., sagði í samtali við NFS fyrir hádegi að Hvalur hefði bæði starfsleyfi og vinnsluleyfi, þetta væri því rangt. Hvalur 9 hefði ekki verið sendur til veiða ef leyfin væru ekki í lagi. Hann vildi þó ekkert segja um hvenær leyfin hefðu verið gefin út eða hver hefði gert það. Halldór segir sér ekki kunnugt um að nein önnur stofnun hafi veitt Hvalstöðinni í Hvalfirði slíkt starfsleyfi. Fréttir Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Hvalstöðin í Hvalfirði hefur ekki starfsleyfi til matvælavinnslu en Landbúnaðarstofnun hefur ekki viljað veita stöðinni slíkt starfsleyfi. Stjórnarformaður Hvals hf. segir hins vegar öll leyfi í lagi. Hvalur 9 er nú að veiðum og hefur aðeins um sólarhring eftir að hvalur veiðist til að koma honum í land. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að Hvalur hf. hafi ekki leyfi til matvælavinnslu í Hvalstöðinni. Fyrirtækið hafi því ekki starfsleyfi til að taka á móti hvölum og vinna kjötið í mat. Ákveðin lagaóvissa sé um hvaða stofnun eigi að gefa út slíkt starfsleyfi. Hvalur hafi hins vegar óskaði eftir því að Landbúnaðarstofnun tæki Hvalstöðina út í haust og fengið svör um að stöðin væri ekki nægilega hæf í þáverandi ástandi til að hún fengi starfsleyfi til matvælavinnslu. Halldór segir stofnunni ekki kunnugt um að neitt hafi breyst síðan. Fréttavefurinn Skessuhorn.is segir hugmyndir hafa verið uppi um að koma með þá hvali sem veiðast inn í Hvalstöðina og skera þá þar en flytja kjötið til vinnslu annars staðar. Halldór telur að Hvalur hf. geti ekki skorið kjötið í Hvalfirði og flutt það svo annað til vinnslu, til þess þurfi félagið starfsleyfi. Það lítur því út fyrir að Hvalur hafi ekki leyfi til að vinna þær langreyðar sem fyrirtækinu hefur verið gefið leyfi til að veiða. Hvalur 9 er nú að veiðum á miðunum og eftir að hvalur er veiddur hefur hann um sólarhring til að koma kjötinu í land vegna þess hve skamman tíma tekur fyrir kjötið að úldna. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals hf., sagði í samtali við NFS fyrir hádegi að Hvalur hefði bæði starfsleyfi og vinnsluleyfi, þetta væri því rangt. Hvalur 9 hefði ekki verið sendur til veiða ef leyfin væru ekki í lagi. Hann vildi þó ekkert segja um hvenær leyfin hefðu verið gefin út eða hver hefði gert það. Halldór segir sér ekki kunnugt um að nein önnur stofnun hafi veitt Hvalstöðinni í Hvalfirði slíkt starfsleyfi.
Fréttir Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira